Lögreglumenn sem brutu á borgararéttindum Floyd dæmdir í fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2022 10:50 Tou Thao (t.v.) var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og J. Alexander Kueng (t.h.) var dæmdur í þriggja ára fangelsi. AP/Fógetaembætti Hennepinsýslu Alríkisdómari kvað upp dóma yfir tveimur lögreglumönnum, sem voru sakfelldir fyrir að brjóta á borgararéttindum Georges Floyd, í gær. Dómarnir yfir mönnunum eru styttri en mælt er með, að sögn dómarans vegna þess að annar var nýliði og hinn var „góður lögreglumaður, faðir og eiginmaður.“ J. Alexander Kueng var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Tou Thao í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa brotið á réttindum Georges Floyd þann 25. maí 2020. Þeir voru í hópi lögreglumannanna sem handtóku Floyd fyrir að selja sígarettur á götuhorni, sem endaði á því að lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði Floyd eftir að hafa kropið á hálsi hans í meira en níu mínútur, þrátt fyrir kvalavein Floyds. Vegfarandi náði atvikinu á myndband, sem fór á flug um netið og varð kveikjan að mótmælaöldu um allan heim. Kueng var sá sem kraup á baki Floyds, Thao hélt aftur af vegfarendum sem reyndu að koma Floyd til bjargar og fjórði lögreglumaðurinn, Thomas Lane, hélt fótum Floyds kjurrum. Lane var dæmdur í síðustu viku í tveggja ára fangelsi, sem er eins og dómarnir yfir Kueng og Thao undir viðmiðum. Chauvin var fyrir nokkru síðan dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að hafa banað Floyd. Nánasta fjölskylda Floyds var ekki viðstödd dómsuppsögu í gær og hefur ekki tjáð sig um dómana yfir Kueng og Thao. Philonise, bróðir Floyds sagði hins vegar eftir að dómurinn yfir Lane var kveðinn upp að hann væri móðgun við minningu Georgs. Courteney Ross, kærasta Floyds, var viðstödd dómsuppsögu beggja mannanna í gær og sagði eftir að dómur hafði verið kveðinn upp að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum, sérstaklega með dóminn yfir Thao. „Dómurinn rímaði að mínu mati ekki við glæpinn. Ég vildi fá hæstu refsingu,“ sagði Ross. Málaferlum Thao og Kueng er hins vegar ekki lokið en aðalmeðferð hefst í máli gegn þeim í lok október þar sem þeir eru ákærðir fyrir samverknað í annars stigs morði og annars stigs manndrápi. Lane hefur játað samverknað í annars stigs manndrápi og bíður þess að dómur verði kveðinn upp yfir honum vegna þess. Samkvæmt alríkisviðmiðum, sem dómarar í máli lögreglumannanna fylgdu ekki, hefði átt að dæma Kueng í fjögurra til fimm ára fangelsi og Thao í fimm til sex og hálfs árs fangelsi. Saksóknarar sóttust eftir þyngri dómi í máli beggja. Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01 Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. 1. júní 2022 09:52 Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
J. Alexander Kueng var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Tou Thao í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa brotið á réttindum Georges Floyd þann 25. maí 2020. Þeir voru í hópi lögreglumannanna sem handtóku Floyd fyrir að selja sígarettur á götuhorni, sem endaði á því að lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði Floyd eftir að hafa kropið á hálsi hans í meira en níu mínútur, þrátt fyrir kvalavein Floyds. Vegfarandi náði atvikinu á myndband, sem fór á flug um netið og varð kveikjan að mótmælaöldu um allan heim. Kueng var sá sem kraup á baki Floyds, Thao hélt aftur af vegfarendum sem reyndu að koma Floyd til bjargar og fjórði lögreglumaðurinn, Thomas Lane, hélt fótum Floyds kjurrum. Lane var dæmdur í síðustu viku í tveggja ára fangelsi, sem er eins og dómarnir yfir Kueng og Thao undir viðmiðum. Chauvin var fyrir nokkru síðan dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að hafa banað Floyd. Nánasta fjölskylda Floyds var ekki viðstödd dómsuppsögu í gær og hefur ekki tjáð sig um dómana yfir Kueng og Thao. Philonise, bróðir Floyds sagði hins vegar eftir að dómurinn yfir Lane var kveðinn upp að hann væri móðgun við minningu Georgs. Courteney Ross, kærasta Floyds, var viðstödd dómsuppsögu beggja mannanna í gær og sagði eftir að dómur hafði verið kveðinn upp að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum, sérstaklega með dóminn yfir Thao. „Dómurinn rímaði að mínu mati ekki við glæpinn. Ég vildi fá hæstu refsingu,“ sagði Ross. Málaferlum Thao og Kueng er hins vegar ekki lokið en aðalmeðferð hefst í máli gegn þeim í lok október þar sem þeir eru ákærðir fyrir samverknað í annars stigs morði og annars stigs manndrápi. Lane hefur játað samverknað í annars stigs manndrápi og bíður þess að dómur verði kveðinn upp yfir honum vegna þess. Samkvæmt alríkisviðmiðum, sem dómarar í máli lögreglumannanna fylgdu ekki, hefði átt að dæma Kueng í fjögurra til fimm ára fangelsi og Thao í fimm til sex og hálfs árs fangelsi. Saksóknarar sóttust eftir þyngri dómi í máli beggja.
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01 Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. 1. júní 2022 09:52 Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01
Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. 1. júní 2022 09:52
Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46