Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og ætla lesendur Vísis að fá að kynnast stúlkunum sem keppast um titilinn betur.
Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni?
Það kom mér verulega á óvart þegar Manúela sendi á mig og bað mig um að koma í casting fyrir MUI. Ég ákvað að prófa að mæta og sjá hvernig mér litist á þetta og Manuela og Elísa Gróa náðu heldur betur að sannfæra mig. Mér finnst þetta gott tækifæri til að auka reynsluna á að koma fram og fara út fyrir þægindarammann.
Hvað ert þú búin að læra í ferlinu?
Ég er búin að læra margt eins og að ganga á hælum, framkomu og hvað þetta snýst mikið um mannúðarmál.
Hvað borðar þú í morgunmat?
Undanfarið fæ ég mér alltaf hafragraut eða hrökkbrauð með smjöri, osti og marmelaði.
Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Humarinn sem mamma gerir og síðan elska ég líka spaghetti carbonara.
Hvað ertu að hlusta á?
Ég hlusta mikið á tónlist og hlusta eiginlega bara á allt nema kannski þungarokk og óperu.

Hver er uppáhalds bókin þín?
Lífsreglurnar fjórar.
Hver er þín fyrirmynd í lífinu?
Mamma mín og Páll Óskar.
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Ég er ekki alveg viss með frægustu en Sigga Kling kom seinast í afmælið mitt.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Þetta er kannski ekki neyðarlegasta sem ég hef lent í en einu sinni var ég stödd í bíó og ég lifði mig svo mikið inn í myndina og síðan þegar myndin kláraðist þá stóð ég upp og byrjaði að klappa.
Það klappaði enginn annar og það horfðu allir á mig og hlógu af mér.
Hverju ertu stoltust af?
Ég er stolt af sjálfri mér að sigrast á feimninni og stíga út fyrir þægindaramman og þessi keppni er klárlega að hjálpa mér við það.
Ég er líka stolt af því að ég er frekar nýbúin að læra að gera tattoo og er komin á stofu í Hafnarfirði sem heitir Lifandi List.
Hver er þinn helsti ótti?
Smjatt.
Hvar sérðu þig eftir fimm ár?
Útskrifuð úr HR sem viðskiptafræðingur og búin að stofna mér fyrirtæki.
Hvaða lag tekur þú í karókí?
Gordjöss - Páll Óskar.