Travolta birti í gær myndband af ferðalögum fjölskyldunnar í sumar og virðast þau hafa stoppað bæði á Íslandi og Grikklandi.
Svo virðist sem fjölskyldan hafi komið við í Bláa lóninu, gengið að gosstöðvunum í Fagradal og gist á hótel Bláa lónsins áður en haldið var til Grikklands. Þaðan virðist föruneytið hafa farið til Dubai og svo Parísar.