Einhver kynferðisbrot tilkynnt eftir helgina en of snemmt að bera saman við fyrri ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. ágúst 2022 13:16 Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra, segir að fara þurfi betur yfir skráningu mála eftir helgina. Vísir/Einar Ofbeldisbrot um verslunarmannahelgina virðast við fyrstu sýn álíka mörg og fyrir faraldur að sögn verkefnastjóra aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Einhver kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu en hafa þurfi í huga að þau séu yfirleitt tilkynnt seinna. Þá sé sumarið ekki búið og stórir viðburðir fram undan. Margir voru á ferðinni þessa verslunarmannahelgina eftir erfið sumur síðustu tvö ár. Í Vestmannaeyjum og á Akureyri sögðu lögreglustjórar í hádegisfréttum í gær að helgin hafi verið tiltölulega róleg og jafnvel betri en menn þorðu að vona. Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, segir að heilt á litið hafi það verið staðan víða annars staðar. „Alla vega miðað við fyrstu upplýsingar, með fyrirvara, að þá er þetta svona á pari miðað við hvernig þetta var fyrir Covid, þá árið 2019, hvað varðar ofbeldisbrotin. En fólk var á fullu að vinna alla helgina og það á eftir að fara betur yfir skráningu mála og síðan taka betur út nákvæmlega hvernig hlutirnir fóru,“ segir Eygló. Vonandi hægt síðar í mánuðinum að sjá betur hvernig helgin fór Hún segir einhver kynferðisbrot hafa komið á borð lögreglu eftir helgina, til að mynda greindi lögreglan á Suðurlandi frá einu slíku fyrr í dag. Sögulega séð séu slík brot þó oftast tilkynnt seinna heldur en önnur og því lítið að marka fjöldann að svo stöddu. „Þess vegna er mjög mikilvægt að minna á það að það er alltaf hægt að koma, koma á neyðarmóttökuna, fá þar aðstoð, að ganga að sálfræðiþjónustu og réttargæslumanni, og síðan þá líka stuðning til að meta hvort það sé rétt að tilkynna málið til lögreglu eða ekki,“ segir hún. Ríkislögreglustjóri birtir samantekt með upplýsingum varðandi kynferðisofbeldi ársfjórðungslega og verður það næst gert í ágúst eða september. „Svo vonumst við til þess að geta raunar skoðað betur tölurnar núna í ágúst, varðandi það hvernig helgin fór. En hins vegar að sama skapi má minna á það að sumarið er ekki búið, framundan eru mjög stórir viðburðir,“ segir Eygló og vísar til Hinsegin daga sem hefjast í dag og síðan Menningarnætur síðar í mánuðinum. Lögregla muni áfram vinna náið með aðilum skemmtanalífsins til að draga úr ofbeldi og fjölga tilkynningum. Þó mikil uppsöfnuð spenna hafi verið til staðar virðist Covid hafa haft einhver jákvæð áhrif. Fólk fari til að mynda fyrr heim og dreifist betur yfir opnunartímann. „Ég vona svo sannarlega að það sé raunin og það verði svo áfram, því að þetta er samfélagslegt verkefni og við getum með þessu haft raunveruleg áhrif á það hvort að slæmir hlutir gerast eða ekki,“ segir Eygló. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15 Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborginni í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. 31. júlí 2022 12:19 Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira
Margir voru á ferðinni þessa verslunarmannahelgina eftir erfið sumur síðustu tvö ár. Í Vestmannaeyjum og á Akureyri sögðu lögreglustjórar í hádegisfréttum í gær að helgin hafi verið tiltölulega róleg og jafnvel betri en menn þorðu að vona. Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, segir að heilt á litið hafi það verið staðan víða annars staðar. „Alla vega miðað við fyrstu upplýsingar, með fyrirvara, að þá er þetta svona á pari miðað við hvernig þetta var fyrir Covid, þá árið 2019, hvað varðar ofbeldisbrotin. En fólk var á fullu að vinna alla helgina og það á eftir að fara betur yfir skráningu mála og síðan taka betur út nákvæmlega hvernig hlutirnir fóru,“ segir Eygló. Vonandi hægt síðar í mánuðinum að sjá betur hvernig helgin fór Hún segir einhver kynferðisbrot hafa komið á borð lögreglu eftir helgina, til að mynda greindi lögreglan á Suðurlandi frá einu slíku fyrr í dag. Sögulega séð séu slík brot þó oftast tilkynnt seinna heldur en önnur og því lítið að marka fjöldann að svo stöddu. „Þess vegna er mjög mikilvægt að minna á það að það er alltaf hægt að koma, koma á neyðarmóttökuna, fá þar aðstoð, að ganga að sálfræðiþjónustu og réttargæslumanni, og síðan þá líka stuðning til að meta hvort það sé rétt að tilkynna málið til lögreglu eða ekki,“ segir hún. Ríkislögreglustjóri birtir samantekt með upplýsingum varðandi kynferðisofbeldi ársfjórðungslega og verður það næst gert í ágúst eða september. „Svo vonumst við til þess að geta raunar skoðað betur tölurnar núna í ágúst, varðandi það hvernig helgin fór. En hins vegar að sama skapi má minna á það að sumarið er ekki búið, framundan eru mjög stórir viðburðir,“ segir Eygló og vísar til Hinsegin daga sem hefjast í dag og síðan Menningarnætur síðar í mánuðinum. Lögregla muni áfram vinna náið með aðilum skemmtanalífsins til að draga úr ofbeldi og fjölga tilkynningum. Þó mikil uppsöfnuð spenna hafi verið til staðar virðist Covid hafa haft einhver jákvæð áhrif. Fólk fari til að mynda fyrr heim og dreifist betur yfir opnunartímann. „Ég vona svo sannarlega að það sé raunin og það verði svo áfram, því að þetta er samfélagslegt verkefni og við getum með þessu haft raunveruleg áhrif á það hvort að slæmir hlutir gerast eða ekki,“ segir Eygló.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15 Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborginni í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. 31. júlí 2022 12:19 Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira
Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15
Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborginni í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. 31. júlí 2022 12:19
Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01