Söfn fyrir öll Dagrún Ósk Jónsdóttir og Steindór G. Steindórsson skrifa 3. ágúst 2022 14:01 Söfn gegna mikilvægu hlutverk í samfélaginu, þau safna og varðveita gripi fyrir komandi kynslóðir, miðla menningararfinum til fólks á fjölbreyttan hátt, stunda rannsóknir, standa fyrir viðburðum, fræða og gleðja svo eitthvað sé nefnt. Þau endurspegla samfélagið, tengja saman fortíð og samtíð og reyna að stuðla að því að sem flestir geti haft gagn og gaman af því sem þar er að finna. Mörg söfn hafa undanfarin ár lagt sig fram við að miðla fjölbreytileikanum, fjalla um ólíka hópa samfélagsins svo að sem flest geti tengt við það sem fyrir augu ber. Nú eru hinsegin dagar gengnir í garð en saga hinsegin fólks er oft frekar ósýnileg á söfnum. Safnkostur endurspeglar oftast efnismenningu en kynhneigð eða kynvitund fólks sést (yfirleitt) ekki á efnislegum hlutum. Árið 2018 þegar Samtökin 78 urðu 40 ára leituðu þau til Þjóðminjasafnsins um samstarf til að gera hinsegin fólk sýnilegt í grunnsýningu safnsins. Þá var valin sú leið að búa til vegvísi með hugleiðingum um hinsegin sögu á Íslandi en sú leiðsögn heitir Regnbogaþráðurinn. Regnbogaþráðurinn var opnaður í nóvember 2018 og er hinsegin vegvísir í gegnum grunnsýninguna: Þjóð verður til: menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt. Regnbogaþráðurinn byggir á rannsóknum sem gerðar hafa verið undanfarin ár innan hinsegin sögu. Þráðurinn slitnar á miðöldum en heldur áfram á 19. öld vegna skorts á rannsóknum og heimildum um það tímabil. Þjóðminjasafnið. Markmiðið með Regnbogaþræðinum er að miðla upplýsingum um hinsegin líf og tilveru, sýna hvernig hugmyndir um kyn og kynhneigð taka á sig ýmsar myndir á ólíkum tímum og ekki síst spyrja spurninga, skoða hið ósagða og hvetja gesti til gagnrýnnar hugsunar. Í leiðsögninni er meðal annars fjallað um ástir kvenna, karla í ástandinu, sjálfsmyndir, beinagrindur og klaustur. Saga hinsegin fólks er ekki oft sögð á opinberum söfnum og sýningum. Með þessu framtaki vilja Þjóðminjasafnið og Samtökin '78 benda á mikilvægi þess að segja sögu minnihlutahópa á söfnum og skoða hefðbundna Íslandssögu út frá gagnrýnum sjónarhóli og spyrja spurninga um hverra saga sé sögð. Á Alþjóðlega safnadaginn sem haldinn var í maí síðastliðinn var þemað einmitt máttur safna sem er meðal annars geta þeirra til að fræða okkur um fortíðina og á sama tíma opna hug okkar gagnvart nýjum hlutum og hugmyndum sem gerir okkur kleift að leggja grunn að betri framtíð. Þess vegna er mikilvægt að söfn endurspegli fjölbreytileikann og séu fyrir okkur öll. Gleðilega hinsegin daga! Steindór Gunnar Steindórsson er samskiptastjóri Þjóðminjasafnsins og Dagrún Ósk Jónsdóttir er verkefnisstjóri FÍSOS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Söfn Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Söfn gegna mikilvægu hlutverk í samfélaginu, þau safna og varðveita gripi fyrir komandi kynslóðir, miðla menningararfinum til fólks á fjölbreyttan hátt, stunda rannsóknir, standa fyrir viðburðum, fræða og gleðja svo eitthvað sé nefnt. Þau endurspegla samfélagið, tengja saman fortíð og samtíð og reyna að stuðla að því að sem flestir geti haft gagn og gaman af því sem þar er að finna. Mörg söfn hafa undanfarin ár lagt sig fram við að miðla fjölbreytileikanum, fjalla um ólíka hópa samfélagsins svo að sem flest geti tengt við það sem fyrir augu ber. Nú eru hinsegin dagar gengnir í garð en saga hinsegin fólks er oft frekar ósýnileg á söfnum. Safnkostur endurspeglar oftast efnismenningu en kynhneigð eða kynvitund fólks sést (yfirleitt) ekki á efnislegum hlutum. Árið 2018 þegar Samtökin 78 urðu 40 ára leituðu þau til Þjóðminjasafnsins um samstarf til að gera hinsegin fólk sýnilegt í grunnsýningu safnsins. Þá var valin sú leið að búa til vegvísi með hugleiðingum um hinsegin sögu á Íslandi en sú leiðsögn heitir Regnbogaþráðurinn. Regnbogaþráðurinn var opnaður í nóvember 2018 og er hinsegin vegvísir í gegnum grunnsýninguna: Þjóð verður til: menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt. Regnbogaþráðurinn byggir á rannsóknum sem gerðar hafa verið undanfarin ár innan hinsegin sögu. Þráðurinn slitnar á miðöldum en heldur áfram á 19. öld vegna skorts á rannsóknum og heimildum um það tímabil. Þjóðminjasafnið. Markmiðið með Regnbogaþræðinum er að miðla upplýsingum um hinsegin líf og tilveru, sýna hvernig hugmyndir um kyn og kynhneigð taka á sig ýmsar myndir á ólíkum tímum og ekki síst spyrja spurninga, skoða hið ósagða og hvetja gesti til gagnrýnnar hugsunar. Í leiðsögninni er meðal annars fjallað um ástir kvenna, karla í ástandinu, sjálfsmyndir, beinagrindur og klaustur. Saga hinsegin fólks er ekki oft sögð á opinberum söfnum og sýningum. Með þessu framtaki vilja Þjóðminjasafnið og Samtökin '78 benda á mikilvægi þess að segja sögu minnihlutahópa á söfnum og skoða hefðbundna Íslandssögu út frá gagnrýnum sjónarhóli og spyrja spurninga um hverra saga sé sögð. Á Alþjóðlega safnadaginn sem haldinn var í maí síðastliðinn var þemað einmitt máttur safna sem er meðal annars geta þeirra til að fræða okkur um fortíðina og á sama tíma opna hug okkar gagnvart nýjum hlutum og hugmyndum sem gerir okkur kleift að leggja grunn að betri framtíð. Þess vegna er mikilvægt að söfn endurspegli fjölbreytileikann og séu fyrir okkur öll. Gleðilega hinsegin daga! Steindór Gunnar Steindórsson er samskiptastjóri Þjóðminjasafnsins og Dagrún Ósk Jónsdóttir er verkefnisstjóri FÍSOS.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun