Töluvert dregið úr hraunflæði frá því í gær Ritstjórn Vísis skrifar 4. ágúst 2022 06:42 Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson stökk beint upp í flugvél þegar hann heyrði af upphafi eldgossins í gær. Hann náði mörgum stórfenglegum ljósmyndum á borð við þessa. Vísir/rax Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er norðvestanátt í kortunum og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesi á öðrum tímanum í gær í framhaldi af mikilli skjálftavirkni á svæðinu undanfarna daga. Nú hefur mikið dregið úr skjálftavirkni og búist er við að svo verði áfram. Samkvæmt sérfræðingum er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18 í gær. Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi. Núverandi gönguleið er um 17 kílómetrar fram og til baka og krefur vegfarendur um að klöngrast meðfram fyrri hraunbreiðu.vísir Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Gert er ráð fyrir því að hraunflæðið verði mælt einu sinni á dag, allavega fyrstu daga gossins. Því er von á uppfærðum tölum um hraunflæði í dag. Í dag hafði töluvert dregið úr hraunflæðinu frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Þetta sýna niðurstöður annarrar flugmælingar sem sérfræðingar frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun og Jarðvísindastofnun framkvæmdu fyrir hádegi í dag. Á sama tíma hafði sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöld og má horfa á hluta hennar í spilaranum. Fylgst verður með gangi mála í allan dag í vaktinni hér að neðan:
Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesi á öðrum tímanum í gær í framhaldi af mikilli skjálftavirkni á svæðinu undanfarna daga. Nú hefur mikið dregið úr skjálftavirkni og búist er við að svo verði áfram. Samkvæmt sérfræðingum er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18 í gær. Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi. Núverandi gönguleið er um 17 kílómetrar fram og til baka og krefur vegfarendur um að klöngrast meðfram fyrri hraunbreiðu.vísir Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Gert er ráð fyrir því að hraunflæðið verði mælt einu sinni á dag, allavega fyrstu daga gossins. Því er von á uppfærðum tölum um hraunflæði í dag. Í dag hafði töluvert dregið úr hraunflæðinu frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Þetta sýna niðurstöður annarrar flugmælingar sem sérfræðingar frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun og Jarðvísindastofnun framkvæmdu fyrir hádegi í dag. Á sama tíma hafði sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöld og má horfa á hluta hennar í spilaranum. Fylgst verður með gangi mála í allan dag í vaktinni hér að neðan:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Sjá meira