Töluvert dregið úr hraunflæði frá því í gær Ritstjórn Vísis skrifar 4. ágúst 2022 06:42 Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson stökk beint upp í flugvél þegar hann heyrði af upphafi eldgossins í gær. Hann náði mörgum stórfenglegum ljósmyndum á borð við þessa. Vísir/rax Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er norðvestanátt í kortunum og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesi á öðrum tímanum í gær í framhaldi af mikilli skjálftavirkni á svæðinu undanfarna daga. Nú hefur mikið dregið úr skjálftavirkni og búist er við að svo verði áfram. Samkvæmt sérfræðingum er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18 í gær. Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi. Núverandi gönguleið er um 17 kílómetrar fram og til baka og krefur vegfarendur um að klöngrast meðfram fyrri hraunbreiðu.vísir Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Gert er ráð fyrir því að hraunflæðið verði mælt einu sinni á dag, allavega fyrstu daga gossins. Því er von á uppfærðum tölum um hraunflæði í dag. Í dag hafði töluvert dregið úr hraunflæðinu frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Þetta sýna niðurstöður annarrar flugmælingar sem sérfræðingar frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun og Jarðvísindastofnun framkvæmdu fyrir hádegi í dag. Á sama tíma hafði sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöld og má horfa á hluta hennar í spilaranum. Fylgst verður með gangi mála í allan dag í vaktinni hér að neðan:
Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesi á öðrum tímanum í gær í framhaldi af mikilli skjálftavirkni á svæðinu undanfarna daga. Nú hefur mikið dregið úr skjálftavirkni og búist er við að svo verði áfram. Samkvæmt sérfræðingum er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18 í gær. Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi. Núverandi gönguleið er um 17 kílómetrar fram og til baka og krefur vegfarendur um að klöngrast meðfram fyrri hraunbreiðu.vísir Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Gert er ráð fyrir því að hraunflæðið verði mælt einu sinni á dag, allavega fyrstu daga gossins. Því er von á uppfærðum tölum um hraunflæði í dag. Í dag hafði töluvert dregið úr hraunflæðinu frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Þetta sýna niðurstöður annarrar flugmælingar sem sérfræðingar frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun og Jarðvísindastofnun framkvæmdu fyrir hádegi í dag. Á sama tíma hafði sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöld og má horfa á hluta hennar í spilaranum. Fylgst verður með gangi mála í allan dag í vaktinni hér að neðan:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Sjá meira