Enn vinna íslensku stúlkurnar sem fara ósigraðar í 8-liða úrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 20:15 Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í íslenska liðinu í kvöld. ihf Landslið Íslands í handbolta kvenna skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann 25-22 sigur á Norður-Makedóníu í seinni leik sínum í milliriðli 1 á HM í Skopje í kvöld. Liðið vann því milliriðilinn og er enn taplaust á mótinu. Ísland var öruggt með sæti í átta liða úrslitum HM fyrir leik en ljóst var að jafntefli eða sigur Íslands myndi tryggja þeim efsta sætið. Leikur liðanna í kvöld var nokkuð jafn framan af en Ísland var þó alltaf skrefi á undan. Íslensku stúlkurnar skoruðu fyrsta mark leiksins og voru ávallt skrefi á undan. Þær leiddu með einu til þremur mörkum framan af hálfleiknum en um hann miðjan var staðan 9-6. Mest náði Ísland fjögurra marka forskoti, 12-8, en þriggja marka munur var í hálfleik, 13-10. Ísland komst þá 16-11 yfir snemma í síðari hálfleik en heimakonur svöruðu með þremur mörkum í röð til að minnka muninn í 16-14. Aftur kom að áhlaupi Íslands sem komst í 18-14 en skömmu síðar var munurinn orðinn eitt mark, 18-17. Áfram gekk leikurinn líkt og í fyrri hálfleik þar sem munurinn var á bilinu eitt til fjögur mörk en aldrei tókst Norður-Makedóníu að brúa bilið til fulls. Afar mikilvæg markvarsla úr vítakasti í stöðunni 24-22 fyrir Ísland þegar tvær mínútur voru eftir gerði að verkum að íslenska liðið var aldrei í mikilli hættu að missa sigurinn frá sér. 25-22 urðu lokatölur en ljóst er að Ísland mun mæta Hollandi í 8-liða úrslitunum. Þær hollensku lentu í öðru sæti riðils 3 eftir tap fyrir toppliði Suður-Kóreu í kvöld. Tap heimakvenna þýðir að þær eru úr leik en sigur Svíþjóðar á Íran tryggði þær sænsku áfram með Íslandi. Mörk Íslands: Elín Klara Þorkelsdóttir 6, Inga Dís Jóhannsdóttir 6, Lilja Ágústsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir 1, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 1. Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Ísland var öruggt með sæti í átta liða úrslitum HM fyrir leik en ljóst var að jafntefli eða sigur Íslands myndi tryggja þeim efsta sætið. Leikur liðanna í kvöld var nokkuð jafn framan af en Ísland var þó alltaf skrefi á undan. Íslensku stúlkurnar skoruðu fyrsta mark leiksins og voru ávallt skrefi á undan. Þær leiddu með einu til þremur mörkum framan af hálfleiknum en um hann miðjan var staðan 9-6. Mest náði Ísland fjögurra marka forskoti, 12-8, en þriggja marka munur var í hálfleik, 13-10. Ísland komst þá 16-11 yfir snemma í síðari hálfleik en heimakonur svöruðu með þremur mörkum í röð til að minnka muninn í 16-14. Aftur kom að áhlaupi Íslands sem komst í 18-14 en skömmu síðar var munurinn orðinn eitt mark, 18-17. Áfram gekk leikurinn líkt og í fyrri hálfleik þar sem munurinn var á bilinu eitt til fjögur mörk en aldrei tókst Norður-Makedóníu að brúa bilið til fulls. Afar mikilvæg markvarsla úr vítakasti í stöðunni 24-22 fyrir Ísland þegar tvær mínútur voru eftir gerði að verkum að íslenska liðið var aldrei í mikilli hættu að missa sigurinn frá sér. 25-22 urðu lokatölur en ljóst er að Ísland mun mæta Hollandi í 8-liða úrslitunum. Þær hollensku lentu í öðru sæti riðils 3 eftir tap fyrir toppliði Suður-Kóreu í kvöld. Tap heimakvenna þýðir að þær eru úr leik en sigur Svíþjóðar á Íran tryggði þær sænsku áfram með Íslandi. Mörk Íslands: Elín Klara Þorkelsdóttir 6, Inga Dís Jóhannsdóttir 6, Lilja Ágústsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir 1, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 1.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira