Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2022 19:01 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Egill Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. Skjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir hádegi í dag og er stærsti skjálftinn frá upphafi gossins í Meradölum á miðvikudag. Margir furðuðu sig á stærð skjálftans og að hann hefði riðið yfir eftir upphaf eldgossins. „Þessi skjálfti sem kom núna kom mörgum svolítið á óvart vegna þess að það er búið að tala um það að skjálftavirkni hafi minnkað mikið. Hún gerði það, skjálftavirknin snarminnkaði sem hafði verið síðustu vikuna á undan,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Líta megi á skjálftann í morgun sem eftirþanka á flekaskilunum. Hann falli í hóp gikkskjálfta. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri skjálftar sem þessir verði á næstunni en að megninu til hafi verið losað um þá spennu sem myndaðist á svæðinu. „Gangurinn, sem fóðraði gosið, hann hefur hleypt af stað skjálftavirkni eftir flekaskilunum og það eymir enn eftir af þessari virkni svolítið þó að langmestu hætti hún eftir að gosið kom upp,“ segir Páll. Kristján Jónsson Skjálftinn í morgun átti upptök um 5 kílómetra norðnorðaustur af Krísuvík en minnst hafa 110 skjálftar yfir þremur að stærð riðið yfir Suðvesturhornið undanfarna viku. Vegna veðurs ákvað lögreglan á Suðurnesjum að loka svæðinu við gosstöðvarnar klukkan fimm í morgun. Nú hefur hún ákveðið að lokunin gildi þar til í fyrramálið. Nokkrir ferðamenn, íslenskir og erlendir, lögðu leið sína að gosstöðvunum í dag en var snúið við af björgunarsveitarmönnum sem stóðu vörð við svæðið. Að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík jókst umferð göngumanna síðdegis en þeim hafi öllum verið vísað frá. Hann gerir ráð fyrir að björgunarsveitarmenn muni standa vaktina við gosstöðvarnar í nótt. Samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar mun gas frá eldgosinu berast yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan níu í kvöld og blása yfir svæðið þar til í fyrramálið. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Stór skjálfti á Reykjanesskaga Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð. 7. ágúst 2022 11:53 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Skjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir hádegi í dag og er stærsti skjálftinn frá upphafi gossins í Meradölum á miðvikudag. Margir furðuðu sig á stærð skjálftans og að hann hefði riðið yfir eftir upphaf eldgossins. „Þessi skjálfti sem kom núna kom mörgum svolítið á óvart vegna þess að það er búið að tala um það að skjálftavirkni hafi minnkað mikið. Hún gerði það, skjálftavirknin snarminnkaði sem hafði verið síðustu vikuna á undan,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Líta megi á skjálftann í morgun sem eftirþanka á flekaskilunum. Hann falli í hóp gikkskjálfta. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri skjálftar sem þessir verði á næstunni en að megninu til hafi verið losað um þá spennu sem myndaðist á svæðinu. „Gangurinn, sem fóðraði gosið, hann hefur hleypt af stað skjálftavirkni eftir flekaskilunum og það eymir enn eftir af þessari virkni svolítið þó að langmestu hætti hún eftir að gosið kom upp,“ segir Páll. Kristján Jónsson Skjálftinn í morgun átti upptök um 5 kílómetra norðnorðaustur af Krísuvík en minnst hafa 110 skjálftar yfir þremur að stærð riðið yfir Suðvesturhornið undanfarna viku. Vegna veðurs ákvað lögreglan á Suðurnesjum að loka svæðinu við gosstöðvarnar klukkan fimm í morgun. Nú hefur hún ákveðið að lokunin gildi þar til í fyrramálið. Nokkrir ferðamenn, íslenskir og erlendir, lögðu leið sína að gosstöðvunum í dag en var snúið við af björgunarsveitarmönnum sem stóðu vörð við svæðið. Að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík jókst umferð göngumanna síðdegis en þeim hafi öllum verið vísað frá. Hann gerir ráð fyrir að björgunarsveitarmenn muni standa vaktina við gosstöðvarnar í nótt. Samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar mun gas frá eldgosinu berast yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan níu í kvöld og blása yfir svæðið þar til í fyrramálið.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Stór skjálfti á Reykjanesskaga Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð. 7. ágúst 2022 11:53 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45
Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30
Stór skjálfti á Reykjanesskaga Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð. 7. ágúst 2022 11:53