Innlent

Eldur logaði við Lækjarskóla

Eiður Þór Árnason skrifar
Vel gekk að slökkva eldinn.
Vel gekk að slökkva eldinn. Hafnarfjarðarbær

Eldur logaði í rusli á bak við Lækjarskóla í Hafnarfirði í gærkvöldi. Fram kemur í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um eld í gámi í hverfinu klukkan 21:57. 

Greiðlega gekk að slökkva eldinn samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu en fjórir slökkvibílar voru kallaðir út eftir að tilkynningin barst.

„Það var boðað svolítið stórt í þetta því það kom mikill svartur reykur en svo kom í ljóst að þetta var fyrir utan húsið. Fyrsta stöðin á staðinn afþakkaði þá alla frekari aðstoð og þeir sáu bara um þetta eini,“ segir Bernódus Sveinsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Betur hafi farið en á horfðist í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×