Hjartað fullt af ást
„Elsku litla stelpan okkar kom í heiminn 02.08.2022 kl: 08:42. 14,5 merkur og 53 cm, alveg eins og stóri bróðir var. Ég sem hélt ég gæti ekki mögulega elskað meira en svo kemur hún og hjartað yfirflæðir,“ sagði Tinna í tilkynningunni.
Sami setti dagur
Þau tilkynntu um óléttuna með orðunum: „Þau verða þrjú í ágúst! Allir á heimilinu eru að springa úr hamingju yfir litla barninu í mömmu bumbu. Krílið var ekkert að flækja þetta og valdi sér sama setta dag og stóri bróðir 08.08,“ sagði Tinna. Systkinin enduðu þó ekki með sama afmælisdaginn og völdu hvorugt að nýta sér setta daginn.