Vildi herforingja eins og Hitler Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2022 15:03 Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna árið 2018. Vinstra megin við hann er John Kelly, þáverandi starfsmannastjóri hans og fyrrverandi herforingi. Getty/Leon Neal Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. Þetta mun Trump hafa sagt við John Kelly, starfsmannastjóra sinn og fyrrverandi herforingja, samkvæmt nýrri bók sem verið er að gefa út um forsetatíð Trumps, samkvæmt umfjöllun New Yorker þar sem hluti bókarinnar er birtur. Trump deildi iðulega við herforingja Bandaríkjanna, þrátt fyrir að vera með slíka í ríkisstjórn sinni og í Hvíta húsinu og þá helst Kelly og John Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra hans. Þá virðist forsetinn fyrrverandi enn bera kala til þeirra en í svari við fyrirspurn New Yorker sagði Trump að hann hefði fljótt áttað sig á því að þeir væru hæfileikalitlir og að hann hefði fljótt hætt að reiða sig á þá. Samkvæmt bókinni og umfjöllun New Yorker varð Trump einu sinni mjög reiður út í herforingjana og gargaði á Kelly: „Þið helvítis herforingjar, af hverju getið þið ekki verið eins og þýskir herforingjar?“ „Hvaða herforingjar?“ mun Kelly hafa spurt og svaraði Trump því að hann væri að tala um þýska herforingja í seinni heimsstyrjöldinni. „Þú veist að þeir reyndu að drepa Hitler þrisvar sinnum og tókst það næstum því,“ sagði Kelly þá. Það sagði Trump að væri ekki rétt. Herforingjar Hitlers hefðu fylgt öllum hans skipunum. Sumarið 2017, skömmu eftir að hann hafði sótt Emmanuel Macron, forseta Frakklands, heim og horft þar á umfangsmikla skrúðgöngu franska hersins, lýsti Trump því yfir að hann vildi halda eigin skrúðgöngu. Það voru herforingjar hans og varnarmálaráðherra þó ekki til í. „Ég myndi frekar kyngja sýru,“ sagði James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Trumps. Forsvarsmenn hersins sögðu meðal annars að það myndi kosta fúlgur fjár og stórskemma götur Washington DC. Auk þess væri engin hefði fyrir skrúðgöngum í Bandaríska hernum. Trump stóð þó á sínu og krafðist skrúðgöngu. Hann tók þó fram við Kelly að hann vildi ekki sjá særða hermenn í göngunni. Í frönsku skrúðgöngunni hefðu verið særðir uppgjafarhermenn í hjólastólum og það vildi Trump ekki sjá, því það myndi líta illa út fyrir hann. Á einum tímapunkti ræddi Trump mögulega skrúðgöngu við Paul Selva, herforingja í flugher Bandaríkjanna og varaformann herforingjaráðsins. Selva sagði Trump frá því að hann hefði alist upp í Portúgal og þar hefðu einræðisherrar farið með völd. Skrúðgöngur hafi snúist um það að sýna fólki hverjir væru með vopnin og völdin. „Í þessu landi, gerum við það ekki,“ sagði Selva og sagði að herskrúðganga færi gegn anda Bandaríkjanna. Trump spurði Selva þá hissa, hvort hann væri mótfallinn skrúðgöngu. Því játaði herforinginn. „Það er eitthvað sem einræðisherrar gera,“ sagði hann. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Þetta mun Trump hafa sagt við John Kelly, starfsmannastjóra sinn og fyrrverandi herforingja, samkvæmt nýrri bók sem verið er að gefa út um forsetatíð Trumps, samkvæmt umfjöllun New Yorker þar sem hluti bókarinnar er birtur. Trump deildi iðulega við herforingja Bandaríkjanna, þrátt fyrir að vera með slíka í ríkisstjórn sinni og í Hvíta húsinu og þá helst Kelly og John Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra hans. Þá virðist forsetinn fyrrverandi enn bera kala til þeirra en í svari við fyrirspurn New Yorker sagði Trump að hann hefði fljótt áttað sig á því að þeir væru hæfileikalitlir og að hann hefði fljótt hætt að reiða sig á þá. Samkvæmt bókinni og umfjöllun New Yorker varð Trump einu sinni mjög reiður út í herforingjana og gargaði á Kelly: „Þið helvítis herforingjar, af hverju getið þið ekki verið eins og þýskir herforingjar?“ „Hvaða herforingjar?“ mun Kelly hafa spurt og svaraði Trump því að hann væri að tala um þýska herforingja í seinni heimsstyrjöldinni. „Þú veist að þeir reyndu að drepa Hitler þrisvar sinnum og tókst það næstum því,“ sagði Kelly þá. Það sagði Trump að væri ekki rétt. Herforingjar Hitlers hefðu fylgt öllum hans skipunum. Sumarið 2017, skömmu eftir að hann hafði sótt Emmanuel Macron, forseta Frakklands, heim og horft þar á umfangsmikla skrúðgöngu franska hersins, lýsti Trump því yfir að hann vildi halda eigin skrúðgöngu. Það voru herforingjar hans og varnarmálaráðherra þó ekki til í. „Ég myndi frekar kyngja sýru,“ sagði James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Trumps. Forsvarsmenn hersins sögðu meðal annars að það myndi kosta fúlgur fjár og stórskemma götur Washington DC. Auk þess væri engin hefði fyrir skrúðgöngum í Bandaríska hernum. Trump stóð þó á sínu og krafðist skrúðgöngu. Hann tók þó fram við Kelly að hann vildi ekki sjá særða hermenn í göngunni. Í frönsku skrúðgöngunni hefðu verið særðir uppgjafarhermenn í hjólastólum og það vildi Trump ekki sjá, því það myndi líta illa út fyrir hann. Á einum tímapunkti ræddi Trump mögulega skrúðgöngu við Paul Selva, herforingja í flugher Bandaríkjanna og varaformann herforingjaráðsins. Selva sagði Trump frá því að hann hefði alist upp í Portúgal og þar hefðu einræðisherrar farið með völd. Skrúðgöngur hafi snúist um það að sýna fólki hverjir væru með vopnin og völdin. „Í þessu landi, gerum við það ekki,“ sagði Selva og sagði að herskrúðganga færi gegn anda Bandaríkjanna. Trump spurði Selva þá hissa, hvort hann væri mótfallinn skrúðgöngu. Því játaði herforinginn. „Það er eitthvað sem einræðisherrar gera,“ sagði hann.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira