Vildi herforingja eins og Hitler Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2022 15:03 Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna árið 2018. Vinstra megin við hann er John Kelly, þáverandi starfsmannastjóri hans og fyrrverandi herforingi. Getty/Leon Neal Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. Þetta mun Trump hafa sagt við John Kelly, starfsmannastjóra sinn og fyrrverandi herforingja, samkvæmt nýrri bók sem verið er að gefa út um forsetatíð Trumps, samkvæmt umfjöllun New Yorker þar sem hluti bókarinnar er birtur. Trump deildi iðulega við herforingja Bandaríkjanna, þrátt fyrir að vera með slíka í ríkisstjórn sinni og í Hvíta húsinu og þá helst Kelly og John Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra hans. Þá virðist forsetinn fyrrverandi enn bera kala til þeirra en í svari við fyrirspurn New Yorker sagði Trump að hann hefði fljótt áttað sig á því að þeir væru hæfileikalitlir og að hann hefði fljótt hætt að reiða sig á þá. Samkvæmt bókinni og umfjöllun New Yorker varð Trump einu sinni mjög reiður út í herforingjana og gargaði á Kelly: „Þið helvítis herforingjar, af hverju getið þið ekki verið eins og þýskir herforingjar?“ „Hvaða herforingjar?“ mun Kelly hafa spurt og svaraði Trump því að hann væri að tala um þýska herforingja í seinni heimsstyrjöldinni. „Þú veist að þeir reyndu að drepa Hitler þrisvar sinnum og tókst það næstum því,“ sagði Kelly þá. Það sagði Trump að væri ekki rétt. Herforingjar Hitlers hefðu fylgt öllum hans skipunum. Sumarið 2017, skömmu eftir að hann hafði sótt Emmanuel Macron, forseta Frakklands, heim og horft þar á umfangsmikla skrúðgöngu franska hersins, lýsti Trump því yfir að hann vildi halda eigin skrúðgöngu. Það voru herforingjar hans og varnarmálaráðherra þó ekki til í. „Ég myndi frekar kyngja sýru,“ sagði James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Trumps. Forsvarsmenn hersins sögðu meðal annars að það myndi kosta fúlgur fjár og stórskemma götur Washington DC. Auk þess væri engin hefði fyrir skrúðgöngum í Bandaríska hernum. Trump stóð þó á sínu og krafðist skrúðgöngu. Hann tók þó fram við Kelly að hann vildi ekki sjá særða hermenn í göngunni. Í frönsku skrúðgöngunni hefðu verið særðir uppgjafarhermenn í hjólastólum og það vildi Trump ekki sjá, því það myndi líta illa út fyrir hann. Á einum tímapunkti ræddi Trump mögulega skrúðgöngu við Paul Selva, herforingja í flugher Bandaríkjanna og varaformann herforingjaráðsins. Selva sagði Trump frá því að hann hefði alist upp í Portúgal og þar hefðu einræðisherrar farið með völd. Skrúðgöngur hafi snúist um það að sýna fólki hverjir væru með vopnin og völdin. „Í þessu landi, gerum við það ekki,“ sagði Selva og sagði að herskrúðganga færi gegn anda Bandaríkjanna. Trump spurði Selva þá hissa, hvort hann væri mótfallinn skrúðgöngu. Því játaði herforinginn. „Það er eitthvað sem einræðisherrar gera,“ sagði hann. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Þetta mun Trump hafa sagt við John Kelly, starfsmannastjóra sinn og fyrrverandi herforingja, samkvæmt nýrri bók sem verið er að gefa út um forsetatíð Trumps, samkvæmt umfjöllun New Yorker þar sem hluti bókarinnar er birtur. Trump deildi iðulega við herforingja Bandaríkjanna, þrátt fyrir að vera með slíka í ríkisstjórn sinni og í Hvíta húsinu og þá helst Kelly og John Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra hans. Þá virðist forsetinn fyrrverandi enn bera kala til þeirra en í svari við fyrirspurn New Yorker sagði Trump að hann hefði fljótt áttað sig á því að þeir væru hæfileikalitlir og að hann hefði fljótt hætt að reiða sig á þá. Samkvæmt bókinni og umfjöllun New Yorker varð Trump einu sinni mjög reiður út í herforingjana og gargaði á Kelly: „Þið helvítis herforingjar, af hverju getið þið ekki verið eins og þýskir herforingjar?“ „Hvaða herforingjar?“ mun Kelly hafa spurt og svaraði Trump því að hann væri að tala um þýska herforingja í seinni heimsstyrjöldinni. „Þú veist að þeir reyndu að drepa Hitler þrisvar sinnum og tókst það næstum því,“ sagði Kelly þá. Það sagði Trump að væri ekki rétt. Herforingjar Hitlers hefðu fylgt öllum hans skipunum. Sumarið 2017, skömmu eftir að hann hafði sótt Emmanuel Macron, forseta Frakklands, heim og horft þar á umfangsmikla skrúðgöngu franska hersins, lýsti Trump því yfir að hann vildi halda eigin skrúðgöngu. Það voru herforingjar hans og varnarmálaráðherra þó ekki til í. „Ég myndi frekar kyngja sýru,“ sagði James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Trumps. Forsvarsmenn hersins sögðu meðal annars að það myndi kosta fúlgur fjár og stórskemma götur Washington DC. Auk þess væri engin hefði fyrir skrúðgöngum í Bandaríska hernum. Trump stóð þó á sínu og krafðist skrúðgöngu. Hann tók þó fram við Kelly að hann vildi ekki sjá særða hermenn í göngunni. Í frönsku skrúðgöngunni hefðu verið særðir uppgjafarhermenn í hjólastólum og það vildi Trump ekki sjá, því það myndi líta illa út fyrir hann. Á einum tímapunkti ræddi Trump mögulega skrúðgöngu við Paul Selva, herforingja í flugher Bandaríkjanna og varaformann herforingjaráðsins. Selva sagði Trump frá því að hann hefði alist upp í Portúgal og þar hefðu einræðisherrar farið með völd. Skrúðgöngur hafi snúist um það að sýna fólki hverjir væru með vopnin og völdin. „Í þessu landi, gerum við það ekki,“ sagði Selva og sagði að herskrúðganga færi gegn anda Bandaríkjanna. Trump spurði Selva þá hissa, hvort hann væri mótfallinn skrúðgöngu. Því játaði herforinginn. „Það er eitthvað sem einræðisherrar gera,“ sagði hann.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira