Vill fá að stinga á egg máva sem trufli svefnfrið og ráðist á Garðbæinga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2022 21:00 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. arnar halldórsson Garðabær mun fara markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum. Bæjarstjórinn vill fá leyfi til þess að stinga á mávaegg á friðlýstum svæðum en svefnvana íbúar kvarta undan stanslausu áreiti frá fuglunum. Mávar virðast til mikilla vandræða í Sjálandinu í Garðabæ en íbúar hafa kvartað undan fjölda máva. Þeir segja mávana trufla svefnfrið, ráðast á fólk og íbúar kalla eftir því að Garðabær grípi til aðgerða. Mávurinn er raunar til svo mikilla trafala að hann var sérstaklega tekinn fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær. Ástæðan var sú að Garðabær fór fram á það við Náttúrufræðistofnun að bærinn fengi leyfi til að fækka sílamáv með því að stinga á egg í Gálgahrauni, en svæðið þar er friðlýst. Stofnunin gaf ekki grænt ljóst á slíka undanþágu og þar með fær bærinn ekki að stinga á egg í hrauninu. „Í þessu tilviki virðast yfirvöld, það er að segja viðkomandi stofnanir, vera að hnekkja okkur á því að það sé ekki víst að þetta skili þeim árangri sem til er ætlast. Það er að segja að halda stofninum í skefjum, og við viljum endilega taka það samtal áfram því það er mikilvægt atriði fyrir íbúa Garðabæjar og höfuðborgarsvæðisins að mávi sé haldið í skefjum,“ sagði Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vill vernda aðra fuglastofna Bærinn sé reiðubúinn til að fara í rannsóknir með Náttúrufræðistofnun um mávastofninn og stofn mófugla sem verða fyrir barðinu á mávnum. Það má segja að einstakt samband hafi verið í gegnum tíðina á milli mávsins og bæjarins en í einu stuðningsmannalagi Stjörnunnar er sungið um mávinn sem hvetur liðið áfram. Hlusta má á lagið í sjónvarpsfréttinni. Þessi einstaka ást mávsins á Garðabæ virðist ekki endurgoldin en Almar segir fuglinn varg og því muni bærinn fara í það markvisst að stinga á egg á stöðum sem ekki eru friðlýstir. „Það er alveg klárt að við setjum upp áætlanir núna til þess að gera meira á þeim svæðum þar sem okkur er heimilt að gera það og svo höldum við áfram samtalinu við Náttúrufræðistofnun og aðra um það að geta gripið til ráðstafanna líka í friðlandinu.“ Almar Guðmundsson segir mávinn varg og vill vernda aðra stofna frá honum.arnar halldórsson Hann kallar eftir samtali við samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að við séum með samræmdar aðgerðir gagnvart ágangi máva því þeir eru auðvitað hrifnir af okkur í Garðabæ en þeir eru líka hrifnir af ýmsum öðrum og því er mikilvægt að bregðast við í samræmi við aðra.“ Garðabær Fuglar Dýr Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Mávar virðast til mikilla vandræða í Sjálandinu í Garðabæ en íbúar hafa kvartað undan fjölda máva. Þeir segja mávana trufla svefnfrið, ráðast á fólk og íbúar kalla eftir því að Garðabær grípi til aðgerða. Mávurinn er raunar til svo mikilla trafala að hann var sérstaklega tekinn fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær. Ástæðan var sú að Garðabær fór fram á það við Náttúrufræðistofnun að bærinn fengi leyfi til að fækka sílamáv með því að stinga á egg í Gálgahrauni, en svæðið þar er friðlýst. Stofnunin gaf ekki grænt ljóst á slíka undanþágu og þar með fær bærinn ekki að stinga á egg í hrauninu. „Í þessu tilviki virðast yfirvöld, það er að segja viðkomandi stofnanir, vera að hnekkja okkur á því að það sé ekki víst að þetta skili þeim árangri sem til er ætlast. Það er að segja að halda stofninum í skefjum, og við viljum endilega taka það samtal áfram því það er mikilvægt atriði fyrir íbúa Garðabæjar og höfuðborgarsvæðisins að mávi sé haldið í skefjum,“ sagði Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vill vernda aðra fuglastofna Bærinn sé reiðubúinn til að fara í rannsóknir með Náttúrufræðistofnun um mávastofninn og stofn mófugla sem verða fyrir barðinu á mávnum. Það má segja að einstakt samband hafi verið í gegnum tíðina á milli mávsins og bæjarins en í einu stuðningsmannalagi Stjörnunnar er sungið um mávinn sem hvetur liðið áfram. Hlusta má á lagið í sjónvarpsfréttinni. Þessi einstaka ást mávsins á Garðabæ virðist ekki endurgoldin en Almar segir fuglinn varg og því muni bærinn fara í það markvisst að stinga á egg á stöðum sem ekki eru friðlýstir. „Það er alveg klárt að við setjum upp áætlanir núna til þess að gera meira á þeim svæðum þar sem okkur er heimilt að gera það og svo höldum við áfram samtalinu við Náttúrufræðistofnun og aðra um það að geta gripið til ráðstafanna líka í friðlandinu.“ Almar Guðmundsson segir mávinn varg og vill vernda aðra stofna frá honum.arnar halldórsson Hann kallar eftir samtali við samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að við séum með samræmdar aðgerðir gagnvart ágangi máva því þeir eru auðvitað hrifnir af okkur í Garðabæ en þeir eru líka hrifnir af ýmsum öðrum og því er mikilvægt að bregðast við í samræmi við aðra.“
Garðabær Fuglar Dýr Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira