Tímaspursmál hvenær hraun rennur suður úr Meradölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 11:40 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/vilhelm Hraun er enn ekki farið að flæða úr Meradölum en jarðeðlisfræðingur segir tímaspursmál hvenær það gerist. Þá muni hraunið renna í átt að Suðurstrandavegi, rúmlega fjögurra kílómetra leið. Greint var frá því í gær að lítið vantaði upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en það hafi hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Engin merki sáust um hreyfingu á hraunjaðrinum í gærkvöldi og skrifaði Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands á Facebook í morgun að möguleiki sé á að sá hraunjaðar sé orðinn óvirkur og virknin færist annað. Þannig gæti hraunið beinst til norðurs eða suðurs í Meradölum sjálfum og þannig tafið hraunrennsli út um skarðið sjálft. „Það er alltaf að stækka hraunið svona heldur að stækka og þykkna. Í gærkvöldi og nótt var aðeins að renna til norðurs út úr hrauntjörninni. Það hafði ekki gert það í nokkra daga en viðbúið að það myndi gera það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Rúmir fjórir kílómetrar að Suðurstrandavegi Óvíst sé hvenær hraunið renni út úr Meradölum en vel geti verið að það muni byggjast upp í nokkra daga áður en það gerist. „Ef þetta heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur þá kemur að því innan langs tíma að það renni út úr dölunum.“ Hraunið hefur runnið um 1,7 kílómetra frá gosstöðvunum að skarðinu. Ef hraun renni út um skarðið muni það renna út og til suðurs yfir nokkuð flatlent svæði. Þar séu um 4,3 kílómetrar niður að Suðurstrandavegi og um 5,5 kílómetrar að sjó. Til samanburðar rann hraunið í eldgosinu í fyrra mest 3,5 kílómetra. Haldi gosið áfram uppteknum hætti muni það renna út úr Meradölum í átt að Suðurstrandavegi. „Hversu langan tíma það tekur fyrir hraunið að komast, ef við segjum að það haldi áfram í töluverðan tíma, að komast niður á strönd. Það eru mjög margir þættir sem geta haft áhrif á það,“ segir Magnús. „Ein sviðsmyndin og sú versta er sú að gosið sé mjög stöðugt og það fari fljótlega í gegn um skarðið og leiti svo til suðurs og sé þá ekki útilokað að það geti komið niður eftir, eftir tvær vikur. Miðað við hvernig hitt hraunið hegðaði sér þá er líklegra að tíminn sé nú lengri.“ Hraunrennslið stöðugt Líklegt sé að þessi versta sviðsmynd verði að veruleika þar sem landið halli þannig. Spurningin sé hvernig gosið hegðar sér. „Ef það verður óstöðugt þá byggjast ekki upp með sama hætti pípulagnir inni í því sem flytja kvikuna að jaðrinum. Þá kólnar hraunið ekki á leiðinni heldur nær að jaðrinum og leitar þannig áfram. Það eru hraun á Reykjanesskaga sem hafa runnið býsna langt þó þau séu ekkert mjög stór,“ segir Magnús. „Hinn möguleikinn er að það verði óstöðugt, það slokkni og kvikni á því á víxl eins og gerðist í fyrra og þá þarf allt að byrja upp á nýtt. Þá rennur hraunið á yfirborðinu og þá fer það ekki mjög langt. Hvorn veginn þetta fer er ómögulegt að segja en hraunrennslið er búið að vera stöðugt að því er virðist, það sem af er, og við verðum bara að sjá hvernig fram vindur.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19 Engin breyting á gosinu og meinlaust veður fyrri hluta dags Engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum og álitlegra veður verður á svæðinu í dag en hann rignir með kvöldinu. 11. ágúst 2022 07:05 Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að lítið vantaði upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en það hafi hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Engin merki sáust um hreyfingu á hraunjaðrinum í gærkvöldi og skrifaði Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands á Facebook í morgun að möguleiki sé á að sá hraunjaðar sé orðinn óvirkur og virknin færist annað. Þannig gæti hraunið beinst til norðurs eða suðurs í Meradölum sjálfum og þannig tafið hraunrennsli út um skarðið sjálft. „Það er alltaf að stækka hraunið svona heldur að stækka og þykkna. Í gærkvöldi og nótt var aðeins að renna til norðurs út úr hrauntjörninni. Það hafði ekki gert það í nokkra daga en viðbúið að það myndi gera það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Rúmir fjórir kílómetrar að Suðurstrandavegi Óvíst sé hvenær hraunið renni út úr Meradölum en vel geti verið að það muni byggjast upp í nokkra daga áður en það gerist. „Ef þetta heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur þá kemur að því innan langs tíma að það renni út úr dölunum.“ Hraunið hefur runnið um 1,7 kílómetra frá gosstöðvunum að skarðinu. Ef hraun renni út um skarðið muni það renna út og til suðurs yfir nokkuð flatlent svæði. Þar séu um 4,3 kílómetrar niður að Suðurstrandavegi og um 5,5 kílómetrar að sjó. Til samanburðar rann hraunið í eldgosinu í fyrra mest 3,5 kílómetra. Haldi gosið áfram uppteknum hætti muni það renna út úr Meradölum í átt að Suðurstrandavegi. „Hversu langan tíma það tekur fyrir hraunið að komast, ef við segjum að það haldi áfram í töluverðan tíma, að komast niður á strönd. Það eru mjög margir þættir sem geta haft áhrif á það,“ segir Magnús. „Ein sviðsmyndin og sú versta er sú að gosið sé mjög stöðugt og það fari fljótlega í gegn um skarðið og leiti svo til suðurs og sé þá ekki útilokað að það geti komið niður eftir, eftir tvær vikur. Miðað við hvernig hitt hraunið hegðaði sér þá er líklegra að tíminn sé nú lengri.“ Hraunrennslið stöðugt Líklegt sé að þessi versta sviðsmynd verði að veruleika þar sem landið halli þannig. Spurningin sé hvernig gosið hegðar sér. „Ef það verður óstöðugt þá byggjast ekki upp með sama hætti pípulagnir inni í því sem flytja kvikuna að jaðrinum. Þá kólnar hraunið ekki á leiðinni heldur nær að jaðrinum og leitar þannig áfram. Það eru hraun á Reykjanesskaga sem hafa runnið býsna langt þó þau séu ekkert mjög stór,“ segir Magnús. „Hinn möguleikinn er að það verði óstöðugt, það slokkni og kvikni á því á víxl eins og gerðist í fyrra og þá þarf allt að byrja upp á nýtt. Þá rennur hraunið á yfirborðinu og þá fer það ekki mjög langt. Hvorn veginn þetta fer er ómögulegt að segja en hraunrennslið er búið að vera stöðugt að því er virðist, það sem af er, og við verðum bara að sjá hvernig fram vindur.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19 Engin breyting á gosinu og meinlaust veður fyrri hluta dags Engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum og álitlegra veður verður á svæðinu í dag en hann rignir með kvöldinu. 11. ágúst 2022 07:05 Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19
Engin breyting á gosinu og meinlaust veður fyrri hluta dags Engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum og álitlegra veður verður á svæðinu í dag en hann rignir með kvöldinu. 11. ágúst 2022 07:05
Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31