Samstarfslína Ganni og 66°Norður sýnd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn Elísabet Hanna skrifar 12. ágúst 2022 11:00 Samstarfið kom gestum tískusýningarinnar skemmtilega á óvart. Simon Birk Samstarf 66°Norður og GANNI ætlaði að gera allt vitlaust í tískuheiminum í gær þegar þau afhjúpuðu samstarfslínuna á tískvikunni í Kaupmannahöfn. Þetta er í þriðja skiptið sem merkin vinna að samstarfsverkefni og er línan hluti af SS23 sýningu GANNI. Kom á óvart Sýning GANNI fór fram í gærkvöldi og hafa margir tískugúrúar kallað merkið hið skandinavíska Gucci. Öllum að óvöru birtist samstarfslína merkisins við íslenska merkið á tískupöllunum. Vörurnar eru framleiddar úr tæknilegum afgangsefnum úr verksmiðjum 66°Norður og endurunnum efnum. Simon Birk Þriðja samstarfið Fyrrum samstarfslínur merkjanna á árunum 2018 og 2019 nutu velgengni og byggir hönnunin áfram á Kaupmannahafnarstíl GANNI og íslenskri arfleifð og þekkingu 66°Norður á framleiðslu á útivistarfatnaði. „Við höfum náð að byggja upp náið samstarf, við erum eins og ein stór fjölskylda þegar við vinnum saman,“ segir Bjarney Harðardóttir, framkvæmdastjóri hjá 66°Norður. Innblástur frá Íslandi Innblásturinn í hönnuninni byggir á Kríu línunni sem 66°Norður framleiðir ásamt áherslum GANNI á fatnað fyrir daglegt líf í Kaupmannahöfn. Litavalið er undir áhrifum frá Íslandi en þar má finna skæra liti eins og gulan, grænan, túrkísbláan sem er skírskotun í norðurljósin og íslenska náttúru. Samstarfslínan er framleidd í takmörkuðu upplagi og samanstendur af buxum, vesti, húfu og tveimur neoshell jökkum. Simon Birk Stolt af samstarfinu „Ég er mjög stolt af því að vinna með 66°Norður að þriðju samstarfslínunni, Þau framleiða bestu skjólflíkurnar sem þú getur notað við öll tilefni. Því meira sem við vinnum saman, því meira lærum við hvert af öðru og sköpum traust til að gera tilraunir við þróun og framleiðslu. Samstarfið okkar er einstakt, ég elska litina sem eru innblásnir af Íslandi, einum fallegasta stað jarðar. Ég get ekki beðið eftir því að sýna flíkurnar á SS23 sýningunni okkar,“ segir Ditte Reffstrup sem er listrænn stjórnandi merkisins GANNI. Hér að neðan má sjá sýninguna í heild sinni: Tíska og hönnun Tengdar fréttir Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi. 10. ágúst 2022 13:01 Samstarf 66°Norður og Fléttu, Erm og Valdísar Steinarsdóttur öll til sýnis á einum stað Það var mikið stuð og mikil stemning í verslun 66°Norður á Laugavegi en þar voru í gangi þrjár sýningar samtímis. 7. maí 2022 07:15 Lóa frá 66°Norður til Good Good Good Good hefur ráðið Lóu Fatou Einarsdóttur sem forstöðumann rekstrarsviðs í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. 23. mars 2022 13:49 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Kom á óvart Sýning GANNI fór fram í gærkvöldi og hafa margir tískugúrúar kallað merkið hið skandinavíska Gucci. Öllum að óvöru birtist samstarfslína merkisins við íslenska merkið á tískupöllunum. Vörurnar eru framleiddar úr tæknilegum afgangsefnum úr verksmiðjum 66°Norður og endurunnum efnum. Simon Birk Þriðja samstarfið Fyrrum samstarfslínur merkjanna á árunum 2018 og 2019 nutu velgengni og byggir hönnunin áfram á Kaupmannahafnarstíl GANNI og íslenskri arfleifð og þekkingu 66°Norður á framleiðslu á útivistarfatnaði. „Við höfum náð að byggja upp náið samstarf, við erum eins og ein stór fjölskylda þegar við vinnum saman,“ segir Bjarney Harðardóttir, framkvæmdastjóri hjá 66°Norður. Innblástur frá Íslandi Innblásturinn í hönnuninni byggir á Kríu línunni sem 66°Norður framleiðir ásamt áherslum GANNI á fatnað fyrir daglegt líf í Kaupmannahöfn. Litavalið er undir áhrifum frá Íslandi en þar má finna skæra liti eins og gulan, grænan, túrkísbláan sem er skírskotun í norðurljósin og íslenska náttúru. Samstarfslínan er framleidd í takmörkuðu upplagi og samanstendur af buxum, vesti, húfu og tveimur neoshell jökkum. Simon Birk Stolt af samstarfinu „Ég er mjög stolt af því að vinna með 66°Norður að þriðju samstarfslínunni, Þau framleiða bestu skjólflíkurnar sem þú getur notað við öll tilefni. Því meira sem við vinnum saman, því meira lærum við hvert af öðru og sköpum traust til að gera tilraunir við þróun og framleiðslu. Samstarfið okkar er einstakt, ég elska litina sem eru innblásnir af Íslandi, einum fallegasta stað jarðar. Ég get ekki beðið eftir því að sýna flíkurnar á SS23 sýningunni okkar,“ segir Ditte Reffstrup sem er listrænn stjórnandi merkisins GANNI. Hér að neðan má sjá sýninguna í heild sinni:
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi. 10. ágúst 2022 13:01 Samstarf 66°Norður og Fléttu, Erm og Valdísar Steinarsdóttur öll til sýnis á einum stað Það var mikið stuð og mikil stemning í verslun 66°Norður á Laugavegi en þar voru í gangi þrjár sýningar samtímis. 7. maí 2022 07:15 Lóa frá 66°Norður til Good Good Good Good hefur ráðið Lóu Fatou Einarsdóttur sem forstöðumann rekstrarsviðs í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. 23. mars 2022 13:49 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi. 10. ágúst 2022 13:01
Samstarf 66°Norður og Fléttu, Erm og Valdísar Steinarsdóttur öll til sýnis á einum stað Það var mikið stuð og mikil stemning í verslun 66°Norður á Laugavegi en þar voru í gangi þrjár sýningar samtímis. 7. maí 2022 07:15
Lóa frá 66°Norður til Good Good Good Good hefur ráðið Lóu Fatou Einarsdóttur sem forstöðumann rekstrarsviðs í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. 23. mars 2022 13:49