Virðast hafa komið hingað til lands einungis til að svíkja fé Bjarki Sigurðsson skrifar 11. ágúst 2022 17:20 Glæpamennirnir settu upp falska síðu til þess að plata fólk í að gefa þeim kortaupplýsingarnar sínar. Vísir/Vilhelm Rannsókn lögreglu á fjársvikamáli sem viðskiptavinir Landsbankans urðu fyrir í síðasta mánuði miðar vel. Talið er að hópur brotamanna hafi verið að verki en framkvæmdar hafa verið bæði handtökur og húsleitir við rannsóknina. Í lok júlí sendi Landsbankinn frá sér tilkynningu þar sem viðskiptavinir voru varaðir við svikasíðu sem sett hafði verið upp til þess að reyna að svíkja fé úr fólki. Fólk hélt að það væri að skrá sig inn á heimabankann sinn en var í raun að senda notendaupplýsingar sínar til svikahrappanna. Lögreglan hefur rannsakað málin síðustu vikur en sakborningarnir í málinu virðast hafa komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr fólki. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni virðast sakborningarnir hafa sérhæfingu í netfjársvikum og peningaþvætti. Einn sakborninganna sat í gæsluvarðhaldi í tæpan hálfan mánuð vegna rannsóknarhagsmuna en sá er nú laus úr haldi. Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Í tilkynningu á vef Landsbankans sem birt var í kvöld segir að svikahrapparnir hafi keypt lén sem líkist léni Landsbankans, til dæmis Landsbankinn.co í staðinn fyrir Landsbankinn.is. Þá hafi þeir keypt auglýsingar hjá Google sem olli því að þegar fólk sló nafn bankans inn í leitarvef Google þá kom auglýsta síðan upp en ekki sú rétta. „Við mælum eindregið með að viðskiptavinir tengist ávallt netbankanum beint í gegnum vef bankans, með því að slá inn landsbankinn.is. Kjósi fólk að nota leitarvélar er afar mikilvægt að vera viss um að slóðin sé örugglega rétt, og í okkar tilfelli er það landsbankinn.is,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu bankans í síðustu viku var þetta ítrekað: Aldrei samþykkja innskráningu, millifærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Ekki samþykkja innskráningu með rafrænum skilríkjum nema þú sért í raun og veru að nota þau til að skrá þig inn. Óvíst er hvort hægt sé að endurheimta fé sem tapast með þessum hætti og þá getur þú setið uppi með tjónið. Við sendum þér aldrei hlekki sem leiða þig inn á innskráningarsíðu netbankans eða appsins. Farðu alltaf inn á vefinn okkar eftir hefðbundinni leið – www.landsbankinn.is – til að skrá þig inn í netbankann. Viðskiptavinir sem hafa skráð inn upplýsingar á svikasíðu þurfa strax að skipta um lykilorð inn í netbankann/appið og leyninúmer á reikningum. Við mælum með að þú kynnir þér netöryggismál og varnir gegn netsvikum á landsbankinn.is/netoryggi. Verði fólk fyrir slíkum svikum skuli það: Hafðu samband við okkur sem fyrst í síma 410 4000, með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is eða á netspjalli. Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið getur þú fryst það strax í Landsbankaappinu. Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Neyðarnúmer Valitors, sem gefur út Visa-kort, er 525 2000. Þú getur tilkynnt lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is. Fréttin var uppfærð klukkan 18:50. Lögreglumál Íslenskir bankar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Í lok júlí sendi Landsbankinn frá sér tilkynningu þar sem viðskiptavinir voru varaðir við svikasíðu sem sett hafði verið upp til þess að reyna að svíkja fé úr fólki. Fólk hélt að það væri að skrá sig inn á heimabankann sinn en var í raun að senda notendaupplýsingar sínar til svikahrappanna. Lögreglan hefur rannsakað málin síðustu vikur en sakborningarnir í málinu virðast hafa komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr fólki. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni virðast sakborningarnir hafa sérhæfingu í netfjársvikum og peningaþvætti. Einn sakborninganna sat í gæsluvarðhaldi í tæpan hálfan mánuð vegna rannsóknarhagsmuna en sá er nú laus úr haldi. Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Í tilkynningu á vef Landsbankans sem birt var í kvöld segir að svikahrapparnir hafi keypt lén sem líkist léni Landsbankans, til dæmis Landsbankinn.co í staðinn fyrir Landsbankinn.is. Þá hafi þeir keypt auglýsingar hjá Google sem olli því að þegar fólk sló nafn bankans inn í leitarvef Google þá kom auglýsta síðan upp en ekki sú rétta. „Við mælum eindregið með að viðskiptavinir tengist ávallt netbankanum beint í gegnum vef bankans, með því að slá inn landsbankinn.is. Kjósi fólk að nota leitarvélar er afar mikilvægt að vera viss um að slóðin sé örugglega rétt, og í okkar tilfelli er það landsbankinn.is,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu bankans í síðustu viku var þetta ítrekað: Aldrei samþykkja innskráningu, millifærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Ekki samþykkja innskráningu með rafrænum skilríkjum nema þú sért í raun og veru að nota þau til að skrá þig inn. Óvíst er hvort hægt sé að endurheimta fé sem tapast með þessum hætti og þá getur þú setið uppi með tjónið. Við sendum þér aldrei hlekki sem leiða þig inn á innskráningarsíðu netbankans eða appsins. Farðu alltaf inn á vefinn okkar eftir hefðbundinni leið – www.landsbankinn.is – til að skrá þig inn í netbankann. Viðskiptavinir sem hafa skráð inn upplýsingar á svikasíðu þurfa strax að skipta um lykilorð inn í netbankann/appið og leyninúmer á reikningum. Við mælum með að þú kynnir þér netöryggismál og varnir gegn netsvikum á landsbankinn.is/netoryggi. Verði fólk fyrir slíkum svikum skuli það: Hafðu samband við okkur sem fyrst í síma 410 4000, með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is eða á netspjalli. Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið getur þú fryst það strax í Landsbankaappinu. Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Neyðarnúmer Valitors, sem gefur út Visa-kort, er 525 2000. Þú getur tilkynnt lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is. Fréttin var uppfærð klukkan 18:50.
Aldrei samþykkja innskráningu, millifærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Ekki samþykkja innskráningu með rafrænum skilríkjum nema þú sért í raun og veru að nota þau til að skrá þig inn. Óvíst er hvort hægt sé að endurheimta fé sem tapast með þessum hætti og þá getur þú setið uppi með tjónið. Við sendum þér aldrei hlekki sem leiða þig inn á innskráningarsíðu netbankans eða appsins. Farðu alltaf inn á vefinn okkar eftir hefðbundinni leið – www.landsbankinn.is – til að skrá þig inn í netbankann. Viðskiptavinir sem hafa skráð inn upplýsingar á svikasíðu þurfa strax að skipta um lykilorð inn í netbankann/appið og leyninúmer á reikningum. Við mælum með að þú kynnir þér netöryggismál og varnir gegn netsvikum á landsbankinn.is/netoryggi. Verði fólk fyrir slíkum svikum skuli það: Hafðu samband við okkur sem fyrst í síma 410 4000, með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is eða á netspjalli. Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið getur þú fryst það strax í Landsbankaappinu. Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Neyðarnúmer Valitors, sem gefur út Visa-kort, er 525 2000. Þú getur tilkynnt lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is.
Lögreglumál Íslenskir bankar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira