„Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. ágúst 2022 14:01 Þórður Snær er ritstjóri Kjarnans. Vísir/Egill Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um. Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans. Í gær var hann yfirheyrður af lögreglunni á Norðurlandi eystra, líkt og til hefur staðið síðan í febrúar, þegar hann og þrír aðrir blaðamenn voru boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu í tengslum við umfjöllun sína um skæruliðadeild Samherja. Hinir þrír eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans. Sá síðastnefndi fór einnig í yfirheyrslu í gær. Í greinargerð lögreglunnar í tengslum við málið kom fram að blaðamennirnir væru grunaðir um að hafa afritað og dreift kynferðislegu myndefni af Páli Steingrímssyni skipstjóra, en gögnin sem umfjöllun blaðamannanna byggði á voru meðal annars fengin úr síma hans. „Í þessari yfirheyrslu sem var stutt og laggóð, var ekkert spurt um slíkt efni, eða dreifingu á því. Þetta voru spurningar sem snerust um það að reyna að komast að því hverjir heimildamenn fjölmiðla, í þeirri umfjöllun sem við réðumst í í maí í fyrra, voru. Sem við svöruðum að sjálfsögðu ekki, vegna þess að 25. grein laga um fjölmiðla segir það mjög skýrt að vernd heimildamanna er algjör,“ segir Þórður Snær í samtali við fréttastofu. Rannsóknin snúist um fréttir Þórður segist því telja að meint dreifing og varsla kynferðislegs myndefnis sé ekki lengur sakarefni í málinu, og bendir á að almennt séu sakborningar spurðir út í það sem þeim er gefið að sök, þegar þeir eru yfirheyrðir. Þá hafi lögregla viljað fá upplýsingar um hvernig ákvarðanir eru teknar innan ritstjórna um hvaða efni eigi að fjalla, og hvað eigi erindi við almenning. „Þannig að það er algjörlega skýrt að rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra snýst fyrst og síðast um það að við höfum skrifað fréttir og hvort það sé tilhlýðilegt og í samræmi við lög að fréttir um það sem við skrifuðum, og byggt á þeim gögnum sem við skrifuðum þær upp úr, séu birtar og lagðar fyrir almenning.“ Þungbært að sitja undir ásökunum Þórður Snær er ekki í vafa um að sú umfjöllun sem undir er í rannsókninni hafi átt erindi við almenning. Hann telji að með rannsókninni sé verið að reyna að hefta tjáningarfrelsi fjölmiðla. Hann telur einnig að fallið verði frá málinu, en segir þungbært að sitja undir ásökunum sem fram hafa komið. „Þess vegna væri ákaflega eftirsóknarvert ef lögreglan myndi ljúka þessari rannsókn sinni gagnvart okkur sem allra fyrst og komast að niðurstöðu, hvorn veginn sem hún er. Vegna þess að ég er í engum vafa um að ég braut engin lög, og það gerðu kollegar mínir ekki heldur.“ Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. 11. ágúst 2022 18:17 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans. Í gær var hann yfirheyrður af lögreglunni á Norðurlandi eystra, líkt og til hefur staðið síðan í febrúar, þegar hann og þrír aðrir blaðamenn voru boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu í tengslum við umfjöllun sína um skæruliðadeild Samherja. Hinir þrír eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans. Sá síðastnefndi fór einnig í yfirheyrslu í gær. Í greinargerð lögreglunnar í tengslum við málið kom fram að blaðamennirnir væru grunaðir um að hafa afritað og dreift kynferðislegu myndefni af Páli Steingrímssyni skipstjóra, en gögnin sem umfjöllun blaðamannanna byggði á voru meðal annars fengin úr síma hans. „Í þessari yfirheyrslu sem var stutt og laggóð, var ekkert spurt um slíkt efni, eða dreifingu á því. Þetta voru spurningar sem snerust um það að reyna að komast að því hverjir heimildamenn fjölmiðla, í þeirri umfjöllun sem við réðumst í í maí í fyrra, voru. Sem við svöruðum að sjálfsögðu ekki, vegna þess að 25. grein laga um fjölmiðla segir það mjög skýrt að vernd heimildamanna er algjör,“ segir Þórður Snær í samtali við fréttastofu. Rannsóknin snúist um fréttir Þórður segist því telja að meint dreifing og varsla kynferðislegs myndefnis sé ekki lengur sakarefni í málinu, og bendir á að almennt séu sakborningar spurðir út í það sem þeim er gefið að sök, þegar þeir eru yfirheyrðir. Þá hafi lögregla viljað fá upplýsingar um hvernig ákvarðanir eru teknar innan ritstjórna um hvaða efni eigi að fjalla, og hvað eigi erindi við almenning. „Þannig að það er algjörlega skýrt að rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra snýst fyrst og síðast um það að við höfum skrifað fréttir og hvort það sé tilhlýðilegt og í samræmi við lög að fréttir um það sem við skrifuðum, og byggt á þeim gögnum sem við skrifuðum þær upp úr, séu birtar og lagðar fyrir almenning.“ Þungbært að sitja undir ásökunum Þórður Snær er ekki í vafa um að sú umfjöllun sem undir er í rannsókninni hafi átt erindi við almenning. Hann telji að með rannsókninni sé verið að reyna að hefta tjáningarfrelsi fjölmiðla. Hann telur einnig að fallið verði frá málinu, en segir þungbært að sitja undir ásökunum sem fram hafa komið. „Þess vegna væri ákaflega eftirsóknarvert ef lögreglan myndi ljúka þessari rannsókn sinni gagnvart okkur sem allra fyrst og komast að niðurstöðu, hvorn veginn sem hún er. Vegna þess að ég er í engum vafa um að ég braut engin lög, og það gerðu kollegar mínir ekki heldur.“
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. 11. ágúst 2022 18:17 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. 11. ágúst 2022 18:17