Sjónvarpsstöðin Comedy Central staðfesti andlát Ray og deildi minningarorðum um hann á Twitter.
Að sögn lögreglu lést Ray í heimahúsi í Rancho Mirage í Riverside-sýslu í Kaliforníu. Ekki er enn vitað hver dánarorsök hans var en samkvæmt Brandi Swan, fógeta í Riverside-sýslu, er verið að rannsaka andlátið.
Theodore Brown, eða Teddy Ray, vakti fyrst athygli fyrir nokkrum árum á Youtube þar sem hann varð að eins konar internet-persónu. Þaðan óx stjarna hans og hafði hann getið sér gott orð sem uppistandari undanfarin ár. Fyrir skömmu fékk hann svo hlutverk í grínþáttunum Wild-n-out sem eru sýndir á MTV.
Teddy Ray was a hilarious and beloved performer. He ll be deeply missed by the entire comedy community. pic.twitter.com/45xrqIL4QM
— comedycentral (@ComedyCentral) August 13, 2022
Fjöldi aðdáenda hafa vottað Ray virðingu á samfélagsmiðlum og ýmsir kollegar Ray skrifað minningarorð um hann. Þar á meðal grínistarnir Katt Williams og Issa Rae.