„Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 12:00 Hnífaárásin átti sér stað á Ingólfstorgi. Vísir/Vilhelm Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. Drengurinn sem er sextán ára var staddur á Ingólfstorgi síðasta laugardagskvöld ásamt vinum sínum þegar þrír unglingspiltar hrópuðu að þeim ókvæðisorðum að sögn móður drengsins sem vill ekki láta nafn síns getið vegna stöðu málsins. Hann og vinir hans hafi svarað en þá hafi unglingspiltarnir ráðist á þá af tilefnislausu. Tilefnislaus hnífaárás Hún segir að sonur hennar hafi fengið hnífsstungu í bakið í árásinni. Hann hafi flúið af vettvangi og svo lagst í jörðina. Þar hafi hann komist að því að hann hafði verið stunginn í bakið. Vegfarendur hafi kallað á sjúkrabíl enda hafi blætt talsvert úr sárinu sem hafi svo verið saumað saman á gjörgæslu þar sem hann þurfti blóðgjöf vegna blóðmissis. Hefði getað endað verr Hún segir að líðan sonar hennar sé góð miðað við aðstæður. Hann hafi verið mjög heppinn og var útskrifaður af Barnaspítala Hringsins í gær. Stungan hafi verið nálægt nýrum, mænu og taugum og því ljóst að verr hefði getað farið. Í fyrsta skipti í miðbænum að kvöldi til Móðir drengsins segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem sonur hennar fór ásamt vinum sínum, án forráðamanna niður í bæ að helgi til. Þetta sé mikið áfall en drengurinn beri sig furðu vel. Árásin verði kærð. Hún segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. Einhverjir komið við sögu hjá lögreglu áður Í gær kom fram að þremur unglingspiltum sem voru handteknir vegna málsins, hafi verið sleppt eftir yfirheyrslu lögreglu en rannsókn er í fullum gangi. Drengirnir eru allir undir eða rétt yfir lögaldri. Einhverjir þeirra hafa áður komið við sögu hjá lögreglu samkvæmt upplýsingum þaðan. Aukinn vopnaburður Lögreglan hefur áhyggjur af auknum vopnaburði í miðbænum en tvöfalt fleiri útköll hafa verið hjá sérsveit vegna slíkra mála fyrstu sex mánuði ársins en árið 2017. Þá er langalgengast að eggvopn séu notuð í slíkum málum eða í um sex af hverjum tíu tilvikum. Sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra biðlaði til fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bera alls ekki á sér vopn. Ofbeldi gegn börnum Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29 Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður. 13. ágúst 2022 15:57 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Drengurinn sem er sextán ára var staddur á Ingólfstorgi síðasta laugardagskvöld ásamt vinum sínum þegar þrír unglingspiltar hrópuðu að þeim ókvæðisorðum að sögn móður drengsins sem vill ekki láta nafn síns getið vegna stöðu málsins. Hann og vinir hans hafi svarað en þá hafi unglingspiltarnir ráðist á þá af tilefnislausu. Tilefnislaus hnífaárás Hún segir að sonur hennar hafi fengið hnífsstungu í bakið í árásinni. Hann hafi flúið af vettvangi og svo lagst í jörðina. Þar hafi hann komist að því að hann hafði verið stunginn í bakið. Vegfarendur hafi kallað á sjúkrabíl enda hafi blætt talsvert úr sárinu sem hafi svo verið saumað saman á gjörgæslu þar sem hann þurfti blóðgjöf vegna blóðmissis. Hefði getað endað verr Hún segir að líðan sonar hennar sé góð miðað við aðstæður. Hann hafi verið mjög heppinn og var útskrifaður af Barnaspítala Hringsins í gær. Stungan hafi verið nálægt nýrum, mænu og taugum og því ljóst að verr hefði getað farið. Í fyrsta skipti í miðbænum að kvöldi til Móðir drengsins segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem sonur hennar fór ásamt vinum sínum, án forráðamanna niður í bæ að helgi til. Þetta sé mikið áfall en drengurinn beri sig furðu vel. Árásin verði kærð. Hún segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. Einhverjir komið við sögu hjá lögreglu áður Í gær kom fram að þremur unglingspiltum sem voru handteknir vegna málsins, hafi verið sleppt eftir yfirheyrslu lögreglu en rannsókn er í fullum gangi. Drengirnir eru allir undir eða rétt yfir lögaldri. Einhverjir þeirra hafa áður komið við sögu hjá lögreglu samkvæmt upplýsingum þaðan. Aukinn vopnaburður Lögreglan hefur áhyggjur af auknum vopnaburði í miðbænum en tvöfalt fleiri útköll hafa verið hjá sérsveit vegna slíkra mála fyrstu sex mánuði ársins en árið 2017. Þá er langalgengast að eggvopn séu notuð í slíkum málum eða í um sex af hverjum tíu tilvikum. Sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra biðlaði til fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bera alls ekki á sér vopn.
Ofbeldi gegn börnum Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29 Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður. 13. ágúst 2022 15:57 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29
Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður. 13. ágúst 2022 15:57