Hlaupa til styrktar sjö ára stúlku sem slasaðist í hoppukastalaslysinu Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2022 19:29 Hannes Þór Halldórsson er einn þeirra fjölmörgu sem ætla að hlaupa til styrktar Klöru. Aðsend Áfram Klara er nýstofnað góðgerðarfélag sem ætlað er að styðja við bakið á Klöru, sjö ára stúlku sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar. 29 níu manns hafa skráð sig til að hlaupa fyrir styrkjum henni til handa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri í byrjun júní í fyrra. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Klara, sem þá var sex ára, endaði á gjörgæslu. Í fréttatilkynningu frá góðgerðarfélaginu segir að síðastliðið ár hafi reynt mikið á Klöru og fjölskyldu hennar. Hún varð fyrir miklum heilaáverka í slysinu sem gerið það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt. Á þessu heila ári hefur hreyfigeta hennar tekið litlum og hægum framförum dag hvern og það sama má segja um minnið en því miður sjá læknar ekki fram á að hún nái fullri endurheimt. „Það er gott og í raun nauðsynlegt að eiga góða að en alls 29 hlauparar hafa nú skráð sig til að hlaupa fyrir styrkjum henni til handa,“ segir i tilkynningu. Meðal hlaupara eru leikstjórinn og landsliðsmarkmaðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Una Margrét Lyngdal Reynisdóttir, fyrrverandi Inspector Scholae Menntaskólans í Reykjavík og frænka Klöru litlu. Sá sem safnaði mestu í fyrra hleypur fyrir Klöru Þá er Fannar Guðmundsson einnig meðal þeirra sem hlaupa til styrktar Klöru. Í fyrra hljóp hann til styrktar vökudeild Barnaspítala Hringsins. Sonur hans, Theodór Máni heitinn, lést í október í fyrra rúmlega eins árs gamall eftir erfiða baráttu við alvarlegan erfðasjúkdóm. Enginn safnaði meiri pening en Fannar Guðmundsson í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra.Aðsend Fannar hafði að markmiði að safna einni milljón króna fyrir vökudeildina en gerði gott betur en það og safnaði mest allra hlaupara á Hlaupastyrk árið 2021, eða alls 3.360.500 krónum. „Það var ótrúlega hlý og gefandi tilfinning að geta gefið til baka á þennan hátt því Barnaspítali Hringsins og starfsfólkið þar gerðu allt sem þau gátu til að hjálpa litla stráknum mínum og veittu honum, konunni minni og mér, svo mikinn styrk í gegnum erfiða tíma. Fyrir það erum ég og konan mín ævinlega þakklát. Það sem hefur hjálpað mér mikið til að takast á við sorgina er að reima á mig hlaupaskónna og anda að mér fersku lofti og því ætla ég ekki að láta mitt eftir liggja og styðja við bakið á vinahjónum mínum og litlu fallegu dóttur þeirra, Klöru,“ er haft eftir Fannari í tilkynningu. Akureyri Reykjavík Hlaup Hoppukastalaslys á Akureyri Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið Sex ára gamalt barn er á gjörgæslu á Landspítala eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri á þriðja tímanum í gær. 2. júlí 2021 10:49 Verklagsreglur varðandi uppsetningu Skrímslisins á Akureyri í ólestri Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. 2. júlí 2021 16:59 Foreldrar íhuga að leita réttar síns vegna hoppukastalaslyss Foreldrar barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri síðasta fimmtudag íhuga að leita réttar síns og fara fram á skaðabætur, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sjötíu börn voru í kastalanum þegar hann tókst á loft. Þar af var eitt þeirra flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og sex send til aðhlynningar á sjúkrahús á Akyreyri. Eitt barn slasaðist alvarlega og er haldið sofandi á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 18:31 Hoppukastalaslysið enn til rannsóknar þremur mánuðum eftir slysið Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hoppukastalaslysi á Akureyri stendur enn yfir. Sex ára gamalt barn slasaðist alvarlega þegar kastalinn tókst á loft. 5. október 2021 21:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri í byrjun júní í fyrra. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Klara, sem þá var sex ára, endaði á gjörgæslu. Í fréttatilkynningu frá góðgerðarfélaginu segir að síðastliðið ár hafi reynt mikið á Klöru og fjölskyldu hennar. Hún varð fyrir miklum heilaáverka í slysinu sem gerið það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt. Á þessu heila ári hefur hreyfigeta hennar tekið litlum og hægum framförum dag hvern og það sama má segja um minnið en því miður sjá læknar ekki fram á að hún nái fullri endurheimt. „Það er gott og í raun nauðsynlegt að eiga góða að en alls 29 hlauparar hafa nú skráð sig til að hlaupa fyrir styrkjum henni til handa,“ segir i tilkynningu. Meðal hlaupara eru leikstjórinn og landsliðsmarkmaðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Una Margrét Lyngdal Reynisdóttir, fyrrverandi Inspector Scholae Menntaskólans í Reykjavík og frænka Klöru litlu. Sá sem safnaði mestu í fyrra hleypur fyrir Klöru Þá er Fannar Guðmundsson einnig meðal þeirra sem hlaupa til styrktar Klöru. Í fyrra hljóp hann til styrktar vökudeild Barnaspítala Hringsins. Sonur hans, Theodór Máni heitinn, lést í október í fyrra rúmlega eins árs gamall eftir erfiða baráttu við alvarlegan erfðasjúkdóm. Enginn safnaði meiri pening en Fannar Guðmundsson í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra.Aðsend Fannar hafði að markmiði að safna einni milljón króna fyrir vökudeildina en gerði gott betur en það og safnaði mest allra hlaupara á Hlaupastyrk árið 2021, eða alls 3.360.500 krónum. „Það var ótrúlega hlý og gefandi tilfinning að geta gefið til baka á þennan hátt því Barnaspítali Hringsins og starfsfólkið þar gerðu allt sem þau gátu til að hjálpa litla stráknum mínum og veittu honum, konunni minni og mér, svo mikinn styrk í gegnum erfiða tíma. Fyrir það erum ég og konan mín ævinlega þakklát. Það sem hefur hjálpað mér mikið til að takast á við sorgina er að reima á mig hlaupaskónna og anda að mér fersku lofti og því ætla ég ekki að láta mitt eftir liggja og styðja við bakið á vinahjónum mínum og litlu fallegu dóttur þeirra, Klöru,“ er haft eftir Fannari í tilkynningu.
Akureyri Reykjavík Hlaup Hoppukastalaslys á Akureyri Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið Sex ára gamalt barn er á gjörgæslu á Landspítala eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri á þriðja tímanum í gær. 2. júlí 2021 10:49 Verklagsreglur varðandi uppsetningu Skrímslisins á Akureyri í ólestri Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. 2. júlí 2021 16:59 Foreldrar íhuga að leita réttar síns vegna hoppukastalaslyss Foreldrar barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri síðasta fimmtudag íhuga að leita réttar síns og fara fram á skaðabætur, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sjötíu börn voru í kastalanum þegar hann tókst á loft. Þar af var eitt þeirra flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og sex send til aðhlynningar á sjúkrahús á Akyreyri. Eitt barn slasaðist alvarlega og er haldið sofandi á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 18:31 Hoppukastalaslysið enn til rannsóknar þremur mánuðum eftir slysið Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hoppukastalaslysi á Akureyri stendur enn yfir. Sex ára gamalt barn slasaðist alvarlega þegar kastalinn tókst á loft. 5. október 2021 21:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið Sex ára gamalt barn er á gjörgæslu á Landspítala eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri á þriðja tímanum í gær. 2. júlí 2021 10:49
Verklagsreglur varðandi uppsetningu Skrímslisins á Akureyri í ólestri Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. 2. júlí 2021 16:59
Foreldrar íhuga að leita réttar síns vegna hoppukastalaslyss Foreldrar barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri síðasta fimmtudag íhuga að leita réttar síns og fara fram á skaðabætur, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sjötíu börn voru í kastalanum þegar hann tókst á loft. Þar af var eitt þeirra flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og sex send til aðhlynningar á sjúkrahús á Akyreyri. Eitt barn slasaðist alvarlega og er haldið sofandi á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 18:31
Hoppukastalaslysið enn til rannsóknar þremur mánuðum eftir slysið Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hoppukastalaslysi á Akureyri stendur enn yfir. Sex ára gamalt barn slasaðist alvarlega þegar kastalinn tókst á loft. 5. október 2021 21:00