Aðeins verður hægt að komast á forritið með því að fá boð inn á það en forritið er að öllu leyti gjaldfrjálst fyrir konur, bjóði þær vinum á forritið.
Í kynningarmyndbandi fyrir nýja stefnumótaforritið má sjá Ryann McEnany, systur fyrrum fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, Kayleigh McEnany en Kayleigh vann undir Trump.
Ryann fer yfir allt það sem gerir forritið spennandi fyrir notendur eins og til dæmis það að forritið sé „aðeins fyrir karla og konur.“ Einnig er lögð áhersla á það að ekki sé þörf fyrir notkun á persónufornöfnum.
Fyrir hönd forritsins segir Ryann, „okkur þykir leiðinlegt að þú hafir þurft að þola mörg ár í af lélegum stefnumótum með fólki sem sér hlutina ekki eins og við, fólk sem sér hlutina rétt.“
Kynningarmyndbandið sem um ræðir má sjá hér að neðan.
The countdown begins @RyannMcEnany pic.twitter.com/75WQ79B8Bc
— The Right Stuff (@daterightstuff) August 10, 2022
Frekari umfjöllun frá Guardian um forritið má sjá hér.