Vekjum íslenska markaðinn! Ívar Breki Benjamínsson skrifar 16. ágúst 2022 13:30 Lífeyrissjóðir hér á landi spila stórt hlutverk, sérstaklega á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi að mestu leyti haldið markaðnum á floti árin eftir hrun og spilað stórt hlutverk í endurreisn íslensks fjármálakerfis og hlutabréfamarkaðar, er mikilvægt að almenningur taki aukinn þátt. Það mun bæði gera markaðinn skilvirkari og auka dýpt hans. Ein af mögulegum ástæðum lítillar þátttöku almennings er trú hans að markaðurinn sé ekki nógu skilvirkur. Þar sem lífeyrissjóðir ráða lögum og lofum geta þeir komið í veg fyrir eðlilega eignamyndun og gert markaðinn berskjaldaðri fyrir pólitískum áherslum, ásamt því rennur stór hluti sparnaðar almennings til sjóðanna. Mögulegt er að minnka þessi áhrif með minni umsvifum lífeyrissjóðanna á markaði og með aukinni þátttöku almennings. Undanfarið eitt og hálft ár höfum við séð mikla aukningu á fjölda almennings á hlutabréfamarkaði og áætla má að skráning íslenskra fyrirtækja eins og Síldarvinnslunnar, Solid Clouds, Play og Íslandsbanka á markað spili þar stórt hlutverk. Hættan við það er að margir selji sig út fljótlega eftir útboð og þátttakan lækki á ný. Hvað getum við gert? Til að efla vitund almennings á markaði væri upplagt að einstaklingar gætu ráðstafað sinni séreign sjálfir eða jafnvel hluta af þeim iðgjaldagreiðslum sem þeir greiða í lífeyrissjóð í hlutabréf eða hlutabréfasjóði að eigin vali. Þetta myndi hafa jákvæð áhrif á markaðinn og virkja betur almenning. Hátt hlutfall af tekjum einstaklinga renna til lífeyrissjóðanna sem dregur úr svigrúmi einstaklinga til að fjárfesta í nýsköpun. Með auknu frjálsræði einstaklinga til að fjárfesta sjálfir sínum sparnaði gæti þróunin orðið önnur. Lífeyrissjóðir eru ekki endilega hentugustu fjárfestarnir í litlum og meðalstórum fyrirtækjum heldur eru einstaklingar betur til þess fallnir og jafnvel meira tilbúnir til að taka áhættuna. Sparnaði einstaklinga er beint frá íslensku atvinnulífi og til stærstu fyrirtækjanna vegna skyldusparnaðar sem getur leitt til bólu á innlendum eignamarkaði. Skattaafsláttur Skattaafsláttur til kaupa á hlutabréfum er leið sem hefur sannað gildi sitt. Hér á landi var slíkur afsláttur veittur og spilaði sú aðgerð sinn þátt í vexti hlutabréfamarkaðarins frá aldamótum. Það að veita skattaafslátt til þeirra sem fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum gæti haft mjög jákvæð áhrif á markaðinn, skipt hann miklu máli og er ávinningurinn klárlega tilraunarinnar virði. Skattaafslættir myndu því auka fjölbreytni fjárfesta og fyrirtækja á markaði. Leyfum almenningi að velja Hlutabréfamarkaðir hafa sýnt efnahagslegt mikilvægi sitt í gegnum tíðina þegar kemur að atvinnusköpun og sem mikilvægt markaðstorg fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þegar litið er til framtíðar er mikilvægt að markaðurinn haldist sjálfbær og hugsa þarf um hlutverk hans til langs tíma þannig að fólk og fyrirtæki geti haldið áfram að treysta honum. Þar koma stjórnvöld inn til að hvetja fólk og fyrirtæki til að beina kröftum sínum og fjármagni inn á markaðinn og leikur skattaafsláttur stórt hlutverk þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með þátttöku sinni á markaði. Nú er tími til kominn að gefa almenningi meira frjálsræði þegar kemur að fjárfestingum á sínum eigin sparnaði, enda getur vel verið að almenningur sjái möguleika í nýsköpun og hugviti betur en skrifstofur lífeyrissjóða og fjárfestingarnar dreifast meira um hagkerfið með almenning við stjórnvölin. Leyfum almenningi að velja! Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kauphöllin Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðir hér á landi spila stórt hlutverk, sérstaklega á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi að mestu leyti haldið markaðnum á floti árin eftir hrun og spilað stórt hlutverk í endurreisn íslensks fjármálakerfis og hlutabréfamarkaðar, er mikilvægt að almenningur taki aukinn þátt. Það mun bæði gera markaðinn skilvirkari og auka dýpt hans. Ein af mögulegum ástæðum lítillar þátttöku almennings er trú hans að markaðurinn sé ekki nógu skilvirkur. Þar sem lífeyrissjóðir ráða lögum og lofum geta þeir komið í veg fyrir eðlilega eignamyndun og gert markaðinn berskjaldaðri fyrir pólitískum áherslum, ásamt því rennur stór hluti sparnaðar almennings til sjóðanna. Mögulegt er að minnka þessi áhrif með minni umsvifum lífeyrissjóðanna á markaði og með aukinni þátttöku almennings. Undanfarið eitt og hálft ár höfum við séð mikla aukningu á fjölda almennings á hlutabréfamarkaði og áætla má að skráning íslenskra fyrirtækja eins og Síldarvinnslunnar, Solid Clouds, Play og Íslandsbanka á markað spili þar stórt hlutverk. Hættan við það er að margir selji sig út fljótlega eftir útboð og þátttakan lækki á ný. Hvað getum við gert? Til að efla vitund almennings á markaði væri upplagt að einstaklingar gætu ráðstafað sinni séreign sjálfir eða jafnvel hluta af þeim iðgjaldagreiðslum sem þeir greiða í lífeyrissjóð í hlutabréf eða hlutabréfasjóði að eigin vali. Þetta myndi hafa jákvæð áhrif á markaðinn og virkja betur almenning. Hátt hlutfall af tekjum einstaklinga renna til lífeyrissjóðanna sem dregur úr svigrúmi einstaklinga til að fjárfesta í nýsköpun. Með auknu frjálsræði einstaklinga til að fjárfesta sjálfir sínum sparnaði gæti þróunin orðið önnur. Lífeyrissjóðir eru ekki endilega hentugustu fjárfestarnir í litlum og meðalstórum fyrirtækjum heldur eru einstaklingar betur til þess fallnir og jafnvel meira tilbúnir til að taka áhættuna. Sparnaði einstaklinga er beint frá íslensku atvinnulífi og til stærstu fyrirtækjanna vegna skyldusparnaðar sem getur leitt til bólu á innlendum eignamarkaði. Skattaafsláttur Skattaafsláttur til kaupa á hlutabréfum er leið sem hefur sannað gildi sitt. Hér á landi var slíkur afsláttur veittur og spilaði sú aðgerð sinn þátt í vexti hlutabréfamarkaðarins frá aldamótum. Það að veita skattaafslátt til þeirra sem fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum gæti haft mjög jákvæð áhrif á markaðinn, skipt hann miklu máli og er ávinningurinn klárlega tilraunarinnar virði. Skattaafslættir myndu því auka fjölbreytni fjárfesta og fyrirtækja á markaði. Leyfum almenningi að velja Hlutabréfamarkaðir hafa sýnt efnahagslegt mikilvægi sitt í gegnum tíðina þegar kemur að atvinnusköpun og sem mikilvægt markaðstorg fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þegar litið er til framtíðar er mikilvægt að markaðurinn haldist sjálfbær og hugsa þarf um hlutverk hans til langs tíma þannig að fólk og fyrirtæki geti haldið áfram að treysta honum. Þar koma stjórnvöld inn til að hvetja fólk og fyrirtæki til að beina kröftum sínum og fjármagni inn á markaðinn og leikur skattaafsláttur stórt hlutverk þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með þátttöku sinni á markaði. Nú er tími til kominn að gefa almenningi meira frjálsræði þegar kemur að fjárfestingum á sínum eigin sparnaði, enda getur vel verið að almenningur sjái möguleika í nýsköpun og hugviti betur en skrifstofur lífeyrissjóða og fjárfestingarnar dreifast meira um hagkerfið með almenning við stjórnvölin. Leyfum almenningi að velja! Höfundur er hagfræðingur.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun