Fær afsökunarbeiðni fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum: „Af þessu höfum við dregið lærdóm“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 14:00 Emilía Rós Ómarsdóttir var valin íþróttamaður ársins af Skautafélagi Akureyrar árið 2015. Skautafélag Akureyrar Stjórn Íþróttabandalags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem Emilía Rós Ómarsdóttir er beðin afsökunar á atvikum sem áttu sér stað árið 2018. „Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018,“ segir í upphafi afsökunarbeiðni ÍBA og SA. Þannig er mál með vexti að á síðari hluta árs 2018 var Emilía Rós kynferðislega áreitt af þáverandi þjálfara sínum hjá Skautafélagi Akureyrar. „Skautahöllin á Akureyri var eins og mitt annað heimili frá því ég var lítil stúlka, að skauta var það sem líf mitt snerist um,“ sagði Emilía Rós í viðtali sem birtist í nóvember árið 2019. Þar fór hún yfir hvað hafði gengið á og hvernig áðurnefndur þjálfari hefði farið úr því að áreita hana ítrekað í að snúast gegn henni og leggja hana í einelti. Hann var yfir þrítugt á meðan hún var ekki orðin 18 ára gömul. Skautafélag Akureyrar gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem það sagðist hafa unnið „með fagaðilum innan íþróttahreyfingarinnar en engar sannanir né merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafibrotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ Ein skilaboða af fjölmörgum sem þjálfarinn sendi Emilíu. Og yfirlýsingin sem félagið setti á heimasíðu sína.Samsett Nú, tæpum þremur árum eftir að viðtalið við Emilíu Rós var birt og fjórum árum eftir að atvikið átti sér stað, hefur afsökunarbeiðni loks borist. Hér að neðan má sjá afsökunarbeiðni ÍBA og SA í heild sinni. Yfirlýsing ÍBA og SA Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018. Gefin var út yfirlýsing í september 2018 þar sem m.a. var sagt: „...að engar sannanir eða merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafi brotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ „Það var því miður ekki raunin og þegar málið var skoðað nánar þá kom í ljós að hann áreitti Emilíu á óviðeigandi hátt. Fyrir það var hann áminntur og hætti hann sjálfur sinni þjálfun hjá félaginu stuttu seinna.“ „Með faglegri viðbrögðum hefði verið hægt að draga úr sársauka og þjáningu þeirra sem að málinu komu og auðvelda lausn máls. Þrátt fyrir að á þeim tíma er málið kom upp væru ekki til verkferlar sem auðvelt var að styðjast við og fylgja, þá breytir það ekki því að það er alltaf á ábyrgð stjórnarfólks í íþróttahreyfingunni að leysa mál með þeim að hætti að þau valdi sem minnstri vanlíðan þeirra sem misrétti eru beittir.“ „Af þessu höfum við dregið lærdóm, auk þess sem íþróttahreyfingin öll hefur sett sér betri reglur og verkferla, meðal annars með stofnun embættis samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Við heitum því að fylgja þeim leiðbeiningum og þeim línum sem nú hafa verið lagðar í þeim vandasömu málum sem upp geta komið innan íþróttahreyfingarinnar, með það að leiðarljósi að öllum líði sem best og geti stundað sínar íþróttir í öruggu umhverfi.“ MeToo Skautaíþróttir Akureyri Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
„Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018,“ segir í upphafi afsökunarbeiðni ÍBA og SA. Þannig er mál með vexti að á síðari hluta árs 2018 var Emilía Rós kynferðislega áreitt af þáverandi þjálfara sínum hjá Skautafélagi Akureyrar. „Skautahöllin á Akureyri var eins og mitt annað heimili frá því ég var lítil stúlka, að skauta var það sem líf mitt snerist um,“ sagði Emilía Rós í viðtali sem birtist í nóvember árið 2019. Þar fór hún yfir hvað hafði gengið á og hvernig áðurnefndur þjálfari hefði farið úr því að áreita hana ítrekað í að snúast gegn henni og leggja hana í einelti. Hann var yfir þrítugt á meðan hún var ekki orðin 18 ára gömul. Skautafélag Akureyrar gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem það sagðist hafa unnið „með fagaðilum innan íþróttahreyfingarinnar en engar sannanir né merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafibrotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ Ein skilaboða af fjölmörgum sem þjálfarinn sendi Emilíu. Og yfirlýsingin sem félagið setti á heimasíðu sína.Samsett Nú, tæpum þremur árum eftir að viðtalið við Emilíu Rós var birt og fjórum árum eftir að atvikið átti sér stað, hefur afsökunarbeiðni loks borist. Hér að neðan má sjá afsökunarbeiðni ÍBA og SA í heild sinni. Yfirlýsing ÍBA og SA Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018. Gefin var út yfirlýsing í september 2018 þar sem m.a. var sagt: „...að engar sannanir eða merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafi brotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ „Það var því miður ekki raunin og þegar málið var skoðað nánar þá kom í ljós að hann áreitti Emilíu á óviðeigandi hátt. Fyrir það var hann áminntur og hætti hann sjálfur sinni þjálfun hjá félaginu stuttu seinna.“ „Með faglegri viðbrögðum hefði verið hægt að draga úr sársauka og þjáningu þeirra sem að málinu komu og auðvelda lausn máls. Þrátt fyrir að á þeim tíma er málið kom upp væru ekki til verkferlar sem auðvelt var að styðjast við og fylgja, þá breytir það ekki því að það er alltaf á ábyrgð stjórnarfólks í íþróttahreyfingunni að leysa mál með þeim að hætti að þau valdi sem minnstri vanlíðan þeirra sem misrétti eru beittir.“ „Af þessu höfum við dregið lærdóm, auk þess sem íþróttahreyfingin öll hefur sett sér betri reglur og verkferla, meðal annars með stofnun embættis samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Við heitum því að fylgja þeim leiðbeiningum og þeim línum sem nú hafa verið lagðar í þeim vandasömu málum sem upp geta komið innan íþróttahreyfingarinnar, með það að leiðarljósi að öllum líði sem best og geti stundað sínar íþróttir í öruggu umhverfi.“
Yfirlýsing ÍBA og SA Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018. Gefin var út yfirlýsing í september 2018 þar sem m.a. var sagt: „...að engar sannanir eða merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafi brotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ „Það var því miður ekki raunin og þegar málið var skoðað nánar þá kom í ljós að hann áreitti Emilíu á óviðeigandi hátt. Fyrir það var hann áminntur og hætti hann sjálfur sinni þjálfun hjá félaginu stuttu seinna.“ „Með faglegri viðbrögðum hefði verið hægt að draga úr sársauka og þjáningu þeirra sem að málinu komu og auðvelda lausn máls. Þrátt fyrir að á þeim tíma er málið kom upp væru ekki til verkferlar sem auðvelt var að styðjast við og fylgja, þá breytir það ekki því að það er alltaf á ábyrgð stjórnarfólks í íþróttahreyfingunni að leysa mál með þeim að hætti að þau valdi sem minnstri vanlíðan þeirra sem misrétti eru beittir.“ „Af þessu höfum við dregið lærdóm, auk þess sem íþróttahreyfingin öll hefur sett sér betri reglur og verkferla, meðal annars með stofnun embættis samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Við heitum því að fylgja þeim leiðbeiningum og þeim línum sem nú hafa verið lagðar í þeim vandasömu málum sem upp geta komið innan íþróttahreyfingarinnar, með það að leiðarljósi að öllum líði sem best og geti stundað sínar íþróttir í öruggu umhverfi.“
MeToo Skautaíþróttir Akureyri Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira