Skýjaborgir í boði Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar 17. ágúst 2022 07:00 Samfylkingin, með borgarstjóra í fararbroddi, lofuðu fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2014 að börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri fengju leikskólavistun. Það loforð var ekki efnt. Sama var upp á teningnum fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2018 nema þá laut svikna kosningaloforðið að dagvistunarplássum barna sem hefðu náð 12 til 18 mánaða aldri. Efnið var svo endurtekið fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor, svo sem kröftugur hópur foreldra hefur gert kunngjört með mótmælaaðgerðum undanfarna daga. Þegar valdhafar í Ráðhúsi Reykjavíkur geta ekki staðið við gefin loforð í leikskólamálum eru gefnar upp margvíslegar ástæður fyrir því. Með þessum útskýringum, sem flokka má undir blekkingarstjórnmál, er ætlunin að drepa málinu á dreif. Jafnframt er embættismönnum núverandi meirihluta borgarstjórnar att út á foraðið og þeir látnir standa í stafni í fjölmiðlum til að varpa ljósi á stöðu mála. Mesta spennan við samningu fjölmiðlafyrirsagna er þá að í mótun sé „minnisblað um leikskólamál“. Öll þessi vinnubrögð geta vart talist til eftirbreytni. Hvað er til ráða? Að mínu viti er engin ein töfralausn til sem brúar bilið milli lok fæðingarorlofs foreldra og þar til barn á rétt á dagvistun í leikskóla eða hjá dagforeldri. Lykilatriði er að margvíslegar lausnir séu í boði þannig að foreldrar hafi raunverulegt val um úrræði. Í því sambandi má nefna fjölbreyttara rekstrarform leikskóla, fjölgun sjálfstætt starfandi leikskólum og að dagforeldrakerfið sé eflt. Huga mætti einnig að því að styrkja forsendur fyrir foreldrarekna leikskóla. Jafnframt ætti heldur ekki að útiloka þann valkost að veita foreldrum styrk sem kjósa að vera heima með börn sín til tveggja ára aldurs. Ágæt byrjun í þessum málum væri að hlúa að þeim fjölbreyttu lausnum sem tiltækar eru og slaufa skýjaborgum sem reglulega eru settar fram í boði Samfylkingarinnar. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Áss Grétarsson Skóla - og menntamál Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin, með borgarstjóra í fararbroddi, lofuðu fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2014 að börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri fengju leikskólavistun. Það loforð var ekki efnt. Sama var upp á teningnum fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2018 nema þá laut svikna kosningaloforðið að dagvistunarplássum barna sem hefðu náð 12 til 18 mánaða aldri. Efnið var svo endurtekið fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor, svo sem kröftugur hópur foreldra hefur gert kunngjört með mótmælaaðgerðum undanfarna daga. Þegar valdhafar í Ráðhúsi Reykjavíkur geta ekki staðið við gefin loforð í leikskólamálum eru gefnar upp margvíslegar ástæður fyrir því. Með þessum útskýringum, sem flokka má undir blekkingarstjórnmál, er ætlunin að drepa málinu á dreif. Jafnframt er embættismönnum núverandi meirihluta borgarstjórnar att út á foraðið og þeir látnir standa í stafni í fjölmiðlum til að varpa ljósi á stöðu mála. Mesta spennan við samningu fjölmiðlafyrirsagna er þá að í mótun sé „minnisblað um leikskólamál“. Öll þessi vinnubrögð geta vart talist til eftirbreytni. Hvað er til ráða? Að mínu viti er engin ein töfralausn til sem brúar bilið milli lok fæðingarorlofs foreldra og þar til barn á rétt á dagvistun í leikskóla eða hjá dagforeldri. Lykilatriði er að margvíslegar lausnir séu í boði þannig að foreldrar hafi raunverulegt val um úrræði. Í því sambandi má nefna fjölbreyttara rekstrarform leikskóla, fjölgun sjálfstætt starfandi leikskólum og að dagforeldrakerfið sé eflt. Huga mætti einnig að því að styrkja forsendur fyrir foreldrarekna leikskóla. Jafnframt ætti heldur ekki að útiloka þann valkost að veita foreldrum styrk sem kjósa að vera heima með börn sín til tveggja ára aldurs. Ágæt byrjun í þessum málum væri að hlúa að þeim fjölbreyttu lausnum sem tiltækar eru og slaufa skýjaborgum sem reglulega eru settar fram í boði Samfylkingarinnar. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun