Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 19:00 Ísabella í leik með Breiðablik síðasta vetur. Vísir/Bára Dröfn Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. „Ég er með samning í Ástralíu út þetta tímabil en ég kem aftur heim til Íslands í september og mun spila þar á næsta tímabili,“ sagði Isabella Ósk í samtali við Vísi í vikunni. Eftir erfiða byrjun í Ástralíu tókst Isabellu að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Panthers þar sem hún hefur leikið gífurlega vel en Isabella er meðal annars í 12. sæti yfir frákastahæstu leikmenn deildarinnar, af þeim 156 leikmönnum sem leika í NBL 1 Central deildinni. Isabella er þar með 9 fráköst að meðaltali. Tímabilið í Ástralíu stendur yfir á meðan íslenska deildin er í sumarfríi. Isabella kemur því til með að koma beint inn í byrjun næsta tímabilsins eftir að hafa leikið körfubolta í Ástralíu síðan í maí. Isabella vill þó ekkert gefa upp með hvaða liði hún mun spila á næsta tímabili en Karfan.is hefur meðal annars orðað Isabellu við Keflavík sem og við endurkomu í Breiðablik. Einnig hefur hún verið orðuð við Íslandsmeistara Njarðvíkur og deildarmeistara Fjölnis. „Ég get ekkert sagt um það strax en þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ svaraði Isabella aðspurð að því hvar hún kemur til með að leika í vetur. Isabella er í viðræðum við nokkur lið á Íslandi en hún er uppalin í Kópavoginum hjá Breiðablik og hefur leikið með Blikum alla tíð, þangað til hún samdi við South Adelaide Panthers fyrr í sumar. Hún segist ekki enn vera búin að taka ákvörðun um það hvaða lið hún semur við. „Sumir verða kannski í sjokki þegar þau heyra að ég sé líka að tala við önnur lið en Breiðablik, þar sem ég hef alltaf spilað með Blikum,“ sagði Isabella. Á síðasta leiktímabili með Breiðablik skoraði Isabella 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali í 17 leikjum. Isabella lauk tímabilinu sem sá íslenski leikmaður með flest framlagsstig að meðaltali, eða 24,41 framlagsstig. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvar Isabella endar en hún mun eflaust reynast hvaða liði sem hún leikur með á næsta tímabili mikill hvalreki. Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Isabella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil. 4. júní 2022 17:15 Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. 18. júní 2022 13:29 Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. 12. mars 2021 10:30 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
„Ég er með samning í Ástralíu út þetta tímabil en ég kem aftur heim til Íslands í september og mun spila þar á næsta tímabili,“ sagði Isabella Ósk í samtali við Vísi í vikunni. Eftir erfiða byrjun í Ástralíu tókst Isabellu að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Panthers þar sem hún hefur leikið gífurlega vel en Isabella er meðal annars í 12. sæti yfir frákastahæstu leikmenn deildarinnar, af þeim 156 leikmönnum sem leika í NBL 1 Central deildinni. Isabella er þar með 9 fráköst að meðaltali. Tímabilið í Ástralíu stendur yfir á meðan íslenska deildin er í sumarfríi. Isabella kemur því til með að koma beint inn í byrjun næsta tímabilsins eftir að hafa leikið körfubolta í Ástralíu síðan í maí. Isabella vill þó ekkert gefa upp með hvaða liði hún mun spila á næsta tímabili en Karfan.is hefur meðal annars orðað Isabellu við Keflavík sem og við endurkomu í Breiðablik. Einnig hefur hún verið orðuð við Íslandsmeistara Njarðvíkur og deildarmeistara Fjölnis. „Ég get ekkert sagt um það strax en þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ svaraði Isabella aðspurð að því hvar hún kemur til með að leika í vetur. Isabella er í viðræðum við nokkur lið á Íslandi en hún er uppalin í Kópavoginum hjá Breiðablik og hefur leikið með Blikum alla tíð, þangað til hún samdi við South Adelaide Panthers fyrr í sumar. Hún segist ekki enn vera búin að taka ákvörðun um það hvaða lið hún semur við. „Sumir verða kannski í sjokki þegar þau heyra að ég sé líka að tala við önnur lið en Breiðablik, þar sem ég hef alltaf spilað með Blikum,“ sagði Isabella. Á síðasta leiktímabili með Breiðablik skoraði Isabella 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali í 17 leikjum. Isabella lauk tímabilinu sem sá íslenski leikmaður með flest framlagsstig að meðaltali, eða 24,41 framlagsstig. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvar Isabella endar en hún mun eflaust reynast hvaða liði sem hún leikur með á næsta tímabili mikill hvalreki.
Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Isabella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil. 4. júní 2022 17:15 Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. 18. júní 2022 13:29 Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. 12. mars 2021 10:30 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Isabella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil. 4. júní 2022 17:15
Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. 18. júní 2022 13:29
Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. 12. mars 2021 10:30