Arnar um Akkilesarhælinn og Óskar Hrafn um léttari leið Víkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2022 11:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. S2 Sport Víkingur og Breiðablik duttu bæði út úr þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og það vantaði aðeins upp á að fara enn lengra. Þjálfarar liðanna tveggja nefna einbeitingarleysi annars vegar og léttari leið Íslandsmeistaranna hins vegar. Gunnlaugur Jónsson hitti þjálfara liða Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla fyrir innbyrðis leik liðanna í vikunni og ræddi meðal annars við þá um hvað klikkaði hjá þeim í Evrópukeppninni en bæði lið duttu út í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Gunnlaugur spurði þjálfarana hreint út hvað þeir og lið þeirra gerðu rangt í Evrópukeppninni. „Þetta er ég hef talað um oft áður það er þetta einbeitingarleysi í íslenskum fótbolta. Við náum ekki að halda einbeitingunni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Okkur leið mjög vel þar „Við erum að tala um að ná upp á ákveðin stig í fótboltanum og okkur leið mjög vel á getustigi eitt sem var umspilið hérna á móti fínum liðum. Levadia var fínasta lið og við unnum það 6-1. Okkur leið mjög vel þar. Stig tvö var velska liðið sem er búið að vera standa sig hrikalega vel í Evrópukeppninni undanfarin ár. Okkur leið mjög vel þar,“ sagði Arnar. „Næsta getustig fyrir ofan, þá erum við að tala um Malmö og Lech Poznań en það má ekkert klikka í þessum leikjum. Við gerðum of mörg mistök varnarlega, fókusleysi og einbeitingarleysi sem hefur hefur verið Akkilesarhæll hjá íslenskum leikmönnum í áratugi,“ sagði Arnar. „Það er eitthvað sem við þurfum að laga og það er ekki endilega bara hausinn á mönnum. Það þarf líka að laga ‚fitness level' og svoleiðis því það er það fyrsta sem fer þegar þú ert ekki í nægilega góðu formi til að spila á þessu getustigi. Þá leyfir þú þér að láta fókusinn flakka í einhverja þvælu. Þetta er ekki bara að laga hausinn því þú þarft líka að bæta ýmsa aðra þætti,“ sagði Arnar. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Hvað vantaði upp á í Evrópukeppninni í sumar? Meistararnir á Íslandi eiga raunhæfa möguleika „Ég held að leið þessara liða inn í riðlakeppni sé í gegnum það að verða meistari. Ef þú horfir bara á Víkingana. Ef að þeir hefðu verið aðeins heppnari með lið í fyrstu umferðinni þegar þeir fá Malmö sem er gríðarlega sterkt lið. Þeir hefðu getað slegið þá út og farið þá inn í aðra umferð,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. „Hefðu þeir tapað þar þá hefðu þeir endað í Evrópudeildinni og verið öruggir með sæti í umspilinu og öruggir með sæti í umspili á móti mögulega viðráðanlegu liði. Lech Poznań lendir á móti Dudelange frá Lúxemborg. Klárlega viðráðanlegt lið,“ sagði Óskar Hrafn „Meistaraleið og almenna leiðin og almenna leiðin er miklu erfiðari. Það lið sem verður meistari á Íslandi, er heppið með drátt og er bara gott, það á raunhæfa möguleika á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar,“ sagði Óskar Hrafn. „Leiðin fyrir lið sem ætla að fara hina leiðina, fara leiðin sem við höfum farið síðustu tvö ár, hún er grýtt og torsótt,“ sagði Óskar Hrafn. Það má sjá hluta úr viðtölunum við þjálfarana hér fyrir ofan,. Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson hitti þjálfara liða Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla fyrir innbyrðis leik liðanna í vikunni og ræddi meðal annars við þá um hvað klikkaði hjá þeim í Evrópukeppninni en bæði lið duttu út í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Gunnlaugur spurði þjálfarana hreint út hvað þeir og lið þeirra gerðu rangt í Evrópukeppninni. „Þetta er ég hef talað um oft áður það er þetta einbeitingarleysi í íslenskum fótbolta. Við náum ekki að halda einbeitingunni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Okkur leið mjög vel þar „Við erum að tala um að ná upp á ákveðin stig í fótboltanum og okkur leið mjög vel á getustigi eitt sem var umspilið hérna á móti fínum liðum. Levadia var fínasta lið og við unnum það 6-1. Okkur leið mjög vel þar. Stig tvö var velska liðið sem er búið að vera standa sig hrikalega vel í Evrópukeppninni undanfarin ár. Okkur leið mjög vel þar,“ sagði Arnar. „Næsta getustig fyrir ofan, þá erum við að tala um Malmö og Lech Poznań en það má ekkert klikka í þessum leikjum. Við gerðum of mörg mistök varnarlega, fókusleysi og einbeitingarleysi sem hefur hefur verið Akkilesarhæll hjá íslenskum leikmönnum í áratugi,“ sagði Arnar. „Það er eitthvað sem við þurfum að laga og það er ekki endilega bara hausinn á mönnum. Það þarf líka að laga ‚fitness level' og svoleiðis því það er það fyrsta sem fer þegar þú ert ekki í nægilega góðu formi til að spila á þessu getustigi. Þá leyfir þú þér að láta fókusinn flakka í einhverja þvælu. Þetta er ekki bara að laga hausinn því þú þarft líka að bæta ýmsa aðra þætti,“ sagði Arnar. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Hvað vantaði upp á í Evrópukeppninni í sumar? Meistararnir á Íslandi eiga raunhæfa möguleika „Ég held að leið þessara liða inn í riðlakeppni sé í gegnum það að verða meistari. Ef þú horfir bara á Víkingana. Ef að þeir hefðu verið aðeins heppnari með lið í fyrstu umferðinni þegar þeir fá Malmö sem er gríðarlega sterkt lið. Þeir hefðu getað slegið þá út og farið þá inn í aðra umferð,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. „Hefðu þeir tapað þar þá hefðu þeir endað í Evrópudeildinni og verið öruggir með sæti í umspilinu og öruggir með sæti í umspili á móti mögulega viðráðanlegu liði. Lech Poznań lendir á móti Dudelange frá Lúxemborg. Klárlega viðráðanlegt lið,“ sagði Óskar Hrafn „Meistaraleið og almenna leiðin og almenna leiðin er miklu erfiðari. Það lið sem verður meistari á Íslandi, er heppið með drátt og er bara gott, það á raunhæfa möguleika á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar,“ sagði Óskar Hrafn. „Leiðin fyrir lið sem ætla að fara hina leiðina, fara leiðin sem við höfum farið síðustu tvö ár, hún er grýtt og torsótt,“ sagði Óskar Hrafn. Það má sjá hluta úr viðtölunum við þjálfarana hér fyrir ofan,.
Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti