Viðmælandinn segir efnunum mokað inn; meðal annars í póstsendingum, með gámaskipum og Norrænu. Hann segist telja aðgerðir lögreglu mögulega munu hafa áhrif á markaðinn en annars sé nóg að koma inn.
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að um sé að ræða nýjan kafla í Íslandssögunni, en um er að ræða langstærsta fíkniefnamálið sem upp hefur komið hér á landi.
Hann segir að vegna hins mikla magns sem þarna um ræðir sé ekki ólíklegt að efnin hafi í raun verið á leið eitthvað annað en á íslenskan markað; viðkoman hér hafi aðeins verið millilending.
Helgi bendir á að fíkniefnabrot séu ólík öðrum brotamálum að því leyti að þar sé í raun ekki um eiginlegt fórnarlamb að ræða og því hafi enginn hag af því að tilkynna málið, hvorki seljandinn né kaupandinn.