„Hef ekki séð neinn þjálfara kynntan og ekki séð hópinn þeirra þannig það er smá óvissa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 19:31 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi hópinn fyrir seinustu tvo leiki liðsins í undankeppni HM í dag. Stöð 2/Vísir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, valdi í dag hópinn sinn fyrir tvo síðustu leiki íslenska liðsins í riðli sínum í undankeppni HM en þeir fara fram í byrjun næsta mánaðar. Fyrri leikur liðsins er heimaleikur gegn Hvít-Rússum þann 2. september og Þorsteinn segir þann leik gríðarlega mikilvægan. „Hann er mjög mikilvægur og hann skiptir máli bara upp á það að vera í kjörstöðu þegar við mætum Hollandi,“ sagði Þorsteinn í samtali við Stöð 2 í dag, en sigur gegn Hvíta-Rússlandi kemur íslenska liðinu í toppsæti riðilsins fyrir lokaleikinn gegn Hollendingum. Íslenska liðinu myndi því duga jafntefli gegn Hollendingum til að tryggja sér sæti beint inn á HM. „Ef við náum ekki í úrslit þar þá skiptir það líka máli varðandi niðurstöðu okkar í keppni við liðin sem lenda í öðru sæti í öllum hinum riðlunum.“ Íslensku stelpurnar mæta svo hollenska liðinu þann 6. september í Hollandi og Þorsteinn efast ekki um að það verði hörkuleikur, en Hollendingar mæta þar til leiks með nýjan þjálfara. „Holland er með gott lið og alveg tvímælalaust verður þetta hörkuleikur. Það er auðvitað smá óvissa með þann leik. Ég hef ekki séð neinn þjálfara tilkynntan og ekki séð hópinn þeirra þannig að það er smá óvissa. Jákvæði hluturinn er að þær spila æfingaleik á föstudeginum, sama degi og við spilum við Hvít-Rússa þannig að þá ættum við að sjá eitthvað hvað þær eru að fara að gera og hvort það verði miklar breytingar - taktískt eða í leikmannamálum,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Hópurinn fyrir undankeppni HM kynntur Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
„Hann er mjög mikilvægur og hann skiptir máli bara upp á það að vera í kjörstöðu þegar við mætum Hollandi,“ sagði Þorsteinn í samtali við Stöð 2 í dag, en sigur gegn Hvíta-Rússlandi kemur íslenska liðinu í toppsæti riðilsins fyrir lokaleikinn gegn Hollendingum. Íslenska liðinu myndi því duga jafntefli gegn Hollendingum til að tryggja sér sæti beint inn á HM. „Ef við náum ekki í úrslit þar þá skiptir það líka máli varðandi niðurstöðu okkar í keppni við liðin sem lenda í öðru sæti í öllum hinum riðlunum.“ Íslensku stelpurnar mæta svo hollenska liðinu þann 6. september í Hollandi og Þorsteinn efast ekki um að það verði hörkuleikur, en Hollendingar mæta þar til leiks með nýjan þjálfara. „Holland er með gott lið og alveg tvímælalaust verður þetta hörkuleikur. Það er auðvitað smá óvissa með þann leik. Ég hef ekki séð neinn þjálfara tilkynntan og ekki séð hópinn þeirra þannig að það er smá óvissa. Jákvæði hluturinn er að þær spila æfingaleik á föstudeginum, sama degi og við spilum við Hvít-Rússa þannig að þá ættum við að sjá eitthvað hvað þær eru að fara að gera og hvort það verði miklar breytingar - taktískt eða í leikmannamálum,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Hópurinn fyrir undankeppni HM kynntur
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira