Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílasprengju Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2022 23:53 Alexander Dugin er umdeildur. Skjáskot/60 Minutes Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. Sprengingin varð á hraðbraut um tuttugu kílómetra vestur af Moskvu laust fyrir klukkan 22 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt RT um málið. Vert er að taka fram að RT er rússneskur miðill sem hefur mikil tengsl við stjórnvöld þar í landi. Haft er eftir sjónarvottum að sprengingin hafi orðið á miðjum veginum og að bíllinn hafi síðan skollið utan í vegrið alelda. Viðbragðsaðilar segja að minnst einn hafi verið inni í bílnum þegar sprengingin varð og að líki konu hafi verið náð út úr flaki bílsins. Hún hafi látist samstundis við sprenginguna. Kennsl hafi ekki verið borðið á líkið sem sé illa brunnið. Fregnir af því að líkið sé af Dariu Dugina hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum í kvöld. Myndband sem sýnir föður hennar, Alexander Dugin, í miklu áfalli á vettvangi rennir stoðum undir þær fregnir: pic.twitter.com/vHxfiKXAEz— #MDK (@mudakoff) August 20, 2022 „Raspútín Pútíns“ eða „heili Pútíns“ Dugin hefur verið kallaður „Raspútín Pútíns“ og „heili Pútíns“ í vestrænum miðlum og er sagður hafa haft mikil áhrif á stefnu forsetans þegar kemur að innrásinni í Úkraínu. Hann er heimspekingur, stjórnmálamaður og stjórnmálarýnir sem aðhyllist stefnu sem kalla má öfga-hægristefnu og hefur skrifað bækur á borð við Grunnstoðir alþjóðastjórnmála: Alþjóðastjórnmálaleg framtíð Rússlands. Þar lýsir því hvernig Rússland ætti að takast á vesturveldin með því að dreifa óupplýsingum til að valda óstöðugleika, sér í lagi í Bandaríkjunum. Bókin var geysivinsæl í Rússlandi og hefur haft mikil áhrif á stjórnmál þar í landi, að því er segir í umfjöllun Washington Post um Dugin. Hann hefur ávallt verið fylgjandi því að Rússar brjóti undir sig landsvæði og studdi til að mynda stríðsrekstur Rússa í Georgíu árið 2008 og innlimun Krímskaga árið 2014. Árið 2014 var hann rekinn frá háskólanum í Moskvu, þar sem hann var prófessor í alþjóðasamskiptum, eftir að hafa sagt í viðtali að drepa ætti alla Úkraínumenn. Skrif hans og ráðgjöf eru sögð hafa haft mikil áhrif á orðræðu Pútíns og rökstuðning fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Til að mynda ummæli Pútíns um að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð, sem hann lét falla þegar hann undirritaði tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Óljóst er hvort Alexander Dugin hafi verið skotmark árásarinnar. Dóttir hans hefur haslað sér völl í stjórnmálum í Rússlandi og dreift boðskap föðurs síns. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Sprengingin varð á hraðbraut um tuttugu kílómetra vestur af Moskvu laust fyrir klukkan 22 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt RT um málið. Vert er að taka fram að RT er rússneskur miðill sem hefur mikil tengsl við stjórnvöld þar í landi. Haft er eftir sjónarvottum að sprengingin hafi orðið á miðjum veginum og að bíllinn hafi síðan skollið utan í vegrið alelda. Viðbragðsaðilar segja að minnst einn hafi verið inni í bílnum þegar sprengingin varð og að líki konu hafi verið náð út úr flaki bílsins. Hún hafi látist samstundis við sprenginguna. Kennsl hafi ekki verið borðið á líkið sem sé illa brunnið. Fregnir af því að líkið sé af Dariu Dugina hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum í kvöld. Myndband sem sýnir föður hennar, Alexander Dugin, í miklu áfalli á vettvangi rennir stoðum undir þær fregnir: pic.twitter.com/vHxfiKXAEz— #MDK (@mudakoff) August 20, 2022 „Raspútín Pútíns“ eða „heili Pútíns“ Dugin hefur verið kallaður „Raspútín Pútíns“ og „heili Pútíns“ í vestrænum miðlum og er sagður hafa haft mikil áhrif á stefnu forsetans þegar kemur að innrásinni í Úkraínu. Hann er heimspekingur, stjórnmálamaður og stjórnmálarýnir sem aðhyllist stefnu sem kalla má öfga-hægristefnu og hefur skrifað bækur á borð við Grunnstoðir alþjóðastjórnmála: Alþjóðastjórnmálaleg framtíð Rússlands. Þar lýsir því hvernig Rússland ætti að takast á vesturveldin með því að dreifa óupplýsingum til að valda óstöðugleika, sér í lagi í Bandaríkjunum. Bókin var geysivinsæl í Rússlandi og hefur haft mikil áhrif á stjórnmál þar í landi, að því er segir í umfjöllun Washington Post um Dugin. Hann hefur ávallt verið fylgjandi því að Rússar brjóti undir sig landsvæði og studdi til að mynda stríðsrekstur Rússa í Georgíu árið 2008 og innlimun Krímskaga árið 2014. Árið 2014 var hann rekinn frá háskólanum í Moskvu, þar sem hann var prófessor í alþjóðasamskiptum, eftir að hafa sagt í viðtali að drepa ætti alla Úkraínumenn. Skrif hans og ráðgjöf eru sögð hafa haft mikil áhrif á orðræðu Pútíns og rökstuðning fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Til að mynda ummæli Pútíns um að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð, sem hann lét falla þegar hann undirritaði tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Óljóst er hvort Alexander Dugin hafi verið skotmark árásarinnar. Dóttir hans hefur haslað sér völl í stjórnmálum í Rússlandi og dreift boðskap föðurs síns.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira