Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. ágúst 2022 12:16 Varla líður helgi án hnífsstunguárásar að sögn Margeirs. Vísir/Kolbeinn Tumi Daðason Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. Um klukkan hálf þrjú í nótt var lögreglu tilkynnt um tvær hnífsstungur í miðbæ Reykjavíkur. Fórnarlömbin voru stungin í útlimi og brjósthol og voru flutt á slysadeild til aðhlynningar. Þrír aðilar voru handteknir og fluttir í fangageymslu vegna málsins og bíða nú yfirheyrslu. Einn árásarmannanna er undir átján ára og hinir á nítjánda ári, fleiri liggi undir grun að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Fórnarlömbin séu ekki talin í lífshættu en lögregla vinni að því að ræða við vitni og skoða upptökur. „Við höfum ekki náð að ræða nægilega vel við þá sem urðu fyrir árásinni,“ segir Margeir. Hann segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni. „Þetta er aukinn vopnaburður og svo líka það að fólk og bara unglingar viðast vera meira tilbúin til þess að beita þessum vopnum þegar þau eru með þau. Það er visst áhyggjuefni sem hefur rætt innan lögreglunnar,“ segir Margeir. Aðspurður hvort við séum að sjá einhverskonar ofbeldisbylgju líkt og nágrannaþjóðir segir hann, „Miðað við það sem við erum að sjá núna síðastliðin eitt tvo ár og þessa þróun stefnir þetta óneitanlega í þá áttina og þá ekkert endilega þegar við erum að ræða um þessar hnífsstunguárásir heldur líka þessar skotárásir sem hafa verið. Óneitanlega þá velta menn því fyrir sér hvort þetta sé einhver þróun sem að við eigum von á að komi til með að aukast,“ segir Margeir. Margeir segist ekki hafa tölu á því hversu margar stunguárásir hafi átt sér stað hér það sem af er ári. Meiðslin í kjölfar árása séu ekki alltaf alvarleg en það sé engu að síður verið að beita vopnum. Varla líði helgi án hnífsstunguárása en erfitt sé að leggja mat á fjöldann. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Um klukkan hálf þrjú í nótt var lögreglu tilkynnt um tvær hnífsstungur í miðbæ Reykjavíkur. Fórnarlömbin voru stungin í útlimi og brjósthol og voru flutt á slysadeild til aðhlynningar. Þrír aðilar voru handteknir og fluttir í fangageymslu vegna málsins og bíða nú yfirheyrslu. Einn árásarmannanna er undir átján ára og hinir á nítjánda ári, fleiri liggi undir grun að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Fórnarlömbin séu ekki talin í lífshættu en lögregla vinni að því að ræða við vitni og skoða upptökur. „Við höfum ekki náð að ræða nægilega vel við þá sem urðu fyrir árásinni,“ segir Margeir. Hann segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni. „Þetta er aukinn vopnaburður og svo líka það að fólk og bara unglingar viðast vera meira tilbúin til þess að beita þessum vopnum þegar þau eru með þau. Það er visst áhyggjuefni sem hefur rætt innan lögreglunnar,“ segir Margeir. Aðspurður hvort við séum að sjá einhverskonar ofbeldisbylgju líkt og nágrannaþjóðir segir hann, „Miðað við það sem við erum að sjá núna síðastliðin eitt tvo ár og þessa þróun stefnir þetta óneitanlega í þá áttina og þá ekkert endilega þegar við erum að ræða um þessar hnífsstunguárásir heldur líka þessar skotárásir sem hafa verið. Óneitanlega þá velta menn því fyrir sér hvort þetta sé einhver þróun sem að við eigum von á að komi til með að aukast,“ segir Margeir. Margeir segist ekki hafa tölu á því hversu margar stunguárásir hafi átt sér stað hér það sem af er ári. Meiðslin í kjölfar árása séu ekki alltaf alvarleg en það sé engu að síður verið að beita vopnum. Varla líði helgi án hnífsstunguárása en erfitt sé að leggja mat á fjöldann. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira