Móðir Hrafnhildar Lilju fékk símtalið sem hún hafði beðið eftir í fjórtán ár Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2022 13:38 Systurnar Sigurlaug Hrafnsdóttir og Líney Hrafnsdóttir. Líney er móðir Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíkanska lýðveldinu árið 2008. arnar halldórsson Móðir Hrafnhildar Lilju, sem myrt var á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum, segir að yfirlögregluþjónn hafi hringt símtalið sem hún hafi beðið eftir í fjórtán ár. Hún kveðst þakklát fyrir að lögregla hafi hlustað og segir stuðninginn ómetanlegan. Fyrir helgi birtum við viðtal við móður og móðursystur Hrafnhildar Lilju sem myrt var á hrottafenginn hátt á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Í viðtalinu gagnrýndu þær íslensk stjórnvöld fyrir að hafa aldrei beitt sér fyrir rannsókn málsins og sögðust vilja að málið yrði opnað á ný og rannsókn tekin upp en morðinginn gengur enn laus. Eftir að viðtalið var birt hringdi Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í móður Hrafnhildar Lilju og sagðist vilja skoða málið nánar og óska eftir upplýsingum frá lögreglunni úti. Líney segir að Karl Steinar hafi hringt símtalið sem hún hafi beðið eftir í fjórtán ár. „Já þetta er sko langþráð símtal. Bara yndislegt og nú er maður búinn að fá hreyfingu á málið,“ sagði Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar. „Hann hringir bara eftir viðtalið og lætur mig vita að þeir hafi áhuga á að skoða og fara yfir málið og að þetta væru ekki þeirra vinnubrögð.“ Sérstaklega séu þær þakklátar lögreglu fyrir að hafa hlustað. Þær finna fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. „Bara ótrúleg. Við erum búin að fá svo svakalegan stuðning og þetta hefur gefið okkur svo mikið. Hún er alla vegana ekki gleymd.“ Þær segjast hafa fengið svakaleg viðbrögð í kjölfar viðtalsins og hreyfingu á málið sem gefi þeim mjög mikið. „Bærinn, allur bærinn stendur við bakið á okkur. Segja hvað við séum miklar hetjur að stíga fram og þakka okkur fyrir að fara í þetta viðtal,“ sagði Sigurlaug Hrafnsdóttir, móðursystir Hrafnhildar. „Við erum bara svo þakklátar fyrir þessum viðbrögðum og lögreglu og öllum sem hafa tekið þátt, við erum þakklát,“ sagði Líney. Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Ferðalög Lögreglumál Lögreglan Íslendingar erlendis Fjallabyggð Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fyrir helgi birtum við viðtal við móður og móðursystur Hrafnhildar Lilju sem myrt var á hrottafenginn hátt á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Í viðtalinu gagnrýndu þær íslensk stjórnvöld fyrir að hafa aldrei beitt sér fyrir rannsókn málsins og sögðust vilja að málið yrði opnað á ný og rannsókn tekin upp en morðinginn gengur enn laus. Eftir að viðtalið var birt hringdi Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í móður Hrafnhildar Lilju og sagðist vilja skoða málið nánar og óska eftir upplýsingum frá lögreglunni úti. Líney segir að Karl Steinar hafi hringt símtalið sem hún hafi beðið eftir í fjórtán ár. „Já þetta er sko langþráð símtal. Bara yndislegt og nú er maður búinn að fá hreyfingu á málið,“ sagði Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar. „Hann hringir bara eftir viðtalið og lætur mig vita að þeir hafi áhuga á að skoða og fara yfir málið og að þetta væru ekki þeirra vinnubrögð.“ Sérstaklega séu þær þakklátar lögreglu fyrir að hafa hlustað. Þær finna fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. „Bara ótrúleg. Við erum búin að fá svo svakalegan stuðning og þetta hefur gefið okkur svo mikið. Hún er alla vegana ekki gleymd.“ Þær segjast hafa fengið svakaleg viðbrögð í kjölfar viðtalsins og hreyfingu á málið sem gefi þeim mjög mikið. „Bærinn, allur bærinn stendur við bakið á okkur. Segja hvað við séum miklar hetjur að stíga fram og þakka okkur fyrir að fara í þetta viðtal,“ sagði Sigurlaug Hrafnsdóttir, móðursystir Hrafnhildar. „Við erum bara svo þakklátar fyrir þessum viðbrögðum og lögreglu og öllum sem hafa tekið þátt, við erum þakklát,“ sagði Líney.
Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Ferðalög Lögreglumál Lögreglan Íslendingar erlendis Fjallabyggð Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira