„Eiginlega alveg öruggt“ að gosinu sé lokið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2022 09:23 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Arnar Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að það sé eiginlega alveg öruggt að eldgosinu í Meradölum sé lokið. Eldgosið hefur verið í dvala auk þess sem að óróinn liggur niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. Magnúst Tumi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður einfaldrar spurningar: Er gosið búið eða ekki? „Það er eiginlega alveg öruggt að það er búið. Það má eiginlega segja að þetta gos hafi verið endirinn á hinu gosinu,“ sagði Magnús Tumi og vísaði þar til eldgossins við Fagradalsfjall á síðasta ári. Eldgosið hófst 3. ágúst síðastliðinn.Vísir/Vilhelm „Það klipptist á það á einni örskotsstundu. Það var alltaf að byrja og stoppa. 18. september bara hætti það skyndilega,“ sagði hann fremur og vísaði til gosloka gossins í fyrra. Sagði Magnús Tumi einnig að það myndi koma sér á óvart ef gosið færi aftur af stað innan fárra daga. „Það fjaraði út, það tæmdist. Þrýstingurinn er búinn. Þetta er eins og þegar dekkið er sprungið. Það þarf að bæta það, það þarf að gróa fyrir og svo þarf að pumpast í aftur,“ sagði Magnús Tumi. Sagði hann enn fremur að á næstu dögum myndu koma í ljóst hvort að kvika haldi áfram að safnast í kvikuganginum sem liggur við Fagradalsfjall og Meradali. „Svo er spurning, er búið eða mun kvika halda áfram að safnast fyrir? Það sjáum við á næstu vikum og mánuðum hvernig það verður. Við verðum að vera undir það búinn að það geti komið meira en það er ómögulegt að segja. Þetta er bara svona.“ Svæðið verður þó áfram vaktað enda eru formleg goslok vanalega miðað við þrjá mánuði frá því að slokkni á gosóróa. Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Tengdar fréttir Gosið enn í dvala og órói liggur niðri Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. 22. ágúst 2022 07:26 „Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21. ágúst 2022 10:08 Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20. ágúst 2022 14:57 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Eldgosið hefur verið í dvala auk þess sem að óróinn liggur niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. Magnúst Tumi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður einfaldrar spurningar: Er gosið búið eða ekki? „Það er eiginlega alveg öruggt að það er búið. Það má eiginlega segja að þetta gos hafi verið endirinn á hinu gosinu,“ sagði Magnús Tumi og vísaði þar til eldgossins við Fagradalsfjall á síðasta ári. Eldgosið hófst 3. ágúst síðastliðinn.Vísir/Vilhelm „Það klipptist á það á einni örskotsstundu. Það var alltaf að byrja og stoppa. 18. september bara hætti það skyndilega,“ sagði hann fremur og vísaði til gosloka gossins í fyrra. Sagði Magnús Tumi einnig að það myndi koma sér á óvart ef gosið færi aftur af stað innan fárra daga. „Það fjaraði út, það tæmdist. Þrýstingurinn er búinn. Þetta er eins og þegar dekkið er sprungið. Það þarf að bæta það, það þarf að gróa fyrir og svo þarf að pumpast í aftur,“ sagði Magnús Tumi. Sagði hann enn fremur að á næstu dögum myndu koma í ljóst hvort að kvika haldi áfram að safnast í kvikuganginum sem liggur við Fagradalsfjall og Meradali. „Svo er spurning, er búið eða mun kvika halda áfram að safnast fyrir? Það sjáum við á næstu vikum og mánuðum hvernig það verður. Við verðum að vera undir það búinn að það geti komið meira en það er ómögulegt að segja. Þetta er bara svona.“ Svæðið verður þó áfram vaktað enda eru formleg goslok vanalega miðað við þrjá mánuði frá því að slokkni á gosóróa.
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Tengdar fréttir Gosið enn í dvala og órói liggur niðri Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. 22. ágúst 2022 07:26 „Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21. ágúst 2022 10:08 Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20. ágúst 2022 14:57 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Gosið enn í dvala og órói liggur niðri Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. 22. ágúst 2022 07:26
„Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21. ágúst 2022 10:08
Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20. ágúst 2022 14:57