Ofurölvi bílstjórar óku inn í mannmergðina á Menningarnótt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 19:04 Dagur B. Eggertsson vill bregðast við auknum vopnaburði og hnífstungumálum í miðbænum. Ásgeir Þór Ásgeirsson aðsoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir mikla mildi að tveir ofurölvi bílstjórar hafi ekki valdið stórslysum þegar þeir óku inn á svæði þar sem mikill mannfjöldi var á Menningarnótt. Vísir Mikil mildi þykir að tveir ofurölvi ökumenn hafi ekki valdið stórslysum á Menningarnótt þegar þeir óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi. Lögreglan segir gríðarleg vonbrigði að enn eitt hnífaárásarmálið hafi komið upp. Borgarstjóri vill bregðast við auknum hnífaárásum ungmenna. Tvöfalt fleiri mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt en kvöldið á undan. Þó nokkur alvarleg atvik komu upp. Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir alvarlegasta málið hafa verið hnífstunguárás á Lækjartorgi þar sem tveir slösuðust. „Það eru rauð flögg hjá okkur þegar við sjáum helgi eftir helgi átök sem enda með því að eggvopnum er beitt. Við erum ekki sátt við það og ekki heldur samfélagið,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri hjá LRH. Ásgeir segir enn fremur mikla mildi að ekki hafi orðið stórslys í miðbænum vegna ölvunaraksturs skömmu eftir flugeldasýninguna á Menningarnótt. „Við fengum tilkynningar að ölvaðir ökumenn væru að keyra um eftir flugeldasýninguna þar sem áttu aðeins að vera gangandi vegfarendur. Annar þeirra ók utan í mann á rafhlaupahjóli við Þjóðleikhúsið á Hverfisgötu þar sem var fyrir gríðarlegur mannfjöldi. Við náðum honum svo á Sæbraut. Hinn keyrði út Lindargötu og að Lækjargötu þar sem hann náðist mjög nálægt stóra sviðinu. Þá var hann búinn að keyra á tvö bíla. Þar var líka mikill mannfjöldi á leið heim eftir tónleika og flugeldasýningu. Það er í raun mesta mildi að ekki hafi farið ver,“ segir Ásgeir. Ökumennirnir voru látnir gista fangageymslur. Þá náðist hópárás á mynd á Austurvelli þar sem sést þegar hópur fólks ræðst á ungan mann og lætur höggin dynja á höfði hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líðan mannsins eftir atvikum en hann er meðal annars kinnbeinsbrotinn. Mikilvægt að bregðast við Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur áhyggjur af þróun mála. „Ég hef áhyggjur af fjölgun hnífamála í miðborg Reykjavíkur. Eftir Menningarnótt förum við alltaf yfir málin ásamt lögreglu og öðrum skipuleggjendum og þetta verður rætt á næsta fundi. Það er mikilvægt að fylgjast með svona þróun og grípa inn í. Menningarnótt Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00 Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29 Aldrei jafn mörg atvik hjá slökkviliðinu á einni næturvakt Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð. 21. ágúst 2022 15:02 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Tvöfalt fleiri mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt en kvöldið á undan. Þó nokkur alvarleg atvik komu upp. Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir alvarlegasta málið hafa verið hnífstunguárás á Lækjartorgi þar sem tveir slösuðust. „Það eru rauð flögg hjá okkur þegar við sjáum helgi eftir helgi átök sem enda með því að eggvopnum er beitt. Við erum ekki sátt við það og ekki heldur samfélagið,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri hjá LRH. Ásgeir segir enn fremur mikla mildi að ekki hafi orðið stórslys í miðbænum vegna ölvunaraksturs skömmu eftir flugeldasýninguna á Menningarnótt. „Við fengum tilkynningar að ölvaðir ökumenn væru að keyra um eftir flugeldasýninguna þar sem áttu aðeins að vera gangandi vegfarendur. Annar þeirra ók utan í mann á rafhlaupahjóli við Þjóðleikhúsið á Hverfisgötu þar sem var fyrir gríðarlegur mannfjöldi. Við náðum honum svo á Sæbraut. Hinn keyrði út Lindargötu og að Lækjargötu þar sem hann náðist mjög nálægt stóra sviðinu. Þá var hann búinn að keyra á tvö bíla. Þar var líka mikill mannfjöldi á leið heim eftir tónleika og flugeldasýningu. Það er í raun mesta mildi að ekki hafi farið ver,“ segir Ásgeir. Ökumennirnir voru látnir gista fangageymslur. Þá náðist hópárás á mynd á Austurvelli þar sem sést þegar hópur fólks ræðst á ungan mann og lætur höggin dynja á höfði hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líðan mannsins eftir atvikum en hann er meðal annars kinnbeinsbrotinn. Mikilvægt að bregðast við Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur áhyggjur af þróun mála. „Ég hef áhyggjur af fjölgun hnífamála í miðborg Reykjavíkur. Eftir Menningarnótt förum við alltaf yfir málin ásamt lögreglu og öðrum skipuleggjendum og þetta verður rætt á næsta fundi. Það er mikilvægt að fylgjast með svona þróun og grípa inn í.
Menningarnótt Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00 Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29 Aldrei jafn mörg atvik hjá slökkviliðinu á einni næturvakt Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð. 21. ágúst 2022 15:02 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00
Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29
Aldrei jafn mörg atvik hjá slökkviliðinu á einni næturvakt Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð. 21. ágúst 2022 15:02