Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina Bjarki Sigurðsson skrifar 23. ágúst 2022 20:08 Viktor hefur stórtapað á frestun tónleikanna. Vísir/Vésteinn Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós. Viktor býr á Reyðarfirði ásamt kærustu sinni, Helgu Guðrúnu. Þau flugu til Reykjavíkur snemma í gærmorgun til að fara á tónleika með stórsöngvaranum Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Um hádegisbilið í gær barst síðan tilkynning frá tónleikahaldaranum Reykjavík Live. Þar kom fram að fyrirtækið neyddist til þess að fresta tónleikunum „vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd fyrirhugaðara tónleika“. Viktor og Helga flugu til Reykjavíkur frá Egilsstöðum en stuttu eftir komuna var þeim tjáð að tónleikunum væri frestað. Þegar tilkynningin barst var einungis rúmur sólarhringur í tónleikana og Viktor og Helga mætt til Reykjavíkur, búin að leigja bílaleigubíl og redda sumarfríi. Í samtali við fréttastofu segist Viktor áætla að þetta séu um hundrað þúsund krónur sem þau tapa á þessu. „Svo vorum við beðin um að setja okkur í samband við þau en svörin sem við fengum þar voru mjög svipuð og svörin sem þau gáfu öllum. Að við ættum að bíða og sjá hvað þeir geti gert eftir að þeir tilkynna nýja dagsetningu,“ segir Viktor. „Þetta eru frekar loðin svör sem fólk er að fá frá þeim. Mér finnst það hljóma svolítið þannig eins og þeir vilji ekki segja hvað gerðist.“ Hann vill þó meina að þau séu heppin að hafa ekki tapað meiru en þau gátu fengið fría gistingu hjá vinum þeirra og eru með góða afslætti. Tjónið hefði því getað verið mun meira. „Þetta er leiðinlegt en þetta er líka leiðinlegt fyrir tónleikahaldarana. Ég óska þeim hins besta og vonandi verður hægt að finna einhverja lausn á þessu. Vonandi græjast þetta allt saman og þessir tónleikar verða bara haldnir fyrr eða síðar,“ segir Viktor. Tónleikar á Íslandi Neytendur Reykjavík Fjarðabyggð Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira
Viktor býr á Reyðarfirði ásamt kærustu sinni, Helgu Guðrúnu. Þau flugu til Reykjavíkur snemma í gærmorgun til að fara á tónleika með stórsöngvaranum Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Um hádegisbilið í gær barst síðan tilkynning frá tónleikahaldaranum Reykjavík Live. Þar kom fram að fyrirtækið neyddist til þess að fresta tónleikunum „vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd fyrirhugaðara tónleika“. Viktor og Helga flugu til Reykjavíkur frá Egilsstöðum en stuttu eftir komuna var þeim tjáð að tónleikunum væri frestað. Þegar tilkynningin barst var einungis rúmur sólarhringur í tónleikana og Viktor og Helga mætt til Reykjavíkur, búin að leigja bílaleigubíl og redda sumarfríi. Í samtali við fréttastofu segist Viktor áætla að þetta séu um hundrað þúsund krónur sem þau tapa á þessu. „Svo vorum við beðin um að setja okkur í samband við þau en svörin sem við fengum þar voru mjög svipuð og svörin sem þau gáfu öllum. Að við ættum að bíða og sjá hvað þeir geti gert eftir að þeir tilkynna nýja dagsetningu,“ segir Viktor. „Þetta eru frekar loðin svör sem fólk er að fá frá þeim. Mér finnst það hljóma svolítið þannig eins og þeir vilji ekki segja hvað gerðist.“ Hann vill þó meina að þau séu heppin að hafa ekki tapað meiru en þau gátu fengið fría gistingu hjá vinum þeirra og eru með góða afslætti. Tjónið hefði því getað verið mun meira. „Þetta er leiðinlegt en þetta er líka leiðinlegt fyrir tónleikahaldarana. Ég óska þeim hins besta og vonandi verður hægt að finna einhverja lausn á þessu. Vonandi græjast þetta allt saman og þessir tónleikar verða bara haldnir fyrr eða síðar,“ segir Viktor.
Tónleikar á Íslandi Neytendur Reykjavík Fjarðabyggð Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira