Frá þessu er greint í Fréttablaðinu.
NPA stendur fyrir Notendastýrð persónuleg aðstoð og um var að ræða atkvæðagreiðslu í fjölskylduráði Hafnarfjarðar.
Samþykktin þýðir að tímagjald samninga í Hafnarfirði mun taka mið af kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar og Eflingar fyrir aðstoðarfólk NPA notenda. Öll önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar tekið upp taxtann.
Samkvæmt Fréttablaðinu er heildarfjöldi samninga í Hafnarfirði 19 og áætlað er að kostnaðarauki vegna þessa muni nema 45 milljónum króna.