Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 24. ágúst 2022 10:31 Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. Þetta kallar á aðhaldssamari peningastefnu og hærri stýrivexti en ella, snarpar breytingar á vaxtastigi sem bitna ekki síst á ungu fólki í eigin húsnæði og fyrstu kaupendum, meðal annars tekjulágum fjölskyldum sem skriðu gegnum greiðslumat á tímum sögulega lágra vaxta í heimsfaraldri en horfa nú upp á greiðslubyrðina rjúka upp úr öllu valdi, jafnvel um vel á annað hundrað þúsund krónur á einu ári. Vaxtabótakerfið var hannað til að grípa fólk, dempa höggið við svona aðstæður, en flokkarnir sem stjórna landinu kusu að brjóta þetta kerfi niður og beina húsnæðisstuðningnum frekar til tekjuhæstu heimila í formi skattfríðinda. Ráðstafanir á ríkisfjármálahliðinni til að draga úr þenslu koma ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Samkvæmt kynningu sem þingið fékk í júní fela þær meðal annars í sér að þrengt verður að lágtekju- og millitekjufólki með hækkunum á neyslusköttum. Þetta er tvöfaldur skellur fyrir fólkið í lægri tekjuendanum, hópana sem verja hæsta hlutfalli tekna sinna til neyslu – þeir fá bæði að kenna verst á verðbólgunni sjálfri og meðölunum sem er beitt gegn henni. Það er ekkert náttúrulögmál að aðhald í ríkisfjármálum sé látið bitna óhindrað á tekjulægri hópum samfélagsins: Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lagt sérstaka áherslu á sanngjarnari skattlagningu fyrirtækja og fjármagns og eflingu skattaeftirlits til að vinna á fjárlagahallanum og draga úr verðbólgu og meira að segja íhaldsstjórnin í Bretlandi beitir hvalrekasköttum til að fjármagna stuðningsaðgerðir fyrir almenning vegna hækkandi verðlags. Eitt af því sem verður að horfa til á Íslandi – sanngirnismál sem Tekjublöðin minna okkur á árlega – er að jafna skattbyrðina milli fjármagns og launa og endurskoða skattamatsreglur til að girða fyrir að atvinnutekjur séu taldar ranglega fram sem fjármagnstekjur. Hagdeild ASÍ telur að með því að takmarka möguleika til slíks tekjutilflutnings megi auka tekjur ríkissjóð um allt að átta milljarða króna á ári og að sú skattbyrði myndi einvörðungu leggjast á tekjuhæstu 10 prósent skattgreiðenda. Kaupmáttur launa hefur rýrnað og kostnaður af rekstri heimilis hjá dæmigerðri barnafjölskyldu hækkað um tugi þúsunda á örfáum mánuðum. Flýtingin á lögbundinni hækkun greiðslna til eldra fólks og öryrkja sem var samþykkt á Alþingi í júní hefur þegar fuðrað upp á verðbólgubálinu og sama gildir um aðrar mótvægisaðgerðir. Hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað fer hækkandi, skuggalega hátt hlutfall fólks segist eiga erfitt með að ná endum saman eða reka heimili sitt á yfirdrætti og ójöfnuður fer vaxandi: ráðstöfunartekjur jukust mest hjá tekjuhæstu tíu prósentum Íslendinga í fyrra og skattbyrðin hefur minnkað hjá þeim allra tekjuhæstu en aukist hjá öðrum. Þetta er efnahagspólitík sem elur á sundrungu og grefur undan samstöðu. Við verðum að skipta um kúrs. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Kjaramál Fjármál heimilisins Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. Þetta kallar á aðhaldssamari peningastefnu og hærri stýrivexti en ella, snarpar breytingar á vaxtastigi sem bitna ekki síst á ungu fólki í eigin húsnæði og fyrstu kaupendum, meðal annars tekjulágum fjölskyldum sem skriðu gegnum greiðslumat á tímum sögulega lágra vaxta í heimsfaraldri en horfa nú upp á greiðslubyrðina rjúka upp úr öllu valdi, jafnvel um vel á annað hundrað þúsund krónur á einu ári. Vaxtabótakerfið var hannað til að grípa fólk, dempa höggið við svona aðstæður, en flokkarnir sem stjórna landinu kusu að brjóta þetta kerfi niður og beina húsnæðisstuðningnum frekar til tekjuhæstu heimila í formi skattfríðinda. Ráðstafanir á ríkisfjármálahliðinni til að draga úr þenslu koma ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Samkvæmt kynningu sem þingið fékk í júní fela þær meðal annars í sér að þrengt verður að lágtekju- og millitekjufólki með hækkunum á neyslusköttum. Þetta er tvöfaldur skellur fyrir fólkið í lægri tekjuendanum, hópana sem verja hæsta hlutfalli tekna sinna til neyslu – þeir fá bæði að kenna verst á verðbólgunni sjálfri og meðölunum sem er beitt gegn henni. Það er ekkert náttúrulögmál að aðhald í ríkisfjármálum sé látið bitna óhindrað á tekjulægri hópum samfélagsins: Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lagt sérstaka áherslu á sanngjarnari skattlagningu fyrirtækja og fjármagns og eflingu skattaeftirlits til að vinna á fjárlagahallanum og draga úr verðbólgu og meira að segja íhaldsstjórnin í Bretlandi beitir hvalrekasköttum til að fjármagna stuðningsaðgerðir fyrir almenning vegna hækkandi verðlags. Eitt af því sem verður að horfa til á Íslandi – sanngirnismál sem Tekjublöðin minna okkur á árlega – er að jafna skattbyrðina milli fjármagns og launa og endurskoða skattamatsreglur til að girða fyrir að atvinnutekjur séu taldar ranglega fram sem fjármagnstekjur. Hagdeild ASÍ telur að með því að takmarka möguleika til slíks tekjutilflutnings megi auka tekjur ríkissjóð um allt að átta milljarða króna á ári og að sú skattbyrði myndi einvörðungu leggjast á tekjuhæstu 10 prósent skattgreiðenda. Kaupmáttur launa hefur rýrnað og kostnaður af rekstri heimilis hjá dæmigerðri barnafjölskyldu hækkað um tugi þúsunda á örfáum mánuðum. Flýtingin á lögbundinni hækkun greiðslna til eldra fólks og öryrkja sem var samþykkt á Alþingi í júní hefur þegar fuðrað upp á verðbólgubálinu og sama gildir um aðrar mótvægisaðgerðir. Hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað fer hækkandi, skuggalega hátt hlutfall fólks segist eiga erfitt með að ná endum saman eða reka heimili sitt á yfirdrætti og ójöfnuður fer vaxandi: ráðstöfunartekjur jukust mest hjá tekjuhæstu tíu prósentum Íslendinga í fyrra og skattbyrðin hefur minnkað hjá þeim allra tekjuhæstu en aukist hjá öðrum. Þetta er efnahagspólitík sem elur á sundrungu og grefur undan samstöðu. Við verðum að skipta um kúrs. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun