Tvö börn á leiðinni
Auk barnsins sem er væntanlegt með Brittany á hann von á sínu þriðja barni með áhrifavaldinum Abby De La Rosa en fyrir eiga þau saman tvíburana Zion og Zillion.
Nick er einnig faðir tvíburanna Monroe og Moroccan sem hann á með fyrrum eiginkonu sinni söngkonunni Mariah Carey. Þá á hann soninn Legendary Love með áhrifavaldinum Bre Tiesis og soninn Zen með áhrifavaldinum Alyssu Scott. Zen lést aðeins fimm mánaða gamall vegna heilakrabbameins í lok síðasta árs.
Tengir einkvæni við sjálfselsku og eignarhald
Nick sagði í hlaðvarpinu The Language of Love að hann tengi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald.
„Ég tek fulla ábyrgð. Ef ég stunda óvarið kynlíf með konu þá er mögulegt að við munum eignast barn. Ég ber það mikla virðingu fyrir sjálfum mér að ef ég er kominn á þann stað með konu að taka af mér smokkinn, þá er það af því ég hef hugsað með mér að hún geti orðið barnsmóðir mín,“ sagði hann einnig í hlaðvarpinu.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af Nick í föðurhlutverkinu: