Fleiri sækja í frjósemismeðferðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. ágúst 2022 21:01 Snorri Einarsson yfirlæknir á Livio segir nóg hafa verið að gera undanfarið. Vísir/Sigurjón Eftirspurn eftir frjósemismeðferðum hefur aukist töluvert síðustu ár eða frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Livio Reykjavik er eina stofan á Íslandi sem sérhæfir sig í frjósemismeðferðum. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð urðu takmarkanir til þess að draga þurfti úr meðferðum en á sama tíma fóru fleiri að leita þangað en áður. „Meðan á faraldrinum stóð þá virðist líka eins og fólk hafi haft meiri áhuga á barneignum. Sem sést bara í því að það eru töluvert fleiri fædd börn árið 2021 heldur en undanfarin ár og þegar að fleiri eru að reyna að eignast börn þá eru líka fleiri sem lenda í vandræðum með það og við sjáum það hér. Það hafa fleiri sótt til okkar,“ segir Snorri Einarsson yfirlæknir hjá Livio. Hann telur aukninguna í kringum 15%. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Fleira starfsfólk hefur því verið ráðið til að stytta biðtímann. Nokkuð er um að konur sem eru orðnar eldri og hafa beðið með barneignir leiti til Livio. „Við viljum gjarnan að fólk hafi það í huga að fara helst af stað með barneignir fyrir eða um þrítugt af því að þá er svona þessu frjóasta skeiði að ljúka og frjósemin fer að dala eftir það og mjög hratt eftir 35 ára.“ Fleira starfsfólk hefur verið ráðið til að anna auknu álagi.Vísir/Sigurjón Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Snorri segir betra að frysta eggin fyrr en seinna. „Kona er í miklu betri stöðu þegar hún vill eignast barn segjum þrjátíu og níu ára gömul ef hún getur nýtt egg sem voru fryst þegar hún var þrjátíu og þriggja ára heldur en ef þau voru fryst þegar hún var þrjátíu og sjö ára.“ Hann segir aukna eftirspurn eftir meðferðum einnig hafa sést í hruninu. „Þá svona horfir fólk inn á við og kannski í þessi grunngildi eins og að stofna fjölskyldu og annað þess háttar. Þannig að þetta er greinilega einhver hegðun hjá okkur að þegar eitthvað bjátar á þá finnst okkur þetta vera eitthvað sem við eigum að gera.“ Heilbrigðismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Livio Reykjavik er eina stofan á Íslandi sem sérhæfir sig í frjósemismeðferðum. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð urðu takmarkanir til þess að draga þurfti úr meðferðum en á sama tíma fóru fleiri að leita þangað en áður. „Meðan á faraldrinum stóð þá virðist líka eins og fólk hafi haft meiri áhuga á barneignum. Sem sést bara í því að það eru töluvert fleiri fædd börn árið 2021 heldur en undanfarin ár og þegar að fleiri eru að reyna að eignast börn þá eru líka fleiri sem lenda í vandræðum með það og við sjáum það hér. Það hafa fleiri sótt til okkar,“ segir Snorri Einarsson yfirlæknir hjá Livio. Hann telur aukninguna í kringum 15%. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Fleira starfsfólk hefur því verið ráðið til að stytta biðtímann. Nokkuð er um að konur sem eru orðnar eldri og hafa beðið með barneignir leiti til Livio. „Við viljum gjarnan að fólk hafi það í huga að fara helst af stað með barneignir fyrir eða um þrítugt af því að þá er svona þessu frjóasta skeiði að ljúka og frjósemin fer að dala eftir það og mjög hratt eftir 35 ára.“ Fleira starfsfólk hefur verið ráðið til að anna auknu álagi.Vísir/Sigurjón Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Snorri segir betra að frysta eggin fyrr en seinna. „Kona er í miklu betri stöðu þegar hún vill eignast barn segjum þrjátíu og níu ára gömul ef hún getur nýtt egg sem voru fryst þegar hún var þrjátíu og þriggja ára heldur en ef þau voru fryst þegar hún var þrjátíu og sjö ára.“ Hann segir aukna eftirspurn eftir meðferðum einnig hafa sést í hruninu. „Þá svona horfir fólk inn á við og kannski í þessi grunngildi eins og að stofna fjölskyldu og annað þess háttar. Þannig að þetta er greinilega einhver hegðun hjá okkur að þegar eitthvað bjátar á þá finnst okkur þetta vera eitthvað sem við eigum að gera.“
Heilbrigðismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent