Forystumenn í atvinnulífi þurfi að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum Snorri Másson skrifar 25. ágúst 2022 19:33 Forsætisráðherra segir ekki hægt að tala um lítið svigrúm til launahækkana ef það á ekki að gilda fyrir stjórnendur líka. Forystumenn í atvinnulífinu verði að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum. Það er að sögn ráðherra mjög alvarlegt ef verðbólgan fer úr böndunum og Seðlabankinn á ærið verk fyrir höndum. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna ákvörðun Seðlabankans um að hækka enn stýrivexti eins og gert var í gær um 75 punkta. Rýtingur í bakið á heimilum landsins, segja hagsmunasamtök heimilanna. Algerlega óskiljanlegt, segir formaður VR. En forsætisráðherra? „Seðlabankinn stendur frammi fyrir flóknu verkefni. Það er alveg ljóst að ef verðbólgan fer hér úr böndunum stöndum við frammi fyrir mjög alvarlegri stöðu. Þess vegna skiptir svo máli að við tökum höndum saman og þar hafa stjórnvöld og Seðlabanki leitast við að stilla saman strengi,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir eitt verða yfir alla að ganga ef því er haldið fram að lítið svigrúm sé til launahækkana.vísir/vilhelm „Lítið svigrúm til launahækkana“ verði að gilda fyrir alla Kjaraviðræður eru fram undan og forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni þar leggja sitt af mörkum til að bæta kjör fólks. Á endanum sé það þó launafólks og atvinnurekenda að semja sín á milli. „Þar ber launafólk ekki eitt ábyrgð,“ segir Katrín. „Þar skiptir líka miklu máli að atvinnurekendur og forystumenn í atvinnulífi sýni hófsemd í eigin launagreiðslum til að skapa sáttina sem þarf til að við getum í raun bætt lífskjör almennings. Það gerum við auðvitað með því að bæta kaupmátt en ekki bara hækka laun. Það þarf að fylgja,“ segir Katrín. „Á sama tíma og talað er um lítið svigrúm til launahækkana þá verður það að gilda fyrir allan stigann. Það getur ekki bara gilt fyrir launafólk. Það hlýtur að gilda ekki síður fyrir stjórnendur.“ Þannig að þeir eiga að taka þetta til sín? „Algerlega. Þess vegna segi ég, það er alvarlegt ef verðbólga fer úr böndunum. Við þurfum öll að standa saman, þetta er hluti af því." Krónan tilkynnti um það í vikunni að vöruverð yrði fryst á fleiri en tvö hundruð vörum. Katrín segir fyrirtæki hafa margar leiðir til að reyna að hemja verðbólguna, en þetta sé ein þeirra. „Mér finnst það jákvætt ef verslunin tekur þátt í þessu sameiginlega verkefni okkar að hafa hemil á verðbólgunni og ég held að það skipti máli,“ segir Katrín. Efnahagsmál Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“ Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá. 24. ágúst 2022 20:52 Ásgeir: Krónan töluð niður ef hún sveiflaðist jafnmikið og evran Ef gengi íslensku krónunnar sveiflaðist jafn mikið og gengi evru gagnvart Bandaríkjadal hefur gert yrði eflaust skrifað um það í íslenskum fjölmiðlum og bent á hversu slæmur gjaldmiðill krónan væri. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun. 24. ágúst 2022 16:02 Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 24. ágúst 2022 21:35 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Margir hafa orðið til þess að gagnrýna ákvörðun Seðlabankans um að hækka enn stýrivexti eins og gert var í gær um 75 punkta. Rýtingur í bakið á heimilum landsins, segja hagsmunasamtök heimilanna. Algerlega óskiljanlegt, segir formaður VR. En forsætisráðherra? „Seðlabankinn stendur frammi fyrir flóknu verkefni. Það er alveg ljóst að ef verðbólgan fer hér úr böndunum stöndum við frammi fyrir mjög alvarlegri stöðu. Þess vegna skiptir svo máli að við tökum höndum saman og þar hafa stjórnvöld og Seðlabanki leitast við að stilla saman strengi,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir eitt verða yfir alla að ganga ef því er haldið fram að lítið svigrúm sé til launahækkana.vísir/vilhelm „Lítið svigrúm til launahækkana“ verði að gilda fyrir alla Kjaraviðræður eru fram undan og forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni þar leggja sitt af mörkum til að bæta kjör fólks. Á endanum sé það þó launafólks og atvinnurekenda að semja sín á milli. „Þar ber launafólk ekki eitt ábyrgð,“ segir Katrín. „Þar skiptir líka miklu máli að atvinnurekendur og forystumenn í atvinnulífi sýni hófsemd í eigin launagreiðslum til að skapa sáttina sem þarf til að við getum í raun bætt lífskjör almennings. Það gerum við auðvitað með því að bæta kaupmátt en ekki bara hækka laun. Það þarf að fylgja,“ segir Katrín. „Á sama tíma og talað er um lítið svigrúm til launahækkana þá verður það að gilda fyrir allan stigann. Það getur ekki bara gilt fyrir launafólk. Það hlýtur að gilda ekki síður fyrir stjórnendur.“ Þannig að þeir eiga að taka þetta til sín? „Algerlega. Þess vegna segi ég, það er alvarlegt ef verðbólga fer úr böndunum. Við þurfum öll að standa saman, þetta er hluti af því." Krónan tilkynnti um það í vikunni að vöruverð yrði fryst á fleiri en tvö hundruð vörum. Katrín segir fyrirtæki hafa margar leiðir til að reyna að hemja verðbólguna, en þetta sé ein þeirra. „Mér finnst það jákvætt ef verslunin tekur þátt í þessu sameiginlega verkefni okkar að hafa hemil á verðbólgunni og ég held að það skipti máli,“ segir Katrín.
Efnahagsmál Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“ Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá. 24. ágúst 2022 20:52 Ásgeir: Krónan töluð niður ef hún sveiflaðist jafnmikið og evran Ef gengi íslensku krónunnar sveiflaðist jafn mikið og gengi evru gagnvart Bandaríkjadal hefur gert yrði eflaust skrifað um það í íslenskum fjölmiðlum og bent á hversu slæmur gjaldmiðill krónan væri. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun. 24. ágúst 2022 16:02 Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 24. ágúst 2022 21:35 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“ Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá. 24. ágúst 2022 20:52
Ásgeir: Krónan töluð niður ef hún sveiflaðist jafnmikið og evran Ef gengi íslensku krónunnar sveiflaðist jafn mikið og gengi evru gagnvart Bandaríkjadal hefur gert yrði eflaust skrifað um það í íslenskum fjölmiðlum og bent á hversu slæmur gjaldmiðill krónan væri. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun. 24. ágúst 2022 16:02
Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 24. ágúst 2022 21:35
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent