Harpa Þórsdóttir er nýr þjóðminjavörður Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2022 08:56 Harpa Þórsdóttir, nýr þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Stjr Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, hefur verið skipuð nýr þjóðminjavörður. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Harpa er dóttir Þórs Magnússonar sem gegndi embætti þjóðminjavarðar á árunum 1968 til 2000. Sagt er frá skipun Hörpu á vef menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þar segir að Harpa hafi starfað við íslensk og erlend söfn í rúm tuttugu ár og sem safnstjóri Listasafns Íslands stjórnað einu af þremur höfuðsöfnum íslenska ríkisins. „Þar hefur hún á undanförnum árum leitt starfsemina inn í nýja tíma með áherslu á að miðla listaverkasafninu með stafrænum hætti. Skerpt hefur verið á menntunarhlutverki safnsins og yngstu gestirnir settir í forgang. Undir stjórn Hörpu eru metnaðarfull verkefni hafin sem munu stuðla að aukinni þekkingu á myndlist og íslenskri sögu og á sama tíma hefur Listasafn Íslands vaxið og starfsemi þess verið til fyrirmyndar. Harpa er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við fornleifafræði- og listasögudeild Sorbonne háskóla í París þar sem hún lagði stund á listasögu frá tímum frumkristni og lauk Maîtrise gráðu árið 1998. Árið 2016 lauk hún námi í breytingastjórnun fyrir safnstjórnendur við Getty Leadership Institute í Claremont Graduate University í Kaliforníu. Að loknu námi í París starfaði Harpa við safna- og fornleifafræðideild Boulogne-sur-Mer borgar í Frakklandi. Þar vann hún m.a. að fornleifakönnunum og skráningum. Hún var ráðin verkefnisstjóri menningarsamskipta við Ísland í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 þegar hún var ráðin deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands. Árið 2008 var Harpa ráðin forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ þar sem hún vann að flutningi safnsins og opnun á Garðatorgi ásamt uppbyggingu safnastarfsemi þess, þar til hún var skipuð safnstjóri Listasafns Íslands 2017. Harpa hefur gegnt trúnaðar- og félagsstörfum; setið í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana og situr nú í stjórn Norræna Vatnslitasafnsins í Svíþjóð og í fulltrúaráði Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Með tilliti til farsællar stjórnunarreynslu, víðtækra starfa innan safnageirans og góðrar þekkingar á málefnum Þjóðminjasafnsins, hefur menningar- og viðskiptaráðherra ákveðið að nýta heimild í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að flytja embættismann milli stofnana og skipa Hörpu þjóðminjavörð Þjóðminjasafns Íslands. Mun reynsla hennar nýtast til að taka við Þjóðminjasafni Íslands, höfuðsafni íslenska ríkisins á sviði menningarminja,“ segir á vef ráðuneytisins. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vistaskipti Fornminjar Söfn Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. 6. apríl 2022 11:21 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Sagt er frá skipun Hörpu á vef menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þar segir að Harpa hafi starfað við íslensk og erlend söfn í rúm tuttugu ár og sem safnstjóri Listasafns Íslands stjórnað einu af þremur höfuðsöfnum íslenska ríkisins. „Þar hefur hún á undanförnum árum leitt starfsemina inn í nýja tíma með áherslu á að miðla listaverkasafninu með stafrænum hætti. Skerpt hefur verið á menntunarhlutverki safnsins og yngstu gestirnir settir í forgang. Undir stjórn Hörpu eru metnaðarfull verkefni hafin sem munu stuðla að aukinni þekkingu á myndlist og íslenskri sögu og á sama tíma hefur Listasafn Íslands vaxið og starfsemi þess verið til fyrirmyndar. Harpa er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við fornleifafræði- og listasögudeild Sorbonne háskóla í París þar sem hún lagði stund á listasögu frá tímum frumkristni og lauk Maîtrise gráðu árið 1998. Árið 2016 lauk hún námi í breytingastjórnun fyrir safnstjórnendur við Getty Leadership Institute í Claremont Graduate University í Kaliforníu. Að loknu námi í París starfaði Harpa við safna- og fornleifafræðideild Boulogne-sur-Mer borgar í Frakklandi. Þar vann hún m.a. að fornleifakönnunum og skráningum. Hún var ráðin verkefnisstjóri menningarsamskipta við Ísland í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 þegar hún var ráðin deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands. Árið 2008 var Harpa ráðin forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ þar sem hún vann að flutningi safnsins og opnun á Garðatorgi ásamt uppbyggingu safnastarfsemi þess, þar til hún var skipuð safnstjóri Listasafns Íslands 2017. Harpa hefur gegnt trúnaðar- og félagsstörfum; setið í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana og situr nú í stjórn Norræna Vatnslitasafnsins í Svíþjóð og í fulltrúaráði Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Með tilliti til farsællar stjórnunarreynslu, víðtækra starfa innan safnageirans og góðrar þekkingar á málefnum Þjóðminjasafnsins, hefur menningar- og viðskiptaráðherra ákveðið að nýta heimild í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að flytja embættismann milli stofnana og skipa Hörpu þjóðminjavörð Þjóðminjasafns Íslands. Mun reynsla hennar nýtast til að taka við Þjóðminjasafni Íslands, höfuðsafni íslenska ríkisins á sviði menningarminja,“ segir á vef ráðuneytisins.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vistaskipti Fornminjar Söfn Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. 6. apríl 2022 11:21 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. 6. apríl 2022 11:21