„Held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2022 12:01 Ásmundur er spenntur fyrir leik morgundagsins og telur pressuna vera jafnt á báðum liðum. Vísir/Hulda Margrét „Leggst vel í mig, það er alltaf tilhlökkun fyrir þennan leik. Þetta er leikurinn sem allir vilja komast í, stærsti leikur ársins hverju sinni og eðlilega tilhlökkun fyrir slíkum leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari bikarmeistara Breiðabliks. Lið hans getur varið titilinn er það mætir Íslandsmeisturum Vals á Laugardalsvelli á laugardag. „Ég held að liðið komi ágætlega undan því. Auðvitað var svekkelsi eftir fyrri leikinn en við höfðum fínan tíma úti til að fara yfir það sem betur mátti fara og náðum fíni leik í seinna skiptið. Það gefur okkur auka kraft fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur er hann var spurður út í Evrópuleiki Breiðabliks á dögunum en liðið féll þar úr leik í Meistaradeild Evrópu. Breiðablik á titil að verja og hefur unnið þrjá bikartitla á síðustu fimm árum á meðan Valur hefur ekki unnið bikarkeppni KSÍ í áratug. Gefur það Blikum eitthvað í leiknum á laugardag? „Hjálpar það okkur ekki bara? Ég held það,“ sagði Ásmundur glaðlegur áður en hann gerðist öllu alvarlegri. „Nei það hefur ekkert að segja. Þetta er stórleikur milli tveggja góðra liða á Laugardalsvelli í flottri umgjörð, eins flott og það verður. Ég held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum.“ Klippa: Ásmundur fór yfir stöðu mála fyrir bikarúrslit „Auðvitað þarf að passa spennustigið en þetta er kannski þannig rútínan að við erum að koma til landsins síðastliðin mánudag eftir hörkuverkefni úti. Það er núllstilling, safna orku, tjasla öllum saman eftir það og byggja svo upp vonandi passlegt spennustig fyrir laugardaginn. Undirbúningurinn fyrir leikinn sjálfan reynum við að hafa sem líkastan hefðbundnum leik.“ „Það var hörkuleikur og hefðum alveg viljað sjá úrslitin öðruvísi þar. Við skoðum alltaf slíka hluti og reynum að byggja út frá því,“ sagði Ásmundur um hvaða lærdóm væri hægt að draga af deildarleik liðanna þar sem Valur hafði betur. „Ég held að það sé fyrst og fremst að einbeita sér að okkur, reyna ná góðri frammistöðu og spila okkar leik eins vel og við mögulega getum. Vonandi er það leiðin til að sigra leikinn og ná í bikarinn sem við viljum gera,“ sagði Ásmundur að endingu um leik morgundagsins. Að lokum var Ásmundur spurður út í stöðuna á Öglu Maríu Albertsdóttur sem dró sig nýverið út úr landsliðshóp Íslands. Hann gat ekki staðfest að hún yrði frá út tímabilið en hún varð fyrir meiðslum í Evrópuverkefni Breiðabliks en hversu lengi Agla María verður frá keppni mun koma í ljós. Leikur Breiðabliks og Vals í úrslitum Mjólkurbikars kvenna hefst klukkan 16.00 á Laugardalsvelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Bæði lið hafa unnið 13 bikartitla til þessa frá upphafi og því ljós að sigurvegari helgarinnar verður sigursælasta bikarlið Íslands í kvennaflokki frá upphafi. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Nú er komið að okkur“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. 26. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
„Ég held að liðið komi ágætlega undan því. Auðvitað var svekkelsi eftir fyrri leikinn en við höfðum fínan tíma úti til að fara yfir það sem betur mátti fara og náðum fíni leik í seinna skiptið. Það gefur okkur auka kraft fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur er hann var spurður út í Evrópuleiki Breiðabliks á dögunum en liðið féll þar úr leik í Meistaradeild Evrópu. Breiðablik á titil að verja og hefur unnið þrjá bikartitla á síðustu fimm árum á meðan Valur hefur ekki unnið bikarkeppni KSÍ í áratug. Gefur það Blikum eitthvað í leiknum á laugardag? „Hjálpar það okkur ekki bara? Ég held það,“ sagði Ásmundur glaðlegur áður en hann gerðist öllu alvarlegri. „Nei það hefur ekkert að segja. Þetta er stórleikur milli tveggja góðra liða á Laugardalsvelli í flottri umgjörð, eins flott og það verður. Ég held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum.“ Klippa: Ásmundur fór yfir stöðu mála fyrir bikarúrslit „Auðvitað þarf að passa spennustigið en þetta er kannski þannig rútínan að við erum að koma til landsins síðastliðin mánudag eftir hörkuverkefni úti. Það er núllstilling, safna orku, tjasla öllum saman eftir það og byggja svo upp vonandi passlegt spennustig fyrir laugardaginn. Undirbúningurinn fyrir leikinn sjálfan reynum við að hafa sem líkastan hefðbundnum leik.“ „Það var hörkuleikur og hefðum alveg viljað sjá úrslitin öðruvísi þar. Við skoðum alltaf slíka hluti og reynum að byggja út frá því,“ sagði Ásmundur um hvaða lærdóm væri hægt að draga af deildarleik liðanna þar sem Valur hafði betur. „Ég held að það sé fyrst og fremst að einbeita sér að okkur, reyna ná góðri frammistöðu og spila okkar leik eins vel og við mögulega getum. Vonandi er það leiðin til að sigra leikinn og ná í bikarinn sem við viljum gera,“ sagði Ásmundur að endingu um leik morgundagsins. Að lokum var Ásmundur spurður út í stöðuna á Öglu Maríu Albertsdóttur sem dró sig nýverið út úr landsliðshóp Íslands. Hann gat ekki staðfest að hún yrði frá út tímabilið en hún varð fyrir meiðslum í Evrópuverkefni Breiðabliks en hversu lengi Agla María verður frá keppni mun koma í ljós. Leikur Breiðabliks og Vals í úrslitum Mjólkurbikars kvenna hefst klukkan 16.00 á Laugardalsvelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Bæði lið hafa unnið 13 bikartitla til þessa frá upphafi og því ljós að sigurvegari helgarinnar verður sigursælasta bikarlið Íslands í kvennaflokki frá upphafi.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Nú er komið að okkur“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. 26. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
„Nú er komið að okkur“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. 26. ágúst 2022 10:00
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn