Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2022 11:26 Skjáskot úr myndbandinu. Andlit fórnarlambsins og annarra á svæðinu hafa verið afmáð. Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meðal sönnunargagna í málinu var myndband frá vettvangi sem birt var í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, í kjölfar árásarinnar. Samverkamaður Daniels, 25 ára karlmaður sem lét höggin dynja á fórnarlambinu, hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að málinu. Daniel var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hann hins vegar af tilraun til manndráps þar sem ekki væri hægt að slá því föstu að Daniel hlyti að hafa verið ljóst að bani kynni að hljótast af atlögunni. Var hann sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás. Daniel var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljón króna í miskabætur. Hinn sakborningurinn var dæmdur til að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að sá sem hafi orðið fyrir árásinni hafi verið með samfellin lungu báðum megin. Það hafi verið mat sérfræðilæknis að áverkinn gæti hafa verið eftir skrúfjárn, en áhaldið sem notast var við fannst aldrei á vettvangi. Læknirinn sagði áverkann hafa verið lífshættulegan, en að batahorfur væru góðar. Um aðdraganda árásarinnar segir að ákærðu hafi áður orðið fyrir áreiti eða árás inni á skemmtistaðnum, þó að engu sé slegið föstu um slíkt. Það sé hins vegar mat dómsins að árásin hafi verið tilefnislaus og að árás, eða eftir atvikum áreiti, sem ákærðu hafi orðið fyrir inni á skemmtistaðnum réttlæti ekki líkamsárásina fyrir utan staðinn. Framburður Daniels var af dómara metinn mjög óljós, en vitnisburður þess sem fyrir árásinni varð trúverðugur. Einnig sakfelldur fyrir aðra árás Daniel var einnig sakfelldur fyrir að hafa veist að 24 ára karlmanni fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í Bankastræti í júlí árið 2021 og gefið honum olnbogaskot í andlitið. Fórnarlambið í því máli hlaut tannbrot á tveimur framtönnum auk yfirborðsáverka á höfði og á hægri hendi. Var Daniel dæmdur til að greiða honum hálfa milljón króna í miskabætur. Dómsmál Næturlíf Reykjavík Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56 Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. 7. mars 2022 10:25 Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 9. mars 2022 16:18 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meðal sönnunargagna í málinu var myndband frá vettvangi sem birt var í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, í kjölfar árásarinnar. Samverkamaður Daniels, 25 ára karlmaður sem lét höggin dynja á fórnarlambinu, hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að málinu. Daniel var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hann hins vegar af tilraun til manndráps þar sem ekki væri hægt að slá því föstu að Daniel hlyti að hafa verið ljóst að bani kynni að hljótast af atlögunni. Var hann sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás. Daniel var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljón króna í miskabætur. Hinn sakborningurinn var dæmdur til að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að sá sem hafi orðið fyrir árásinni hafi verið með samfellin lungu báðum megin. Það hafi verið mat sérfræðilæknis að áverkinn gæti hafa verið eftir skrúfjárn, en áhaldið sem notast var við fannst aldrei á vettvangi. Læknirinn sagði áverkann hafa verið lífshættulegan, en að batahorfur væru góðar. Um aðdraganda árásarinnar segir að ákærðu hafi áður orðið fyrir áreiti eða árás inni á skemmtistaðnum, þó að engu sé slegið föstu um slíkt. Það sé hins vegar mat dómsins að árásin hafi verið tilefnislaus og að árás, eða eftir atvikum áreiti, sem ákærðu hafi orðið fyrir inni á skemmtistaðnum réttlæti ekki líkamsárásina fyrir utan staðinn. Framburður Daniels var af dómara metinn mjög óljós, en vitnisburður þess sem fyrir árásinni varð trúverðugur. Einnig sakfelldur fyrir aðra árás Daniel var einnig sakfelldur fyrir að hafa veist að 24 ára karlmanni fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í Bankastræti í júlí árið 2021 og gefið honum olnbogaskot í andlitið. Fórnarlambið í því máli hlaut tannbrot á tveimur framtönnum auk yfirborðsáverka á höfði og á hægri hendi. Var Daniel dæmdur til að greiða honum hálfa milljón króna í miskabætur.
Dómsmál Næturlíf Reykjavík Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56 Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. 7. mars 2022 10:25 Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 9. mars 2022 16:18 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56
Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. 7. mars 2022 10:25
Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 9. mars 2022 16:18