Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 21:04 Rökstuddur grunur er uppi um að Trump hafi brotið lög með því að hafa með sér háleynileg skjöl úr Hvíta húsinu. AP/Susan Walsh Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 1.184 skjöl, þar á meðal háleynileg skjöl, voru á heimili Trumps í Flórída þegar Bandaríska alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donalds Trumps í Mar-a-Lago í Flórída 8. ágúst og haldlagði skjölin. Samkvæmt yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins voru „mikið af trúnaðarupplýsingum“ á meðal þess sem lögreglan lagði hald á í Flórída. Skjöl Alríkislögreglunnar þar sem húsleitin er rökstudd.ap Fjölmörg leynileg skjöl Nánar tiltekið báru 184 skjöl merki um einhvers konar leynd, þar á meðal 67 skjöl merkt sem trúnaðarupplýsingar (e. confidential), 92 merkt leynileg (secret) og 25 merkt háleynileg (top-secret). Alríkislögreglan stendur í þeirri trú að á meðal gagna finnist upplýsingar sem hún kallar „upplýsingar um varnarmál landsins“, sem eru einhverjar mestu trúnaðarupplýsingar Bandaríkjanna. Að auki hafi verið illa farið með mörg skjalanna og þau geymd í kössum á meðal dagblaða, mynda og miða þar sem sjá má handskrift Trumps, svo fátt eitt sé nefnt. Í samtali við Washington Post segir Barbara McQuade, fyrrum saksóknari, að nú hafi komið í ljós að „skjölin hafi verið geymd á fjölmörgum stöðum á heimili Trumps og enginn þeirra hafi verið viðeigandi staður til að geyma slíkar trúnaðarupplýsingar.“ Grunaður um að hafa reynt að hindra rannsókn Í skjalinu þar sem leitin er rökstudd kemur einnig fram að grunur sé uppi um að Trump og hans bandamenn hafi logið til um innhald skjalanna þegar Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna óskaði eftir þeim. Að lokum blandaðist Alríkislögreglan í málið eftir ítrekaðar tilraunir skjalasafnsins til að komast yfir gögnin. Af skjölunum að ráða var Trump einnig varaður við því að taka skjalanna væri ólögleg og lögmenn hans hafi einnig samþykkt að gefa skjölin til baka. Í umfjöllun Washington Post er fjallað um að mögulegt sé að Trump og bandamenn hans eigi í virku samtali við Alríkislögregluna um rannsóknina og séu að veita þeim upplýsingar. Gögnin eru annars að miklu leyti ólæsilegar vegna rannsóknarhagsmuna en á næstu vikum má búast við fregnum af mögulegri málsókn saksóknara vegna málsins. Eins og áður segir telur lögreglan að rökstuddur grunur sé uppi um lögbrot Trumps með vörslu gagnanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
1.184 skjöl, þar á meðal háleynileg skjöl, voru á heimili Trumps í Flórída þegar Bandaríska alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donalds Trumps í Mar-a-Lago í Flórída 8. ágúst og haldlagði skjölin. Samkvæmt yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins voru „mikið af trúnaðarupplýsingum“ á meðal þess sem lögreglan lagði hald á í Flórída. Skjöl Alríkislögreglunnar þar sem húsleitin er rökstudd.ap Fjölmörg leynileg skjöl Nánar tiltekið báru 184 skjöl merki um einhvers konar leynd, þar á meðal 67 skjöl merkt sem trúnaðarupplýsingar (e. confidential), 92 merkt leynileg (secret) og 25 merkt háleynileg (top-secret). Alríkislögreglan stendur í þeirri trú að á meðal gagna finnist upplýsingar sem hún kallar „upplýsingar um varnarmál landsins“, sem eru einhverjar mestu trúnaðarupplýsingar Bandaríkjanna. Að auki hafi verið illa farið með mörg skjalanna og þau geymd í kössum á meðal dagblaða, mynda og miða þar sem sjá má handskrift Trumps, svo fátt eitt sé nefnt. Í samtali við Washington Post segir Barbara McQuade, fyrrum saksóknari, að nú hafi komið í ljós að „skjölin hafi verið geymd á fjölmörgum stöðum á heimili Trumps og enginn þeirra hafi verið viðeigandi staður til að geyma slíkar trúnaðarupplýsingar.“ Grunaður um að hafa reynt að hindra rannsókn Í skjalinu þar sem leitin er rökstudd kemur einnig fram að grunur sé uppi um að Trump og hans bandamenn hafi logið til um innhald skjalanna þegar Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna óskaði eftir þeim. Að lokum blandaðist Alríkislögreglan í málið eftir ítrekaðar tilraunir skjalasafnsins til að komast yfir gögnin. Af skjölunum að ráða var Trump einnig varaður við því að taka skjalanna væri ólögleg og lögmenn hans hafi einnig samþykkt að gefa skjölin til baka. Í umfjöllun Washington Post er fjallað um að mögulegt sé að Trump og bandamenn hans eigi í virku samtali við Alríkislögregluna um rannsóknina og séu að veita þeim upplýsingar. Gögnin eru annars að miklu leyti ólæsilegar vegna rannsóknarhagsmuna en á næstu vikum má búast við fregnum af mögulegri málsókn saksóknara vegna málsins. Eins og áður segir telur lögreglan að rökstuddur grunur sé uppi um lögbrot Trumps með vörslu gagnanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01
Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31
Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16