Elvar Már: Ekki við KKÍ að sakast Atli Arason skrifar 26. ágúst 2022 23:31 Elvar Már Friðriksson, leikmaður íslenska landsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Elvar Már Friðriksson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir orð sín í viðtali eftir leik Íslands og Spánar hafa verið mistúlkið. „Þetta var algjörlega tekið úr samhengi það sem við sögðum. Ég var spurður eftir leikinn hvernig mér leið og ég sagði að ég væri þreyttur og fengið stuttan undirbúning. Það er ekki við KKÍ að sakast eða þjálfarana eða neinn. Það var enginn að benda neinum fingrum eða neitt slíkt. Þetta var bara mistúlkað,“ sagði Elvar Már í viðtali við Stöð 2 í dag. Viðtalið við Elvar í heild má sjá í spilaranum hér að neðan en þar fer Elvar meðal annars yfir þær ástæður af hverju íslenska liðið fékk styttri undirbúning. Framundan er hins vegar mikilvægur leikur landsliðsins við Úkraínu annað kvöld í undankeppni HM. Ísland verður að vinna leikinn til að komast aftur í bílstjórasæti í riðlinum fyrir sæti á heimsmeistaramótinu en Elvar telur Ísland eiga góða möguleika. „Við horfðum aðeins á myndbönd af þeim í dag og þeir líta hrikalega vel út. Þeir eru með marga stóra og góða leikmenn þannig þetta verður mjög erfitt verkefni. Ef við náum að halda tempóinu hátt uppi, reyna mynda þessa stemningu sem hefur verið í þessu húsi og spila okkar leik þá eigum við góða möguleika.“ Leikurinn fer fram í Ólafssal á Ásvöllum í troðfullri höll en nú þegar eru allir miðar á leikinn uppseldir. „Það er ekki þægilegt fyrir þessi lið að koma í lítið íþróttahús þar sem áhorfendur eru nálægt og háværir, við fáum mikinn meðbyr með áhorfendunum. Það er ekkert auðvelt að koma hingað og spila á móti okkur. Við fáum aukna orku þegar við erum að spila hér og þá getum við verið erfiðir,“ sagði Elvar Már Friðriksson, leikmaður Íslands. Klippa: Elvar Már: Ekki við KKÍ að sakast Landslið karla í körfubolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
„Þetta var algjörlega tekið úr samhengi það sem við sögðum. Ég var spurður eftir leikinn hvernig mér leið og ég sagði að ég væri þreyttur og fengið stuttan undirbúning. Það er ekki við KKÍ að sakast eða þjálfarana eða neinn. Það var enginn að benda neinum fingrum eða neitt slíkt. Þetta var bara mistúlkað,“ sagði Elvar Már í viðtali við Stöð 2 í dag. Viðtalið við Elvar í heild má sjá í spilaranum hér að neðan en þar fer Elvar meðal annars yfir þær ástæður af hverju íslenska liðið fékk styttri undirbúning. Framundan er hins vegar mikilvægur leikur landsliðsins við Úkraínu annað kvöld í undankeppni HM. Ísland verður að vinna leikinn til að komast aftur í bílstjórasæti í riðlinum fyrir sæti á heimsmeistaramótinu en Elvar telur Ísland eiga góða möguleika. „Við horfðum aðeins á myndbönd af þeim í dag og þeir líta hrikalega vel út. Þeir eru með marga stóra og góða leikmenn þannig þetta verður mjög erfitt verkefni. Ef við náum að halda tempóinu hátt uppi, reyna mynda þessa stemningu sem hefur verið í þessu húsi og spila okkar leik þá eigum við góða möguleika.“ Leikurinn fer fram í Ólafssal á Ásvöllum í troðfullri höll en nú þegar eru allir miðar á leikinn uppseldir. „Það er ekki þægilegt fyrir þessi lið að koma í lítið íþróttahús þar sem áhorfendur eru nálægt og háværir, við fáum mikinn meðbyr með áhorfendunum. Það er ekkert auðvelt að koma hingað og spila á móti okkur. Við fáum aukna orku þegar við erum að spila hér og þá getum við verið erfiðir,“ sagði Elvar Már Friðriksson, leikmaður Íslands. Klippa: Elvar Már: Ekki við KKÍ að sakast
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira