Mané neitaði að vera með bjór á mynd Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2022 15:30 Leikmenn Bayern München stilltu sér upp í myndatöku í októberfestklæðnaði, flestir með bjór í hönd enda um sérstaka bjórhátíð að ræða. Twitter/@FCBayern Sadio Mané, nýjasta stjarna Bayern München, var annar tveggja leikmanna þýska knattspyrnuliðsins sem ekki héldu á bjórglasi í sérstakri októberfest-myndatöku félagsins. Mané er múslimi og í samræmi við trú hans þá drekkur hann ekki áfengi. Þess vegna var þessi þrítugi Senegali ekki með bjór í hönd eins og liðsfélagar hans í myndatökunni. Marokkóbúinn Noussair Mazraoui, sem einnig er íslamstrúar, var ekki heldur með bjór í myndatökunni. Aðrir leikmenn Bayern héldu hins vegar brosandi á stóru bjórglasi og voru allir leikmenn að sjálfsögðu í októberhátíðarklæðnaði. As a devoted Muslim, Sadio Mane chose not to hold a beer in Bayern Munich's traditional photoshoot pic.twitter.com/PAnQqF9I4I— ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2022 Októberfest er árleg bjórhátíð sem er haldin í München, heimaborg Bayern, sem reyndar hefur ekki verið haldin tvö síðustu ár vegna kórónuveirufaraldursins. Hátíðin verður hins vegar haldin í ár og fer fram dagana 17. september til 3. október. Mané hefur áður vakið athygli fyrir að sniðganga áfengi en hann bað Takumi Minamino, þáverandi liðsfélaga sinn hjá Liverpool, vinsamlegast um að leggja frá sér kampavínsflösku fyrr á þessu ári þegar þeir voru að fagna saman sigri Liverpool í enska deildabikarnum. Þegar Liverpool varð Englandsmeistari árið 2020 var kampavínið auk þess óáfengt sem leikmenn notuðu til að fagna titlinum á Anfield, af tilliti til Mané og Mohamed Salah sem sömuleiðis drekkur ekki áfengi. Fótbolti Þýski boltinn Áfengi og tóbak Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Mané er múslimi og í samræmi við trú hans þá drekkur hann ekki áfengi. Þess vegna var þessi þrítugi Senegali ekki með bjór í hönd eins og liðsfélagar hans í myndatökunni. Marokkóbúinn Noussair Mazraoui, sem einnig er íslamstrúar, var ekki heldur með bjór í myndatökunni. Aðrir leikmenn Bayern héldu hins vegar brosandi á stóru bjórglasi og voru allir leikmenn að sjálfsögðu í októberhátíðarklæðnaði. As a devoted Muslim, Sadio Mane chose not to hold a beer in Bayern Munich's traditional photoshoot pic.twitter.com/PAnQqF9I4I— ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2022 Októberfest er árleg bjórhátíð sem er haldin í München, heimaborg Bayern, sem reyndar hefur ekki verið haldin tvö síðustu ár vegna kórónuveirufaraldursins. Hátíðin verður hins vegar haldin í ár og fer fram dagana 17. september til 3. október. Mané hefur áður vakið athygli fyrir að sniðganga áfengi en hann bað Takumi Minamino, þáverandi liðsfélaga sinn hjá Liverpool, vinsamlegast um að leggja frá sér kampavínsflösku fyrr á þessu ári þegar þeir voru að fagna saman sigri Liverpool í enska deildabikarnum. Þegar Liverpool varð Englandsmeistari árið 2020 var kampavínið auk þess óáfengt sem leikmenn notuðu til að fagna titlinum á Anfield, af tilliti til Mané og Mohamed Salah sem sömuleiðis drekkur ekki áfengi.
Fótbolti Þýski boltinn Áfengi og tóbak Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn