Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2022 13:30 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur unnið fjölda titla í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi, og ætlar sér að halda því áfram á Ítalíu. Nú er hún hins vegar stödd á Íslandi vegna komandi stórleikja í undankeppni HM. Stöð 2 Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. Það var létt yfir Söru á æfingu landsliðsins í Garðabæ í dag, inni í Miklagarði. Þar var æfingin vegna slæms veðurs á höfuðborgarsvæðinu. Á föstudag, þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í leik sem Ísland þarf nauðsynlega að vinna til að auka líkurnar á að komast á HM, er hins vegar útlit fyrir sól og veður sem er að minnsta kosti aðeins líkara veðrinu í nýju heimaborg Söru á Ítalíu. „Fyrstu vikurnar hafa verið góðar,“ segir Sara um fyrstu kynnin af Juventus og Tórínó. Þangað kom hún í sumar frá Evrópumeisturum Lyon í Frakklandi. Erfiðara að koma sér fyrir utan vallar „Fótboltalega séð hefur gengið vel, liðið er frábært og hjá Juventus eru toppaðstæður. Mér líður því ótrúlega vel þarna. En það hefur verið aðeins erfiðara að koma sér fyrir utan vallar,“ segir Sara sem flutti til Tórínó ásamt manni sínum Árna Vilhjálmssyni og syninum Ragnari Frank sem verður eins árs í nóvember. „Við erum búin að vera á hóteli í tvær og hálfa viku, og síðustu mánuðina í ferðatösku. Það er ekkert grín með lítið barn en þetta er allt að koma. Maður er alltaf fyrstu mánuðina að koma sér fyrir en ég er alla vega komin með íbúð eftir landsleikjahléið þannig að þetta fer allt að koma. Það er allt gert til að okkur líði vel svo ég er mjög ánægð með allt saman síðan að ég kom út. Við vorum að spila fyrsta leikinn okkar í deildinni og höfum líka spilað í Meistaradeildinni, og það hefur bara gengið vel,“ segir Sara sem var fljót að láta til sín taka í búningi Juventus. Sara er enda vön að stimpla sig strax inn á nýjum stöðum. Það hefur hún áður gert í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. „Ég alla vega reyni að koma mér sem fyrst inn og vera bara ég sjálf frá byrjun. Vonandi fær maður bara stórt hlutverk,“ segir Sara sem þarf að vera fljót að læra nýtt tungumál til að vera meðvituð um allt sem gengur á í æfingum og leikjum. Flestar af stöllum hennar í liðinu eru ítalskar: „Ég er byrjuð að babla eitthvað á ítölsku en þær hlæja bara. En maður verður alla vega að reyna,“ segir Sara létt en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sara Björk um Juventus og landsleikina „Yrði mjög stórt að komast á HM“ Eins og fyrr segir gæti Ísland mögulega fagnað sæti á HM í fyrsta sinn í næstu viku. Ef liðið vinnur Hvíta-Rússland á föstudag, vonandi með góðum stuðningi íslensku þjóðarinnar á Laugardalsvelli, dugar liðinu að ná jafntefli gegn ógnarsterku liði Hollands í Utrecht á þriðjudag til að fara beint á HM. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir. Núna einblínum við bara á fyrri leikinn því hann er svo mikilvægur fyrir framhaldið. Við megum ekki fara fram úr okkur og fara að hugsa um að við séum komnar á mótið. Allur fókusinn er á leikinn við Hvít-Rússa. Við verðum að vinna hann og koma okkur í þægilega og betri stöðu,“ segir Sara. En hversu stórt yrði það fyrir hana að komast með Íslandi á HM? „Það yrði mjög stórt að komast á HM. Eitthvað sem við höfum aldrei gert áður, þó að við höfum verið nálægt því. Vonandi verður af þessu.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. Ítalski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo segir að stormurinn muni lægja undir stjórn Amorim Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Sjá meira
Það var létt yfir Söru á æfingu landsliðsins í Garðabæ í dag, inni í Miklagarði. Þar var æfingin vegna slæms veðurs á höfuðborgarsvæðinu. Á föstudag, þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í leik sem Ísland þarf nauðsynlega að vinna til að auka líkurnar á að komast á HM, er hins vegar útlit fyrir sól og veður sem er að minnsta kosti aðeins líkara veðrinu í nýju heimaborg Söru á Ítalíu. „Fyrstu vikurnar hafa verið góðar,“ segir Sara um fyrstu kynnin af Juventus og Tórínó. Þangað kom hún í sumar frá Evrópumeisturum Lyon í Frakklandi. Erfiðara að koma sér fyrir utan vallar „Fótboltalega séð hefur gengið vel, liðið er frábært og hjá Juventus eru toppaðstæður. Mér líður því ótrúlega vel þarna. En það hefur verið aðeins erfiðara að koma sér fyrir utan vallar,“ segir Sara sem flutti til Tórínó ásamt manni sínum Árna Vilhjálmssyni og syninum Ragnari Frank sem verður eins árs í nóvember. „Við erum búin að vera á hóteli í tvær og hálfa viku, og síðustu mánuðina í ferðatösku. Það er ekkert grín með lítið barn en þetta er allt að koma. Maður er alltaf fyrstu mánuðina að koma sér fyrir en ég er alla vega komin með íbúð eftir landsleikjahléið þannig að þetta fer allt að koma. Það er allt gert til að okkur líði vel svo ég er mjög ánægð með allt saman síðan að ég kom út. Við vorum að spila fyrsta leikinn okkar í deildinni og höfum líka spilað í Meistaradeildinni, og það hefur bara gengið vel,“ segir Sara sem var fljót að láta til sín taka í búningi Juventus. Sara er enda vön að stimpla sig strax inn á nýjum stöðum. Það hefur hún áður gert í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. „Ég alla vega reyni að koma mér sem fyrst inn og vera bara ég sjálf frá byrjun. Vonandi fær maður bara stórt hlutverk,“ segir Sara sem þarf að vera fljót að læra nýtt tungumál til að vera meðvituð um allt sem gengur á í æfingum og leikjum. Flestar af stöllum hennar í liðinu eru ítalskar: „Ég er byrjuð að babla eitthvað á ítölsku en þær hlæja bara. En maður verður alla vega að reyna,“ segir Sara létt en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sara Björk um Juventus og landsleikina „Yrði mjög stórt að komast á HM“ Eins og fyrr segir gæti Ísland mögulega fagnað sæti á HM í fyrsta sinn í næstu viku. Ef liðið vinnur Hvíta-Rússland á föstudag, vonandi með góðum stuðningi íslensku þjóðarinnar á Laugardalsvelli, dugar liðinu að ná jafntefli gegn ógnarsterku liði Hollands í Utrecht á þriðjudag til að fara beint á HM. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir. Núna einblínum við bara á fyrri leikinn því hann er svo mikilvægur fyrir framhaldið. Við megum ekki fara fram úr okkur og fara að hugsa um að við séum komnar á mótið. Allur fókusinn er á leikinn við Hvít-Rússa. Við verðum að vinna hann og koma okkur í þægilega og betri stöðu,“ segir Sara. En hversu stórt yrði það fyrir hana að komast með Íslandi á HM? „Það yrði mjög stórt að komast á HM. Eitthvað sem við höfum aldrei gert áður, þó að við höfum verið nálægt því. Vonandi verður af þessu.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
Ítalski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo segir að stormurinn muni lægja undir stjórn Amorim Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Sjá meira