Fósturforeldrar eru ekki einnota Guðlaugur Kristmundsson skrifar 30. ágúst 2022 13:30 Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að Barna- og fjölskyldustofa hefur undanfarnar vikur staðið í herferð til þess að minna á og hvetja til þess að þau sem hafa áhuga á eða eru vænlegir kandídatar í verkefni fósturforeldra láti verða af því að sækja um. Eða láti allavega vita af sér. Úr herferð Barna- og fjölskyldustofu má lesa að vaxandi þörf sé fyrir fósturforeldra á Íslandi. Með öðrum orðum sé listinn yfir börn sem þurfa að komast til ákjósanlegra fósturfjölskyldna, til lengri að skemmri tíma, að lengjast. Sem gefur til kynna að mikil vöntun sé á fósturforeldrum. Við hjá Félagi fósturforeldra fögnum herferð Barna- og fjölskyldustofu og eins því að fleiri bætist við í okkar fjölbreytta hóp, en um leið langar okkur að vekja athygli á því að ein aðferð til að vinna gegn þessum vanda er að styrkja okkar félagsskap og stöðu þeirra fósturforeldra sem fyrir eru. Í því sambandi er ágætt að minna á að fósturrof, þ.e. þegar fósturbarn fer frá fósturfjölskyldu, getur verið afar sársaukafullt. Ástæðurnar fyrir því geta verið margskonar, t.d. þegar barn snýr aftur til kynforeldra sinna eða þegar fósturfjölskylda hefur ekki úrræði til að vinna með vanda barns. Við fósturrof fer starfsmaður barnaverndar beint í að huga að stöðu barnsins, eðlilega og finna ný úrræði. En eftir standa fósturforeldrarnir sem þurfa að takast á við alls konar erfiðar tilfinningar, því þótt fósturrofið hafi verið „eðlilegt“ og jafnvel „fyrirsjáanlegt“ getur því fylgt íþyngjandi skömm. Fósturforeldrunum finnst þeir kannski sitja einir eftir, að þeir séu ekki lengur hluti af samfélagi fósturforeldra, að þeir njóti ekki lengur stuðnings eða eigi í samtali við barnaverndarkerfið um sína stöðu. Þeir upplifa skömm, sem þeir einangrast með og bjóðast því ekki til þess að leggja öðru barni lið þrátt fyrir að hafa fengið þjálfun og verið metnir hæfir til þess að sinna hlutverki fósturforeldra. Á sama tíma er verið að auglýsa eftir næstu fósturforeldrum, líkt og fósturforeldrar séu hálf partinn einnota. Við hjá Félagi fósturforeldra teljum að hægt sé að gera betur og viljum stuðla að því. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Kristmundsson Barnavernd Fjölskyldumál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að Barna- og fjölskyldustofa hefur undanfarnar vikur staðið í herferð til þess að minna á og hvetja til þess að þau sem hafa áhuga á eða eru vænlegir kandídatar í verkefni fósturforeldra láti verða af því að sækja um. Eða láti allavega vita af sér. Úr herferð Barna- og fjölskyldustofu má lesa að vaxandi þörf sé fyrir fósturforeldra á Íslandi. Með öðrum orðum sé listinn yfir börn sem þurfa að komast til ákjósanlegra fósturfjölskyldna, til lengri að skemmri tíma, að lengjast. Sem gefur til kynna að mikil vöntun sé á fósturforeldrum. Við hjá Félagi fósturforeldra fögnum herferð Barna- og fjölskyldustofu og eins því að fleiri bætist við í okkar fjölbreytta hóp, en um leið langar okkur að vekja athygli á því að ein aðferð til að vinna gegn þessum vanda er að styrkja okkar félagsskap og stöðu þeirra fósturforeldra sem fyrir eru. Í því sambandi er ágætt að minna á að fósturrof, þ.e. þegar fósturbarn fer frá fósturfjölskyldu, getur verið afar sársaukafullt. Ástæðurnar fyrir því geta verið margskonar, t.d. þegar barn snýr aftur til kynforeldra sinna eða þegar fósturfjölskylda hefur ekki úrræði til að vinna með vanda barns. Við fósturrof fer starfsmaður barnaverndar beint í að huga að stöðu barnsins, eðlilega og finna ný úrræði. En eftir standa fósturforeldrarnir sem þurfa að takast á við alls konar erfiðar tilfinningar, því þótt fósturrofið hafi verið „eðlilegt“ og jafnvel „fyrirsjáanlegt“ getur því fylgt íþyngjandi skömm. Fósturforeldrunum finnst þeir kannski sitja einir eftir, að þeir séu ekki lengur hluti af samfélagi fósturforeldra, að þeir njóti ekki lengur stuðnings eða eigi í samtali við barnaverndarkerfið um sína stöðu. Þeir upplifa skömm, sem þeir einangrast með og bjóðast því ekki til þess að leggja öðru barni lið þrátt fyrir að hafa fengið þjálfun og verið metnir hæfir til þess að sinna hlutverki fósturforeldra. Á sama tíma er verið að auglýsa eftir næstu fósturforeldrum, líkt og fósturforeldrar séu hálf partinn einnota. Við hjá Félagi fósturforeldra teljum að hægt sé að gera betur og viljum stuðla að því. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun