„Erfitt að útskýra það en ég finn muninn“ Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2022 15:01 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar fyrsta marki Íslands á EM í sumar, gegn Belgíu. VÍSIR/VILHELM Berglind Björg Þorvaldsdóttir er orðin leikmaður eins besta félagsliðs heims, PSG í Frakklandi, eftir að félagið keypti hana frá Brann í Noregi. Hún er einnig aðalframherji íslenska landsliðsins sem reynir að tryggja sér HM-sæti í komandi leikjum við Hvíta-Rússland og Holland, á föstudag og næsta þriðjudag. Berglind er þrítug og hefur komið víða við á sínum atvinnumannsferli en hún segir fagmennskuna hvergi hafa verið meiri en hjá PSG. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir liðið á dögunum, gegn Lyon í meistarakeppninni í Frakklandi, og sér fram á spennandi tíma í búningi Parísarliðsins. „Það er geggjað að þetta skyldi ganga upp og ég er gríðarlega sátt með þetta „move“ hjá mér,“ segir Berglind. Tímabilið hennar hjá Brann var ekkert sérstakt, meðal annars vegna meiðsla, en kom það þá á óvart að PSG skyldi hafa samband? „Ég er gríðarlega spennt“ „Nei og já. Þau höfðu bara samband fljótlega eftir EM, og svo rúllaði boltinn mjög hratt og þetta gekk upp,“ sagði Berglind sem skoraði fyrsta mark Íslands á EM í Englandi í sumar. Hjálpaði frammistaðan á EM til við að auka áhuga PSG? „Já, mögulega. Þau höfðu fyrst samband í fyrra og þá gekk þetta ekki upp. Svo höfðu þau samband eftir EM og núna gekk þetta upp. Ég er ótrúlega ánægð með að hafa skrifað undir hjá þessu liði og líst mjög vel á allt sem er í gangi hjá þeim. Ég er gríðarlega spennt,“ segir Berglind sem tekur undir að áþreifanlegur munur sé á umgjörðinni hjá PSG samanborið við önnur félög sem hún hefur verið hjá: „Já, á öllum sviðum. Það er ótrúlega gaman að hafa fengið það tækifæri að spila á svona háu stigi og vera hjá svona stórum klúbbi. Þarna er tekið „næsta skref“ í öllu sem kemur að því að vera „professional“, í undirbúningi og bara öllu. Það er erfitt að útskýra það en ég finn muninn. Ég mun klárlega bæta minn leik þarna.“ Klippa: Berglind um PSG og stórleiki landsliðsins Berglind verður eflaust á sínum stað í fremstu víglínu íslenska liðsins á föstudagskvöld þegar það mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli. Með sigri þar dugar Íslandi að ná jafntefli gegn Hollandi á þriðjudaginn til að tryggja sér sigur í sínum riðli og öruggt sæti á HM. „Ég er gríðarlega spennt. Fókusinn er núna á Hvíta-Rússland á föstudaginn og við förum í þessa leiki til að vinna. Það væri geggjað og það er klárlega markmiðið okkar að komast beint á HM. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður,“ segir Berglind. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Berglind er þrítug og hefur komið víða við á sínum atvinnumannsferli en hún segir fagmennskuna hvergi hafa verið meiri en hjá PSG. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir liðið á dögunum, gegn Lyon í meistarakeppninni í Frakklandi, og sér fram á spennandi tíma í búningi Parísarliðsins. „Það er geggjað að þetta skyldi ganga upp og ég er gríðarlega sátt með þetta „move“ hjá mér,“ segir Berglind. Tímabilið hennar hjá Brann var ekkert sérstakt, meðal annars vegna meiðsla, en kom það þá á óvart að PSG skyldi hafa samband? „Ég er gríðarlega spennt“ „Nei og já. Þau höfðu bara samband fljótlega eftir EM, og svo rúllaði boltinn mjög hratt og þetta gekk upp,“ sagði Berglind sem skoraði fyrsta mark Íslands á EM í Englandi í sumar. Hjálpaði frammistaðan á EM til við að auka áhuga PSG? „Já, mögulega. Þau höfðu fyrst samband í fyrra og þá gekk þetta ekki upp. Svo höfðu þau samband eftir EM og núna gekk þetta upp. Ég er ótrúlega ánægð með að hafa skrifað undir hjá þessu liði og líst mjög vel á allt sem er í gangi hjá þeim. Ég er gríðarlega spennt,“ segir Berglind sem tekur undir að áþreifanlegur munur sé á umgjörðinni hjá PSG samanborið við önnur félög sem hún hefur verið hjá: „Já, á öllum sviðum. Það er ótrúlega gaman að hafa fengið það tækifæri að spila á svona háu stigi og vera hjá svona stórum klúbbi. Þarna er tekið „næsta skref“ í öllu sem kemur að því að vera „professional“, í undirbúningi og bara öllu. Það er erfitt að útskýra það en ég finn muninn. Ég mun klárlega bæta minn leik þarna.“ Klippa: Berglind um PSG og stórleiki landsliðsins Berglind verður eflaust á sínum stað í fremstu víglínu íslenska liðsins á föstudagskvöld þegar það mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli. Með sigri þar dugar Íslandi að ná jafntefli gegn Hollandi á þriðjudaginn til að tryggja sér sigur í sínum riðli og öruggt sæti á HM. „Ég er gríðarlega spennt. Fókusinn er núna á Hvíta-Rússland á föstudaginn og við förum í þessa leiki til að vinna. Það væri geggjað og það er klárlega markmiðið okkar að komast beint á HM. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður,“ segir Berglind. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn