Ernirnir höfðu ekki not fyrir þriðja hraðasta grindahlaupara sögunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2022 23:01 Devon Allen á heimsmeistaramótinu í Oregon í sumar. Getty/Steph Chambers Bandaríska NFL-liðið Philadelphia Eagles hefur ákveðið að losa sig við fyrrverandi grindahlauparann Devon Allen, en Allen setti þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi fyrr í sumar. Allen er 27 ára fyrrverandi grindahlaupari sem ákvað að leggja hlaupaskóna á hilluna eftir HM í frjálsum íþróttum í sumar og snúa sér að amerískum fótbolta. Hann hefur æft með Philadelphia Eagles síðan í júlí, en liðið þurfti að skera hópinn niður í 53 leikmenn áður en tímabilið hefst og Allen var ekki meðal þeirra leikmanna sem komst í gegnum niðurskurðinn. Draumur hans um að leika með Philadelphia-liðinu er þó ekki úti þar sem liðið hefur sagst ætla að fá hann í æfingahóp sinn ef ekkert annað lið krækir í hann. Eagles are cutting receiver and Olympic hurdler Devon Allen, according to @MattLombardoNFL I believe Eagles are hoping they can get him on the practice squad pic.twitter.com/oPSwF0NVli— John Clark (@JClarkNBCS) August 30, 2022 Allen lék sem útherji fyrir University of Oregon í háskólaboltanum á sínum yngri árum, en hætti í íþróttinni árið 2016 til að einbeita sér að frjálsum íþróttum. Þar náði hann góðum árangri, en hann tók þátt á tvennum Ólympíuleikum, þar sem hann hafnaði í fimmta sæti árið 2016 og fjórða sæti í Tókýó í fyrra, ásamt því að setja þriðja hraðasta tíma sögunnar á HM í júní á þessu ári. Frjálsíþróttaferill hans endaði þó ekki eins og hann hafði vonast eftir, en hann var dæmdur úr leik í úrslitahlaupinu á HM í sumar fyrir að þjófstarta, þrátt fyrir það að hafa tæknilega séð ekki þjófstartað. Þá hefur Allen sagt að hann ætli sér ekki að gefa drauminn um að spila í NFL-deildinni upp á bátinn og því er líklegt að þessi 27 ára fyrrum spretthlaupari muni reyna fyrir sér á ný. „Þetta er ekki eitthvað sem ég ætla bara að prófa einu sinni og hætta síðan,“ sagði Allen um verðandi NFL-feril sinn í sumar. „Þetta er eitthvað sem ég ætla að einbeita mér að. Svo lengi sem mér líður vel með það að spila og finnst eins og ég geti spilað vel, þá mun ég spila.“ NFL Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Dæmdur úr leik á HM í frjálsum en reynir nú fyrir sér í NFL-deildinni Devon Allen er 27 ára fyrrverandi spretthlaupari sem á þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi. Hann hefur hins vegar skipt um grein og reynir nú fyrir sér hjá liði í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. 29. júlí 2022 18:31 Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. 21. júlí 2022 11:31 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Allen er 27 ára fyrrverandi grindahlaupari sem ákvað að leggja hlaupaskóna á hilluna eftir HM í frjálsum íþróttum í sumar og snúa sér að amerískum fótbolta. Hann hefur æft með Philadelphia Eagles síðan í júlí, en liðið þurfti að skera hópinn niður í 53 leikmenn áður en tímabilið hefst og Allen var ekki meðal þeirra leikmanna sem komst í gegnum niðurskurðinn. Draumur hans um að leika með Philadelphia-liðinu er þó ekki úti þar sem liðið hefur sagst ætla að fá hann í æfingahóp sinn ef ekkert annað lið krækir í hann. Eagles are cutting receiver and Olympic hurdler Devon Allen, according to @MattLombardoNFL I believe Eagles are hoping they can get him on the practice squad pic.twitter.com/oPSwF0NVli— John Clark (@JClarkNBCS) August 30, 2022 Allen lék sem útherji fyrir University of Oregon í háskólaboltanum á sínum yngri árum, en hætti í íþróttinni árið 2016 til að einbeita sér að frjálsum íþróttum. Þar náði hann góðum árangri, en hann tók þátt á tvennum Ólympíuleikum, þar sem hann hafnaði í fimmta sæti árið 2016 og fjórða sæti í Tókýó í fyrra, ásamt því að setja þriðja hraðasta tíma sögunnar á HM í júní á þessu ári. Frjálsíþróttaferill hans endaði þó ekki eins og hann hafði vonast eftir, en hann var dæmdur úr leik í úrslitahlaupinu á HM í sumar fyrir að þjófstarta, þrátt fyrir það að hafa tæknilega séð ekki þjófstartað. Þá hefur Allen sagt að hann ætli sér ekki að gefa drauminn um að spila í NFL-deildinni upp á bátinn og því er líklegt að þessi 27 ára fyrrum spretthlaupari muni reyna fyrir sér á ný. „Þetta er ekki eitthvað sem ég ætla bara að prófa einu sinni og hætta síðan,“ sagði Allen um verðandi NFL-feril sinn í sumar. „Þetta er eitthvað sem ég ætla að einbeita mér að. Svo lengi sem mér líður vel með það að spila og finnst eins og ég geti spilað vel, þá mun ég spila.“
NFL Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Dæmdur úr leik á HM í frjálsum en reynir nú fyrir sér í NFL-deildinni Devon Allen er 27 ára fyrrverandi spretthlaupari sem á þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi. Hann hefur hins vegar skipt um grein og reynir nú fyrir sér hjá liði í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. 29. júlí 2022 18:31 Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. 21. júlí 2022 11:31 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Dæmdur úr leik á HM í frjálsum en reynir nú fyrir sér í NFL-deildinni Devon Allen er 27 ára fyrrverandi spretthlaupari sem á þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi. Hann hefur hins vegar skipt um grein og reynir nú fyrir sér hjá liði í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. 29. júlí 2022 18:31
Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. 21. júlí 2022 11:31