Köfunarþjónusta byggist upp til að þjóna fiskeldi á Austfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2022 23:06 Samúel Karl Sigurðsson á Reyðarfirði er framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu. Sigurjón Ólason Sérhæft köfunarfyrirtæki með fjórum atvinnuköfurum er orðið til á Austfjörðum. Helstu verkefni eru í kringum fiskeldi auk almennrar þjónustu við útgerðir fiskiskipa. Langt er síðan hefðbundinni útgerð var að mestu hætt frá Reyðarfirði. Í fréttum Stöðvar 2 kynnumst við annarskonar starfsemi sem komin er við höfnina. Þar má sjá Samúel Karl Sigurðsson á leið með köfunargræjur um borð í annan af tveimur bátum köfunarþjónustunnar K-Tech, sem stofnuð var árið 2017. „Við stofnum þetta í raun og veru hérna í upphafi þegar fiskeldið er að ryðja sér til rúms. Þá vantar hérna þessa þjónustu,“ segir Samúel en hann stofnaði fyrirtækið ásamt tveimur Skotum sem voru fyrir austan. „Svo fóru þeir nú út úr þessu. Þannig að við erum með þetta, við hjónin, ásamt öðrum.“ Samúel með kafarabúning á leið um borð í annan af tveimur bátum fyrirtækisins.Sigurjón Ólason Samúel áætlar að sjötíu prósent verkefna kafaranna séu fyrir fiskeldið á Austfjörðum. Einnig sinni þeir hefðbundnum útgerðum og segir hann annir geta verið á loðnuvertíð. „Við höfum verið að þjónusta fiskeldið fyrst og fremst. Svo er þetta í raun og veru í fyrsta skipti sem þessi þjónusta er fyrir hendi fyrir austan. Þannig að við erum farin að þjónusta sjávarútvegsfyrirtækin og það var töluvert að gera hjá okkur þegar norsku bátarnir voru hérna í vor. Þannig að það fellur alltaf eitthvað til.“ Fyrir fiskeldið snúast verkefnin einkum um eftirlit með sjókvíum. „Við þurfum að fara í kvíarnar á þrjátíu daga fresti, allar kvíar. Svo náttúrlega eru menn að fá í skrúfuna. Svo eru að aukast bara verkefni fyrir útgerðina. Við erum að botnþrífa skip og báta. Laga lagnir, sjóinntök og annað slíkt.“ Samúel segir að áður hafi þetta verið mest einyrkjar sem sinntu köfun á Austfjörðum. K-Tech sé fyrsta eiginlega köfunarfyrirtæki fjórðungsins. Auk hans séu þrír aðrir starfsmenn, allt árið um kring. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Múlaþing Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Laxeldið á Austfjörðum á fullu í uppbyggingu eftir sjúkdómsáfall Laxeldið á Austfjörðum er að ná vopnum sínum á ný eftir alvarlegan veirusjúkdóm sem stöðvar alla landvinnslu á Djúpavogi. Byrjað er að setja út fisk að nýju í eldiskvíar og búið að kaupa tvo öfluga fóðurpramma. 18. júlí 2022 22:44 Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. 15. desember 2019 22:45 Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22 Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Langt er síðan hefðbundinni útgerð var að mestu hætt frá Reyðarfirði. Í fréttum Stöðvar 2 kynnumst við annarskonar starfsemi sem komin er við höfnina. Þar má sjá Samúel Karl Sigurðsson á leið með köfunargræjur um borð í annan af tveimur bátum köfunarþjónustunnar K-Tech, sem stofnuð var árið 2017. „Við stofnum þetta í raun og veru hérna í upphafi þegar fiskeldið er að ryðja sér til rúms. Þá vantar hérna þessa þjónustu,“ segir Samúel en hann stofnaði fyrirtækið ásamt tveimur Skotum sem voru fyrir austan. „Svo fóru þeir nú út úr þessu. Þannig að við erum með þetta, við hjónin, ásamt öðrum.“ Samúel með kafarabúning á leið um borð í annan af tveimur bátum fyrirtækisins.Sigurjón Ólason Samúel áætlar að sjötíu prósent verkefna kafaranna séu fyrir fiskeldið á Austfjörðum. Einnig sinni þeir hefðbundnum útgerðum og segir hann annir geta verið á loðnuvertíð. „Við höfum verið að þjónusta fiskeldið fyrst og fremst. Svo er þetta í raun og veru í fyrsta skipti sem þessi þjónusta er fyrir hendi fyrir austan. Þannig að við erum farin að þjónusta sjávarútvegsfyrirtækin og það var töluvert að gera hjá okkur þegar norsku bátarnir voru hérna í vor. Þannig að það fellur alltaf eitthvað til.“ Fyrir fiskeldið snúast verkefnin einkum um eftirlit með sjókvíum. „Við þurfum að fara í kvíarnar á þrjátíu daga fresti, allar kvíar. Svo náttúrlega eru menn að fá í skrúfuna. Svo eru að aukast bara verkefni fyrir útgerðina. Við erum að botnþrífa skip og báta. Laga lagnir, sjóinntök og annað slíkt.“ Samúel segir að áður hafi þetta verið mest einyrkjar sem sinntu köfun á Austfjörðum. K-Tech sé fyrsta eiginlega köfunarfyrirtæki fjórðungsins. Auk hans séu þrír aðrir starfsmenn, allt árið um kring. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Múlaþing Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Laxeldið á Austfjörðum á fullu í uppbyggingu eftir sjúkdómsáfall Laxeldið á Austfjörðum er að ná vopnum sínum á ný eftir alvarlegan veirusjúkdóm sem stöðvar alla landvinnslu á Djúpavogi. Byrjað er að setja út fisk að nýju í eldiskvíar og búið að kaupa tvo öfluga fóðurpramma. 18. júlí 2022 22:44 Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. 15. desember 2019 22:45 Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22 Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Laxeldið á Austfjörðum á fullu í uppbyggingu eftir sjúkdómsáfall Laxeldið á Austfjörðum er að ná vopnum sínum á ný eftir alvarlegan veirusjúkdóm sem stöðvar alla landvinnslu á Djúpavogi. Byrjað er að setja út fisk að nýju í eldiskvíar og búið að kaupa tvo öfluga fóðurpramma. 18. júlí 2022 22:44
Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. 15. desember 2019 22:45
Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22
Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent