Verður barnið þitt jarðfjarkönnuður? Bryony Mathew skrifar 31. ágúst 2022 09:01 Grunnskólabörn dagsins í dag munu í framtíðinni vinna við störf sem ekki hafa verið búin til. Framfarir í nanótækni, skammtatölvum, gerð vélmenna og geimferðum munu þýða að ný starfstækifæri verða til sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur. Þó að það sé ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um hvaða störf verða í boði fyrir börnin okkar í framtíðinni, getum við opnað augu þeirra fyrir hugmyndum og sannfært þau að þau geti allt. Einmitt þess vegna hefur breska sendiráðið gefið út barnabókina „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“. Bókin kynnir fyrir börnum 30 mögnuð störf sem líklegt er að verði til á Íslandi eftir 20 ár. Hún skiptist í „Tæknitröllastörf" sem snúast um framtíðar uppgötvanir og tæknitækifæri og "Íseldfjallastörf" sem felast í að hlúa að því sem við eigum og vernda jörðina fyrir komandi kynslóðir. Hvort tveggja er jafn mikilvægt. Bókin mun vonandi veita börnum innblástur og gera þau spennt fyrir framtíðinni. Hún mun sýna þeim tækifærin sem eru framundan. Áður fyrr valdi fólk oftast einn starfsferill en ég trúi að í framtíðinni munum við sjá fólk færa sig meira milli starfsgreina og taka með sér færni og góðar hugmyndir milli ólíkra starfa. Störf framtíðarinnar munu líka fela í sér kröfu um þverfaglegar aðferðir til að leysa sífellt flóknari vandamál. Nanóþjarkaverkfræðingar munu vinna með læknum, arkitektum og verkfræðingum þegar þeir þróa nýjar læknismeðferðir og netöryggisstjórar munu vinna með jarðfjarkönnuðum, sálfræðingum og skammtatölvuforriturum þegar þeir takast á við sífellt flóknari netógnir. Ég tel persónulega að börnin okkar ættu að horfa vítt yfir sviðið þegar þau ákveða hvað þau vilja starfa við. Ef börn skoða bókina og ákveða að þau langi að starfa við tvennt eða jafnvel fernt þá er það frábært! Áður fyrr taldi ungt fólk að það þyrfti að velja einn starfsferil og afskrifaði þannig marga möguleika vegna þess að það taldi sig ekki hafa réttu hæfileikana. Þau héldu til dæmis að þau væru ekki nægjanlega góð í stærðfræði eða náttúrufræði eða ekki nógu skapandi en fólk þróar með sér mismunandi færni með fjölbreyttri reynslu og fólk getur oft lært efni sem því finnst krefjandi með því að nota aðrar námsaðferðir. Hvað þýðir þetta svo allt í reynd? Þetta þýðir að foreldrar og forráðamenn ættu að hvetja börn til að prófa eins marga mismunandi hluti og mögulegt er. Leyfa þeim að prófa margar íþróttir, að forrita og semja tónlist. Leyfa þeim að reyna við listsköpun og vísindi. Hvetja til sköpunargleði og bjóða velkomnar nýjar hugmyndir. Kenna þeim um góðvild og að koma fram við aðra af virðingu. Börn munu þá geta byggt upp sína eigin verkfærakistu af færni og jákvæðni sem mun hjálpa þeim að dafna í störfum framtíðarinnar. Bókin „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“ verður ekki til sölu heldur dreift í skóla og bókasöfn víða um land, einnig verður bókin aðgengileg á rafrænu formi. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með facebook-síðu sendiráðsins UKinIceland til þess að nálgast rafrænt eintak. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi og doktor í taugavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Bókmenntir Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Grunnskólabörn dagsins í dag munu í framtíðinni vinna við störf sem ekki hafa verið búin til. Framfarir í nanótækni, skammtatölvum, gerð vélmenna og geimferðum munu þýða að ný starfstækifæri verða til sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur. Þó að það sé ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um hvaða störf verða í boði fyrir börnin okkar í framtíðinni, getum við opnað augu þeirra fyrir hugmyndum og sannfært þau að þau geti allt. Einmitt þess vegna hefur breska sendiráðið gefið út barnabókina „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“. Bókin kynnir fyrir börnum 30 mögnuð störf sem líklegt er að verði til á Íslandi eftir 20 ár. Hún skiptist í „Tæknitröllastörf" sem snúast um framtíðar uppgötvanir og tæknitækifæri og "Íseldfjallastörf" sem felast í að hlúa að því sem við eigum og vernda jörðina fyrir komandi kynslóðir. Hvort tveggja er jafn mikilvægt. Bókin mun vonandi veita börnum innblástur og gera þau spennt fyrir framtíðinni. Hún mun sýna þeim tækifærin sem eru framundan. Áður fyrr valdi fólk oftast einn starfsferill en ég trúi að í framtíðinni munum við sjá fólk færa sig meira milli starfsgreina og taka með sér færni og góðar hugmyndir milli ólíkra starfa. Störf framtíðarinnar munu líka fela í sér kröfu um þverfaglegar aðferðir til að leysa sífellt flóknari vandamál. Nanóþjarkaverkfræðingar munu vinna með læknum, arkitektum og verkfræðingum þegar þeir þróa nýjar læknismeðferðir og netöryggisstjórar munu vinna með jarðfjarkönnuðum, sálfræðingum og skammtatölvuforriturum þegar þeir takast á við sífellt flóknari netógnir. Ég tel persónulega að börnin okkar ættu að horfa vítt yfir sviðið þegar þau ákveða hvað þau vilja starfa við. Ef börn skoða bókina og ákveða að þau langi að starfa við tvennt eða jafnvel fernt þá er það frábært! Áður fyrr taldi ungt fólk að það þyrfti að velja einn starfsferil og afskrifaði þannig marga möguleika vegna þess að það taldi sig ekki hafa réttu hæfileikana. Þau héldu til dæmis að þau væru ekki nægjanlega góð í stærðfræði eða náttúrufræði eða ekki nógu skapandi en fólk þróar með sér mismunandi færni með fjölbreyttri reynslu og fólk getur oft lært efni sem því finnst krefjandi með því að nota aðrar námsaðferðir. Hvað þýðir þetta svo allt í reynd? Þetta þýðir að foreldrar og forráðamenn ættu að hvetja börn til að prófa eins marga mismunandi hluti og mögulegt er. Leyfa þeim að prófa margar íþróttir, að forrita og semja tónlist. Leyfa þeim að reyna við listsköpun og vísindi. Hvetja til sköpunargleði og bjóða velkomnar nýjar hugmyndir. Kenna þeim um góðvild og að koma fram við aðra af virðingu. Börn munu þá geta byggt upp sína eigin verkfærakistu af færni og jákvæðni sem mun hjálpa þeim að dafna í störfum framtíðarinnar. Bókin „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“ verður ekki til sölu heldur dreift í skóla og bókasöfn víða um land, einnig verður bókin aðgengileg á rafrænu formi. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með facebook-síðu sendiráðsins UKinIceland til þess að nálgast rafrænt eintak. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi og doktor í taugavísindum.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun